Kópavogur

Fréttamynd

Vilja nýja leið fyrir strætó í Foss­vogi í gegnum tvo botn­langa

Strætó hefur óskað eftir því að Reykjavíkurborg og Kópavogur hefji undirbúning að byggingu strætóvegar milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar. Í minnisblaði sem var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni kemur fram að samhliða breytingunum þurfi að setja upp hlið til að stöðva aðra umferð og tvær nýjar stoppistöðvar, við Víkina og Fossvogsbrún.

Innlent
Fréttamynd

Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einstaklingi á brott sem hafði komið sér fyrir í gámi og fannst þar sofandi miðsvæðis í Reykjavík í dag. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna viðkomandi hafi lagst þar til hvílu eða hvert hann hélt eftir að lögregla vísaði viðkomandi á brott. Þá hefur einn verið vistaður í fangaklefa í dag eftir að veitast að starfsmanni verslunar í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Beygju­vasarnir stór­hættu­legir

Hjólreiðamaður segir beygjuvasa við stærri gatnamót vera stórhættulega. Hann segir það betra fyrir alla, sama hvaða ferðamáta þeir nýta sér, að vasarnir séu fjarlægðir.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsmódelið

Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara.

Skoðun
Fréttamynd

Rúða brotin og flug­eld kastað inn

Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdirnar komi eftir á­kall frá í­búum

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar. Markmið framkvæmda á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar er að auka umferðaöryggi án þess að draga úr afkastagetu og þjónustustigi gatnamótanna. Íbúar í hverfinu eru sagðir hafa óskað eftir því lengi að umferðaröryggi á þessum stað yrði bætt.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni vel­ferð barna

Nýverið hafa nokkur sveitarfélög lagst í breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leikskóla og eins og gefur að skilja hefur það leitt af sér þó nokkra opinbera umræðu og sýnist sitt hverjum. Höfundar hafa fylgt breytingunum eftir með rannsókn í tveimur þessara sveitarfélaga og tvisvar í ferlinu sent út spurningalista á þrjá hópa innan 17 skóla; skólastjórnendur, deildarstjóra og annað starfsfólk og fengið ágæta svörun.

Skoðun
Fréttamynd

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliða­ár opnast

Báðar nýju göngu- og hjólabrýrnar yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hafa verið opnaðar umferð. Vinna við þær er á lokametrunum en búið að tengja þær báðar við stígakerfi Elliðaárdals.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferðin færist inn á íbúðagötur

Kópavogsbúar óttast að vegaframkvæmdir verði til þess að miklar umferðartafir verði á svæðinu. Ekkert samráð hafi verið haft við íbúa og umferð þyngist á íbúðagötum í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023.

Innlent
Fréttamynd

Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstu­dögum

Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra.

Innlent
Fréttamynd

Til um­ræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú

Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd

Daníel Örn Unnarsson, þrítugur maður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítrekað í Lundi í Kópavogi síðasta sumar. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms, sem taldi rétt að fara niður fyrir lágmarksrefsingu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­tök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“

Prófessor í félagsfræði telur að þyngja þurfi refsingar fyrir brot sem tengjast gengum og útlaga-mótorhjólasamtökum líkt og á öðrum Norðurlöndum. Viðbúnaður lögreglu vegna samkoma Vítisengla hér á landi hefur vakið athygli en samt sem áður virðast sumum finnast slíkir hópar „kúl.“

Innlent
Fréttamynd

Læknir í Kópa­vogi blekkti fjöl­skyldu sína með lyga­sögu um krabba­mein

Íslensk móðir sem starfar sem læknir gerði sér upp banvænt krabbamein og skrifaði upp á lyf fyrir foreldra sína og systur en neytti sjálf. Þá sendi hún karlmenn til að hafa í hótunum við barnsföður sinn sem fyrir vikið flúði heimilið um tíma með ungar dætur þeirra. Skipulögð brúðkaupsveisla fór út um þúfur og barnavernd skarst í leikinn.

Innlent
Fréttamynd

Reiknað með af­skiptum af öllum sam­komum Vítisengla

Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað

Kópavogsbær hefur heimilað Sorpu að reka endurvinnslustöð sína að Dalvegi til 1. febrúar næstkomandi. Upphaflega stóð að loka stöðinni í september í fyrra

Innlent
Fréttamynd

Hells Angels á Ís­landi hafi aukið um­svif sín og sýni­leika

Hells Angels hafa aukið umsvif sín og sýnileika hér á landi að undanförnu að sögn lögreglu og hafa fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. Því hafi verið nauðsynlegt að bregðast við af festu á laugardag þegar samtökin boðuðu til hittings á ensku. Lögregla hafi ríkar heimildir til að tryggja almannaöryggi.

Innlent