Göngu- og hjólastígarnir okkar Ómar H. Kristmundsson skrifar 16. apríl 2020 08:00 Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu. Áreiðanlega verða stígarnir nýttir sem aldrei fyrr í sumar af augljósum ástæðum. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi hefur margfaldast á þessari öld og að því er virðist talsvert umfram þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á stígakerfi höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir vinnu sveitarfélaga við að skilja að hjóla- og gönguumferð er enn langt í land að því sé lokið. Við þær aðstæður er hætta á óhöppum og óþægindum fyrir alla þá sem nýta sér stígana. Til að tryggja snurðulausa umferð um göngu- og hjólastíga við núverandi aðstæður þarf þrennt, skýrar og vel kynntar umferðarreglur, greinilegar umferðarmerkingar og góða umferðarmenningu. Umferðarreglurnar Grunnforsenda fyrir greiðri og hnökralausri umferð er að umferðarreglur séu skýrar og vegfarendur þekki þær. Reglur vegna gangandi og hjólandi umferðar utan vega hafa verið óskýrar í gegnum tíðina, sérstaklega varðandi hjólaumferð á göngustígum. Ný umferðarlög sem tóku gildi nú um síðustu áramót fela í sér framfarir hvað þetta varðar. Skv. þeim eru helstu reglur eftirfarandi: 1. Almenn aðgæsluskylda gildir fyrir alla vegfarendur. Hún felst í því að sýna almenna aðgæslu og öðrum vegfarendum tillitsemi. 2. Heimilt er að hjóla á göngustíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólreiðamaður geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. 3. Ef hjólastígur er samhliða göngustíg skal hjólreiðamaður að jafnaði notast við hjólastíginn. Þó er í slíkum tilvikum heimilt að hjóla á göngustíg ef fyllsta öryggis er gætt og ekki er hjólað hraðar en sem nemur eðlilegum gönguhraða. 4. Gangandi vegfarandi skal nota göngustíg. Hjólastíg má nota ef göngustígur er ekki til staðar eða ófær. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar og má draga saman í eina langa setningu: Allir þeir sem um göngu- og hjólastíg fara eiga að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi, hjólreiðafólk má nota göngustíg en það skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta þess að þeir verði ekki fyrir óþægindum eða hættu og gangandi og hlaupandi vegfarendum er heimilt að nota hjólreiðastíg ef göngustíg er ekki að finna eða hann er ófær. Upplýsingar um þessar reglur eru aðgengilegar m.a. hjá Samgöngustofu, á vefnum hjolreidar.is og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þrátt fyrir þetta mætti gera átak í að kynna reglurnar betur, m.a. með sjónvarpsauglýsingum. Reglurnar ættu að vera aðgengilegar í einhverju formi á stígunum sjálfum t.d. á skiltum á fjölförnum stöðum. Umferðarmerkingar Eins og áður segir vantar mikið upp á að umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfaranda sé nægjanlega vel aðskilin. Í umferðarlögum segir að hjólastígur sé sá hluti vegar sem eingöngu er ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla, er merktur þannig og greinilega aðskilinn frá akbraut, t.d. með umferðareyju eða kantsteini. Þar sem stígar eru ekki aðskildir með umferðareyju virðist að jafnaði notast við yfirborðsmerkingu, óbrotna línu. Bæta mætti talsvert yfirborðsmerkingar og fjölga viðvörunar- og upplýsingamerkjum. Sérstaklega er þörf á betri merkingum þar sem hjólastígar þvera göngustíga, stígar sameinast eða umferð er sérstaklega mikil. Vantað hefur upp á að yfirborðsmerkingar séu endurmálaðar. Fara ætti í endurmálun þeirra strax. Þetta er ódýr leið til að auka öryggi vegfaranda! Á tímum sóttvarnaaðgerða væri um leið ekki úr vegi að setja merkingar um tveggja metra regluna sem verður örugglega í fullu gildi a.m.k. út sumarið. Umferðarmenning Reglur og merkingar koma hins vegar aldrei í staðinn fyrir góða umferðarmenningu. Hún felur í sér að vegfarendur sýni varkárni og hverjum öðrum tillitssemi og kurteisi óháð skráðum reglum. Nánari umfjöllun um góða umferðarmenningu má finna í leiðbeiningum Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum. Þúsundir höfuðborgarbúa fara um stígana á hverjum góðviðrisdegi og þarfir þeirra eru ólíkar. Á stígunum eru hjólreiðamenn sem fara hratt yfir, aðrir hægar, þar fara ungir vegfarendur, hlauparar, einir og í hópum og að lokum gangandi vegfarendur, sumir í félagsskap hunda. Allir þurfa að geta farið um þessa stíga án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óhöppum eða óþægindum. Munum að þetta eru stígarnir okkar allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar H. Kristmundsson Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu. Áreiðanlega verða stígarnir nýttir sem aldrei fyrr í sumar af augljósum ástæðum. