Telur uppbyggingu hjólastíga vera „geggjaða peningasóun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 21:45 Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að eyrnamerkt fjármagn í verkefnið sé „geggjuð peningasóun“ úr vösum landsmanna. Minnisblað og tillaga hjólahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála voru lögð fram á fundi ráðsins í dag. 8,2 milljarðar eiga að fara í göngu- og hjólastíga til ársins 2033 Vinnan byggir á samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var á síðasta ári þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða króna fjárfestingu í samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin, þar af 8,2 milljörðum í göngu- og hjólastíga. Búið er að kortleggja og forgangsraða hvernig uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiða ætti að vera háttað, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða hjólreiða næstu 13 árin. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í dag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fögnuðu þeirri vinnu sem farið hefur fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að mikilvægt væri að styðja við með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni sem væri jákvæð þróun, leggja ætti áherslu á að borgin blási til stórsóknar í uppbyggingu upphitaðra göngu- og hjólastíga í borgarlandinu svo styðja megi við gangandi og hjólandi vegfarendur allan ársins hring. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, benti á að gott væri að stefna að því að hjólastígar séu og verði hugsaðir sem samgönguæð. Brekkur ætti hins vegar að forðast og reyna að ætti að láta hjólastíga liggja samhliða hæðarlínum, betri væri krókur en kelda. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar kom að Vigdísi Hauksdóttur, sem er áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu. Sagði hún milljarðana 8,2 sem eyrnamerktir eru uppbyggingu göngu- og hjólastíga vera gæluverkefni borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar. „Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans? Snjóflóðavarnir, vegakerfi, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, og aðrir innviðir landsins eru í molum. Sætta landsmenn sig við þessa geggjuðu peningasóun úr vösum landsmanna? Hvar er Sundabrautin? Hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís bóka. Dæmalaust að sækja „hjólapeninga“ í ríkissjóð Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar þar sem sú skoðun var látin í ljós að uppbygging hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu væri mjög brýn. Vigdís lagði þá fram gagnbókun gegn gagnbókun fulltrúa meirihlutans á þá leið að dæmalaust væri að sækja hjólapeninga í ríkissjóð sem væri tómur. „Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís gagnbóka. Þá leit enn ein gagnbókunin dagsins ljós, aftur frá fulltrúum meirihlutans sem töldu uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa mikil áhrif á landsbyggðina. „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga,“ sagði í bókun meirihlutans. Samgöngur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hjólreiðar Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Tengdar fréttir Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að eyrnamerkt fjármagn í verkefnið sé „geggjuð peningasóun“ úr vösum landsmanna. Minnisblað og tillaga hjólahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála voru lögð fram á fundi ráðsins í dag. 8,2 milljarðar eiga að fara í göngu- og hjólastíga til ársins 2033 Vinnan byggir á samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var á síðasta ári þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða króna fjárfestingu í samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin, þar af 8,2 milljörðum í göngu- og hjólastíga. Búið er að kortleggja og forgangsraða hvernig uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiða ætti að vera háttað, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða hjólreiða næstu 13 árin. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í dag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fögnuðu þeirri vinnu sem farið hefur fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að mikilvægt væri að styðja við með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni sem væri jákvæð þróun, leggja ætti áherslu á að borgin blási til stórsóknar í uppbyggingu upphitaðra göngu- og hjólastíga í borgarlandinu svo styðja megi við gangandi og hjólandi vegfarendur allan ársins hring. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, benti á að gott væri að stefna að því að hjólastígar séu og verði hugsaðir sem samgönguæð. Brekkur ætti hins vegar að forðast og reyna að ætti að láta hjólastíga liggja samhliða hæðarlínum, betri væri krókur en kelda. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar kom að Vigdísi Hauksdóttur, sem er áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu. Sagði hún milljarðana 8,2 sem eyrnamerktir eru uppbyggingu göngu- og hjólastíga vera gæluverkefni borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar. „Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans? Snjóflóðavarnir, vegakerfi, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, og aðrir innviðir landsins eru í molum. Sætta landsmenn sig við þessa geggjuðu peningasóun úr vösum landsmanna? Hvar er Sundabrautin? Hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís bóka. Dæmalaust að sækja „hjólapeninga“ í ríkissjóð Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar þar sem sú skoðun var látin í ljós að uppbygging hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu væri mjög brýn. Vigdís lagði þá fram gagnbókun gegn gagnbókun fulltrúa meirihlutans á þá leið að dæmalaust væri að sækja hjólapeninga í ríkissjóð sem væri tómur. „Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís gagnbóka. Þá leit enn ein gagnbókunin dagsins ljós, aftur frá fulltrúum meirihlutans sem töldu uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa mikil áhrif á landsbyggðina. „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga,“ sagði í bókun meirihlutans.
Samgöngur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hjólreiðar Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Tengdar fréttir Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21