Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 08:33 Hjónin Kylie Mantz og Conner Mantz eru bæði öflugir hlauparar. @kyliehmantz Sigur Kylie Mantz í Fresno-maraþoninu í Kaliforníu vakti athygli, bæði fyrir það að hún var að hlaupa maraþonhlaup í fyrsta sinn en einnig hvernig hún nýtti sér eiginmanninn í hlaupinu. Í sínu fyrsta maraþoni vann Kylie Mantz Two Cities-maraþonið í Fresno á tímanum 2:43:49 klst. Eiginmaður hennar, Ólympíufarinn Conner Mantz, var herinn hennar alla 42,2 kílómetrana sem hélt uppi hraðanum fyrir hana. Kylie, sem er á lokaári í BYU-háskólanum, ólst upp í nálægum bæ, Clovis, og sneri aftur til að keppa á sömu götunum og hún hóf að hlaupa á. Hérinn hennar og eiginmaðurinn var reyndar enginn áhugamaður þegar kemur að langhlaupum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Marathon Handbook (@marathon.handbook) Conner, sem nýlega hafði sett bandarískt maraþonmet í Chicago þremur vikum áður, hélt henni á lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í byrjun hlaupsins. Um miðbik hlaupsins gerðu þreyta og vandamál með næringarneyslu vart við sig. „Að stoppa er ekki í boði,“ sagði Conner við hana þegar hún sagðist vilja hætta. Hún hélt áfram, hægði aðeins á sér en sigraði samt með miklum yfirburðum. Kylie byrjaði ekki að hlaupa af alvöru fyrr en eftir að hún giftist Conner fyrir tveimur árum. Innan árs gekk hún í frjálsíþrótta- og víðavangshlaupalið kvenna í BYU og hljóp 10.000 metra á 34:57 í Stanford-háskólanum. Fyrsta hlaupið hennar í Fresno snerist ekki um fullkomnun því það var að hennar mati bara prófraun. Hún hélt lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í 29 kílómetra áður en hún hægði á sér og sagði hlaupið hafa verið „auðmýkjandi“, og hún er þakklát fyrir það en segist jafnframt vera hungruð í að bæta sig. Með því að velja lítið maraþon í heimabæ sínum í stað stórs viðburðar gat Mantz einbeitt sér að því að læra og þurfti ekki að vera í sviðsljósinu. Frammistaða hennar gefur líka góða vísbendingu um ónýtta möguleika og upphaf langhlaupaferils sem vert er að fylgjast með. View this post on Instagram A post shared by CITIUS MAG | Running + Track and Field News (@citiusmag) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira
Í sínu fyrsta maraþoni vann Kylie Mantz Two Cities-maraþonið í Fresno á tímanum 2:43:49 klst. Eiginmaður hennar, Ólympíufarinn Conner Mantz, var herinn hennar alla 42,2 kílómetrana sem hélt uppi hraðanum fyrir hana. Kylie, sem er á lokaári í BYU-háskólanum, ólst upp í nálægum bæ, Clovis, og sneri aftur til að keppa á sömu götunum og hún hóf að hlaupa á. Hérinn hennar og eiginmaðurinn var reyndar enginn áhugamaður þegar kemur að langhlaupum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Marathon Handbook (@marathon.handbook) Conner, sem nýlega hafði sett bandarískt maraþonmet í Chicago þremur vikum áður, hélt henni á lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í byrjun hlaupsins. Um miðbik hlaupsins gerðu þreyta og vandamál með næringarneyslu vart við sig. „Að stoppa er ekki í boði,“ sagði Conner við hana þegar hún sagðist vilja hætta. Hún hélt áfram, hægði aðeins á sér en sigraði samt með miklum yfirburðum. Kylie byrjaði ekki að hlaupa af alvöru fyrr en eftir að hún giftist Conner fyrir tveimur árum. Innan árs gekk hún í frjálsíþrótta- og víðavangshlaupalið kvenna í BYU og hljóp 10.000 metra á 34:57 í Stanford-háskólanum. Fyrsta hlaupið hennar í Fresno snerist ekki um fullkomnun því það var að hennar mati bara prófraun. Hún hélt lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í 29 kílómetra áður en hún hægði á sér og sagði hlaupið hafa verið „auðmýkjandi“, og hún er þakklát fyrir það en segist jafnframt vera hungruð í að bæta sig. Með því að velja lítið maraþon í heimabæ sínum í stað stórs viðburðar gat Mantz einbeitt sér að því að læra og þurfti ekki að vera í sviðsljósinu. Frammistaða hennar gefur líka góða vísbendingu um ónýtta möguleika og upphaf langhlaupaferils sem vert er að fylgjast með. View this post on Instagram A post shared by CITIUS MAG | Running + Track and Field News (@citiusmag)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira