Hjólreiðar

Fréttamynd

Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum

Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið.

Innlent
Fréttamynd

Nýtur lífsins á ferðinni

Líf Ragnheiðar Sverrisdóttur hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum eftir að hún hóf að hlaupa og hjóla í bland við sundferðir sínar. Í dag skoðar hún borgir og fallega náttúru með hlaupum og hjólreiðum.

Lífið
Fréttamynd

Stefnir á að vera innan við 100 klukkustundir

Eiríkur Ingi Jóhannsson fer á föstudaginn til Írlands þar sem hann keppir í Race Around Ireland, sem eins og nafnið gefur til kynna er hjólakeppni í kringum Írland. Hann stefnir hátt og ætlar sér að koma fyrstur í mark og slá brautarmeti.

Lífið