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi hefur margfaldast á þessari öld og að því er virðist talsvert umfram þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á stígakerfi höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir vinnu sveitarfélaga við að skilja að hjóla- og gönguumferð er enn langt í land að því sé lokið. Við þær aðstæður er hætta á óhöppum og óþægindum fyrir alla þá sem nýta sér stígana. Til að tryggja snurðulausa umferð um göngu- og hjólastíga við núverandi aðstæður þarf þrennt, skýrar og vel kynntar umferðarreglur, greinilegar umferðarmerkingar og góða umferðarmenningu. Umferðarreglurnar Grunnforsenda fyrir greiðri og hnökralausri umferð er að umferðarreglur séu skýrar og vegfarendur þekki þær. Reglur vegna gangandi og hjólandi umferðar utan vega hafa verið óskýrar í gegnum tíðina, sérstaklega varðandi hjólaumferð á göngustígum. Ný umferðarlög sem tóku gildi nú um síðustu áramót fela í sér framfarir hvað þetta varðar. Skv. þeim eru helstu reglur eftirfarandi: 1. Almenn aðgæsluskylda gildir fyrir alla vegfarendur. Hún felst í því að sýna almenna aðgæslu og öðrum vegfarendum tillitsemi. 2. Heimilt er að hjóla á göngustíg ef það veldur ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gæta skal ýtrustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hjólreiðamaður geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. 3. Ef hjólastígur er samhliða göngustíg skal hjólreiðamaður að jafnaði notast við hjólastíginn. Þó er í slíkum tilvikum heimilt að hjóla á göngustíg ef fyllsta öryggis er gætt og ekki er hjólað hraðar en sem nemur eðlilegum gönguhraða. 4. Gangandi vegfarandi skal nota göngustíg. Hjólastíg má nota ef göngustígur er ekki til staðar eða ófær. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar og má draga saman í eina langa setningu: Allir þeir sem um göngu- og hjólastíg fara eiga að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi, hjólreiðafólk má nota göngustíg en það skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og gæta þess að þeir verði ekki fyrir óþægindum eða hættu og gangandi og hlaupandi vegfarendum er heimilt að nota hjólreiðastíg ef göngustíg er ekki að finna eða hann er ófær. Upplýsingar um þessar reglur eru aðgengilegar m.a. hjá Samgöngustofu, á vefnum hjolreidar.is og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þrátt fyrir þetta mætti gera átak í að kynna reglurnar betur, m.a. með sjónvarpsauglýsingum. Reglurnar ættu að vera aðgengilegar í einhverju formi á stígunum sjálfum t.d. á skiltum á fjölförnum stöðum. Umferðarmerkingar Eins og áður segir vantar mikið upp á að umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfaranda sé nægjanlega vel aðskilin. Í umferðarlögum segir að hjólastígur sé sá hluti vegar sem eingöngu er ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla, er merktur þannig og greinilega aðskilinn frá akbraut, t.d. með umferðareyju eða kantsteini. Þar sem stígar eru ekki aðskildir með umferðareyju virðist að jafnaði notast við yfirborðsmerkingu, óbrotna línu. Bæta mætti talsvert yfirborðsmerkingar og fjölga viðvörunar- og upplýsingamerkjum. Sérstaklega er þörf á betri merkingum þar sem hjólastígar þvera göngustíga, stígar sameinast eða umferð er sérstaklega mikil. Vantað hefur upp á að yfirborðsmerkingar séu endurmálaðar. Fara ætti í endurmálun þeirra strax. Þetta er ódýr leið til að auka öryggi vegfaranda! Á tímum sóttvarnaaðgerða væri um leið ekki úr vegi að setja merkingar um tveggja metra regluna sem verður örugglega í fullu gildi a.m.k. út sumarið. Umferðarmenning Reglur og merkingar koma hins vegar aldrei í staðinn fyrir góða umferðarmenningu. Hún felur í sér að vegfarendur sýni varkárni og hverjum öðrum tillitssemi og kurteisi óháð skráðum reglum. Nánari umfjöllun um góða umferðarmenningu má finna í leiðbeiningum Landssamtaka hjólreiðamanna um umferð hjólandi á stígum og götum. Þúsundir höfuðborgarbúa fara um stígana á hverjum góðviðrisdegi og þarfir þeirra eru ólíkar. Á stígunum eru hjólreiðamenn sem fara hratt yfir, aðrir hægar, þar fara ungir vegfarendur, hlauparar, einir og í hópum og að lokum gangandi vegfarendur, sumir í félagsskap hunda. Allir þurfa að geta farið um þessa stíga án þess að eiga það á hættu að verða fyrir óhöppum eða óþægindum. Munum að þetta eru stígarnir okkar allra!
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun