Allir nema þú Birna Þórarinsdóttir skrifar 11. október 2019 16:30 Margir leggja lykkju á leið sína til að agnúast út í Borgarlínu. Andstaðan snýst oftar en ekki um vantrú þess sem talar á vilja borgarbúa til að nota almenningssamgöngur. „Við erum bílaþjóð“ segir fólk og á við sjálft sig. Margir geta ekki ímyndað sér lífið án bílsins; skilja ekki vegalengd milli A og B án milligöngu Miklubrautar. Það er allt í lagi. Því við erum mörg sem getum án bílsins verið og með bættri þjónustu þá verðum við fleiri. Samkvæmt nýlegri meistararitgerð þá eru nú um 800 manns sem hjóla daglega hjólastíginn í Nauthólsvík. Þarna munar um minna; ímyndaðu þér ef 800 manns til viðbótar sætu með þér í umferðinni á hverjum degi, líklega flestir einir í bíl. Fjöldi hjólreiðamanna hefur vaxið stöðugt með bættum hjólastígum. Við hefðum ekki endilega séð þessa þróun fyrir árið 2007. Ég held að margir sem hjóla í vinnuna í dag hefðu ekki séð það fyrir árið 2007 – eða einu sinni fyrir tveimur árum síðan. Það þurfa ekki allir að leggja bílnum, bara nógu margir. Það þarf ekki að vera þú, það mættu vera allir hinir. Og þá gætir þú keyrt um eins og lávarður götunnar, í bleiser jakka í frostinu á meðan við hin renndum úlpunni upp í háls og biðum eftir vagninum. Við erum mörg til í það og við verðum fleiri. Þess vegna ættu aðdáendur einkabílsins að vera helstu talsmenn Borgarlínu.Höfundur býr í Kópavogi og starfar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Borgarlína Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Margir leggja lykkju á leið sína til að agnúast út í Borgarlínu. Andstaðan snýst oftar en ekki um vantrú þess sem talar á vilja borgarbúa til að nota almenningssamgöngur. „Við erum bílaþjóð“ segir fólk og á við sjálft sig. Margir geta ekki ímyndað sér lífið án bílsins; skilja ekki vegalengd milli A og B án milligöngu Miklubrautar. Það er allt í lagi. Því við erum mörg sem getum án bílsins verið og með bættri þjónustu þá verðum við fleiri. Samkvæmt nýlegri meistararitgerð þá eru nú um 800 manns sem hjóla daglega hjólastíginn í Nauthólsvík. Þarna munar um minna; ímyndaðu þér ef 800 manns til viðbótar sætu með þér í umferðinni á hverjum degi, líklega flestir einir í bíl. Fjöldi hjólreiðamanna hefur vaxið stöðugt með bættum hjólastígum. Við hefðum ekki endilega séð þessa þróun fyrir árið 2007. Ég held að margir sem hjóla í vinnuna í dag hefðu ekki séð það fyrir árið 2007 – eða einu sinni fyrir tveimur árum síðan. Það þurfa ekki allir að leggja bílnum, bara nógu margir. Það þarf ekki að vera þú, það mættu vera allir hinir. Og þá gætir þú keyrt um eins og lávarður götunnar, í bleiser jakka í frostinu á meðan við hin renndum úlpunni upp í háls og biðum eftir vagninum. Við erum mörg til í það og við verðum fleiri. Þess vegna ættu aðdáendur einkabílsins að vera helstu talsmenn Borgarlínu.Höfundur býr í Kópavogi og starfar í Reykjavík.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar