Göngu- og hjólastígarnir okkar Ómar H. Kristmundsson skrifar 16. apríl 2020 08:00 Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu. Áreiðanlega verða stígarnir nýttir sem aldrei fyrr í sumar af augljósum ástæðum. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi hefur margfaldast á þessari öld og að því er virðist talsvert umfram þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á stígakerfi höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir vinnu sveitarfélaga við að skilja að hjóla- og gönguumferð er enn langt í land að því sé lokið. Við þær aðstæður er hætta á óhöppum og óþægindum fyrir alla þá sem nýta sér stígana. Til að tryggja snurðulausa umferð um göngu- og hjólastíga við núverandi aðstæður þarf þrennt, skýrar og vel kynntar umferðarreglur, greinilegar umferðarmerkingar og góða umferðarmenningu. Umferðarreglurnar Grunnforsenda fyrir greiðri og hnökralausri umferð er að umferðarreglur séu skýrar og vegfarendur þekki þær. Reglur vegna gangandi og hjólandi umferðar utan vega hafa verið óskýrar í gegnum tíðina, sérstaklega varðandi hjólaumferð á göngustígum. Ný umferðarlög sem tóku gildi nú um síðustu áramót fela í sér framfarir hvað þetta varðar. Skv. þeim eru helstu reglur eftirfarandi: 1. Almenn aðgæsluskylda gildir fyrir alla vegfarendur. Hún felst í því að sýna almenna aðgæslu og öðrum vegfarendum tillitsemi. 2. Heimilt er að hjóla á göngustíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólreiðamaður geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. 3. Ef hjólastígur er samhliða göngustíg skal hjólreiðamaður að jafnaði notast við hjólastíginn. Þó er í slíkum tilvikum heimilt að hjóla á göngustíg ef fyllsta öryggis er gætt og ekki er hjólað hraðar en sem nemur eðlilegum gönguhraða. 4. Gangandi vegfarandi skal nota göngustíg. Hjólastíg má nota ef göngustígur er ekki til staðar eða ófær. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar og má draga saman í eina langa setningu: Allir þeir sem um göngu- og hjólastíg fara eiga að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi, hjólreiðafólk má nota göngustíg en það skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta þess að þeir verði ekki fyrir óþægindum eða hættu og gangandi og hlaupandi vegfarendum er heimilt að nota hjólreiðastíg ef göngustíg er ekki að finna eða hann er ófær. Upplýsingar um þessar reglur eru aðgengilegar m.a. hjá Samgöngustofu, á vefnum hjolreidar.is og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þrátt fyrir þetta mætti gera átak í að kynna reglurnar betur, m.a. með sjónvarpsauglýsingum. Reglurnar ættu að vera aðgengilegar í einhverju formi á stígunum sjálfum t.d. á skiltum á fjölförnum stöðum. Umferðarmerkingar Eins og áður segir vantar mikið upp á að umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfaranda sé nægjanlega vel aðskilin. Í umferðarlögum segir að hjólastígur sé sá hluti vegar sem eingöngu er ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla, er merktur þannig og greinilega aðskilinn frá akbraut, t.d. með umferðareyju eða kantsteini. Þar sem stígar eru ekki aðskildir með umferðareyju virðist að jafnaði notast við yfirborðsmerkingu, óbrotna línu. Bæta mætti talsvert yfirborðsmerkingar og fjölga viðvörunar- og upplýsingamerkjum. Sérstaklega er þörf á betri merkingum þar sem hjólastígar þvera göngustíga, stígar sameinast eða umferð er sérstaklega mikil. Vantað hefur upp á að yfirborðsmerkingar séu endurmálaðar. Fara ætti í endurmálun þeirra strax. Þetta er ódýr leið til að auka öryggi vegfaranda! Á tímum sóttvarnaaðgerða væri um leið ekki úr vegi að setja merkingar um tveggja metra regluna sem verður örugglega í fullu gildi a.m.k. út sumarið. Umferðarmenning Reglur og merkingar koma hins vegar aldrei í staðinn fyrir góða umferðarmenningu. Hún felur í sér að vegfarendur sýni varkárni og hverjum öðrum tillitssemi og kurteisi óháð skráðum reglum. Nánari umfjöllun um góða umferðarmenningu má finna í leiðbeiningum Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum. Þúsundir höfuðborgarbúa fara um stígana á hverjum góðviðrisdegi og þarfir þeirra eru ólíkar. Á stígunum eru hjólreiðamenn sem fara hratt yfir, aðrir hægar, þar fara ungir vegfarendur, hlauparar, einir og í hópum og að lokum gangandi vegfarendur, sumir í félagsskap hunda. Allir þurfa að geta farið um þessa stíga án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óhöppum eða óþægindum. Munum að þetta eru stígarnir okkar allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar H. Kristmundsson Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu. Áreiðanlega verða stígarnir nýttir sem aldrei fyrr í sumar af augljósum ástæðum. