Allir nema þú Birna Þórarinsdóttir skrifar 11. október 2019 16:30 Margir leggja lykkju á leið sína til að agnúast út í Borgarlínu. Andstaðan snýst oftar en ekki um vantrú þess sem talar á vilja borgarbúa til að nota almenningssamgöngur. „Við erum bílaþjóð“ segir fólk og á við sjálft sig. Margir geta ekki ímyndað sér lífið án bílsins; skilja ekki vegalengd milli A og B án milligöngu Miklubrautar. Það er allt í lagi. Því við erum mörg sem getum án bílsins verið og með bættri þjónustu þá verðum við fleiri. Samkvæmt nýlegri meistararitgerð þá eru nú um 800 manns sem hjóla daglega hjólastíginn í Nauthólsvík. Þarna munar um minna; ímyndaðu þér ef 800 manns til viðbótar sætu með þér í umferðinni á hverjum degi, líklega flestir einir í bíl. Fjöldi hjólreiðamanna hefur vaxið stöðugt með bættum hjólastígum. Við hefðum ekki endilega séð þessa þróun fyrir árið 2007. Ég held að margir sem hjóla í vinnuna í dag hefðu ekki séð það fyrir árið 2007 – eða einu sinni fyrir tveimur árum síðan. Það þurfa ekki allir að leggja bílnum, bara nógu margir. Það þarf ekki að vera þú, það mættu vera allir hinir. Og þá gætir þú keyrt um eins og lávarður götunnar, í bleiser jakka í frostinu á meðan við hin renndum úlpunni upp í háls og biðum eftir vagninum. Við erum mörg til í það og við verðum fleiri. Þess vegna ættu aðdáendur einkabílsins að vera helstu talsmenn Borgarlínu.Höfundur býr í Kópavogi og starfar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Borgarlína Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Margir leggja lykkju á leið sína til að agnúast út í Borgarlínu. Andstaðan snýst oftar en ekki um vantrú þess sem talar á vilja borgarbúa til að nota almenningssamgöngur. „Við erum bílaþjóð“ segir fólk og á við sjálft sig. Margir geta ekki ímyndað sér lífið án bílsins; skilja ekki vegalengd milli A og B án milligöngu Miklubrautar. Það er allt í lagi. Því við erum mörg sem getum án bílsins verið og með bættri þjónustu þá verðum við fleiri. Samkvæmt nýlegri meistararitgerð þá eru nú um 800 manns sem hjóla daglega hjólastíginn í Nauthólsvík. Þarna munar um minna; ímyndaðu þér ef 800 manns til viðbótar sætu með þér í umferðinni á hverjum degi, líklega flestir einir í bíl. Fjöldi hjólreiðamanna hefur vaxið stöðugt með bættum hjólastígum. Við hefðum ekki endilega séð þessa þróun fyrir árið 2007. Ég held að margir sem hjóla í vinnuna í dag hefðu ekki séð það fyrir árið 2007 – eða einu sinni fyrir tveimur árum síðan. Það þurfa ekki allir að leggja bílnum, bara nógu margir. Það þarf ekki að vera þú, það mættu vera allir hinir. Og þá gætir þú keyrt um eins og lávarður götunnar, í bleiser jakka í frostinu á meðan við hin renndum úlpunni upp í háls og biðum eftir vagninum. Við erum mörg til í það og við verðum fleiri. Þess vegna ættu aðdáendur einkabílsins að vera helstu talsmenn Borgarlínu.Höfundur býr í Kópavogi og starfar í Reykjavík.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar