Hlaup

Fréttamynd

Fyrsta háhælahlaup Ís­lands­sögunnar

Hamingjuhlaupið verður haldið í fyrsta sinn á laugardaginn. Hlaupið fer fram í Elliðaárdalnum og verður stútfullt af skemmtilegum uppákomum og fjöri. Hlaupnir verða 7,8 km í karla-, kvenna- og kváraflokki en einnig er hægt að skrá sig í 3 km gleðiskokk. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Lýsti á­standinu á Ingebrigtsen-heimilinu

Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman.

Sport
Fréttamynd

Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni

Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið.

Sport
Fréttamynd

Segir galið að vara við kjöti en ekki sæl­gæti

Sigurjón Ernir Sturluson ofurhlaupari og afreksíþróttamaður segir samfélagið á kolrangri leið þegar kemur að heilsu fólks. Sigurjón, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir hinar raunverulegu öfgar í heilsu vera hreyfingarleysi, að borða gjörunnin matvæli og sykur. Fjöldi fólks sé að rífa sig niður fyrir eitthvað sem í grunninn sé ekki þeim að kenna:

Lífið
Fréttamynd

Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons

Erna Sóley Gunnarsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Irma Gunnarsdóttir komust allar á verðlaunapall í dag á Norðurlandameistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.

Sport
Fréttamynd

Bald­vin stór­bætti eigið Ís­lands­met og tryggði sig inn á EM

Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss um rúmar fimm sekúndur. Hann hafði betur gegn Norðmanninum Filip Ingebrigtsen og stóð uppi sem sigurvegari á Norðurlandameistaramótinu. Í leiðinni tryggði Baldvin sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Neytendastofa hjólar í hlaupara

Neytendastofa hefur slegið á putta fjögurra áhrifavalda sem auglýstu ýmsar útivistarvörur án þess að merkja auglýsingarnar sem slíkar. Meðal þeirra eru ofurhlaupararnir Mari Jaersk og Sigurjón Ernir Sturluson.

Neytendur
Fréttamynd

Enn eitt Ís­lands­met Bald­vins Þórs

Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon heldur áfram að bæta Íslandsmetum í safnið og bæta eigin met en hann bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi innanhúss í dag um rúmar tvær sekúndur.

Sport
Fréttamynd

„Bara á Ís­landi“

Félagarnir Björgvin Ingi Ólafsson meðeigandi Deloitte á Íslandi og Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skelltu sér í útihlaup í gær. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í túrnum rákust þeir á Björn Skúlason forsetamaka.

Lífið