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi hefur margfaldast á þessari öld og að því er virðist talsvert umfram þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á stígakerfi höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir vinnu sveitarfélaga við að skilja að hjóla- og gönguumferð er enn langt í land að því sé lokið. Við þær aðstæður er hætta á óhöppum og óþægindum fyrir alla þá sem nýta sér stígana. Til að tryggja snurðulausa umferð um göngu- og hjólastíga við núverandi aðstæður þarf þrennt, skýrar og vel kynntar umferðarreglur, greinilegar umferðarmerkingar og góða umferðarmenningu. Umferðarreglurnar Grunnforsenda fyrir greiðri og hnökralausri umferð er að umferðarreglur séu skýrar og vegfarendur þekki þær. Reglur vegna gangandi og hjólandi umferðar utan vega hafa verið óskýrar í gegnum tíðina, sérstaklega varðandi hjólaumferð á göngustígum. Ný umferðarlög sem tóku gildi nú um síðustu áramót fela í sér framfarir hvað þetta varðar. Skv. þeim eru helstu reglur eftirfarandi: 1. Almenn aðgæsluskylda gildir fyrir alla vegfarendur. Hún felst í því að sýna almenna aðgæslu og öðrum vegfarendum tillitsemi. 2. Heimilt er að hjóla á göngustíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólreiðamaður geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. 3. Ef hjólastígur er samhliða göngustíg skal hjólreiðamaður að jafnaði notast við hjólastíginn. Þó er í slíkum tilvikum heimilt að hjóla á göngustíg ef fyllsta öryggis er gætt og ekki er hjólað hraðar en sem nemur eðlilegum gönguhraða. 4. Gangandi vegfarandi skal nota göngustíg. Hjólastíg má nota ef göngustígur er ekki til staðar eða ófær. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar og má draga saman í eina langa setningu: Allir þeir sem um göngu- og hjólastíg fara eiga að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi, hjólreiðafólk má nota göngustíg en það skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta þess að þeir verði ekki fyrir óþægindum eða hættu og gangandi og hlaupandi vegfarendum er heimilt að nota hjólreiðastíg ef göngustíg er ekki að finna eða hann er ófær. Upplýsingar um þessar reglur eru aðgengilegar m.a. hjá Samgöngustofu, á vefnum hjolreidar.is og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þrátt fyrir þetta mætti gera átak í að kynna reglurnar betur, m.a. með sjónvarpsauglýsingum. Reglurnar ættu að vera aðgengilegar í einhverju formi á stígunum sjálfum t.d. á skiltum á fjölförnum stöðum. Umferðarmerkingar Eins og áður segir vantar mikið upp á að umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfaranda sé nægjanlega vel aðskilin. Í umferðarlögum segir að hjólastígur sé sá hluti vegar sem eingöngu er ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla, er merktur þannig og greinilega aðskilinn frá akbraut, t.d. með umferðareyju eða kantsteini. Þar sem stígar eru ekki aðskildir með umferðareyju virðist að jafnaði notast við yfirborðsmerkingu, óbrotna línu. Bæta mætti talsvert yfirborðsmerkingar og fjölga viðvörunar- og upplýsingamerkjum. Sérstaklega er þörf á betri merkingum þar sem hjólastígar þvera göngustíga, stígar sameinast eða umferð er sérstaklega mikil. Vantað hefur upp á að yfirborðsmerkingar séu endurmálaðar. Fara ætti í endurmálun þeirra strax. Þetta er ódýr leið til að auka öryggi vegfaranda! Á tímum sóttvarnaaðgerða væri um leið ekki úr vegi að setja merkingar um tveggja metra regluna sem verður örugglega í fullu gildi a.m.k. út sumarið. Umferðarmenning Reglur og merkingar koma hins vegar aldrei í staðinn fyrir góða umferðarmenningu. Hún felur í sér að vegfarendur sýni varkárni og hverjum öðrum tillitssemi og kurteisi óháð skráðum reglum. Nánari umfjöllun um góða umferðarmenningu má finna í leiðbeiningum Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum. Þúsundir höfuðborgarbúa fara um stígana á hverjum góðviðrisdegi og þarfir þeirra eru ólíkar. Á stígunum eru hjólreiðamenn sem fara hratt yfir, aðrir hægar, þar fara ungir vegfarendur, hlauparar, einir og í hópum og að lokum gangandi vegfarendur, sumir í félagsskap hunda. Allir þurfa að geta farið um þessa stíga án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óhöppum eða óþægindum. Munum að þetta eru stígarnir okkar allra!
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun