Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 15. nóvember 2025 07:30 Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Um 70% sérfræðinga sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum. Óásættanlegt að starfsfólk borgi fyrir gervigreindina Séu niðurstöður Visku heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi og greiði fyrir hana sjálf eða noti frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarðurinn er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slíkt væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum. Enginn myndi búast við því að starfsfólk keypti sjálft hugbúnaðarleyfi, vinnuvélar eða hráefni í framleiðslu en þegar kemur að gervigreindinni virðist sjálfgefið að sérfræðingar borgi. Það er óásættanlegt að mati Visku. Meirihlutinn vill þjálfun en minnihluti fær hana frá vinnuveitendum Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um aukna notkun í framtíðinni. Um 60% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og um 70% eru mjög áhugasöm um að þróa hæfni sína enn frekar og þiggja fræðslu. Hér standa fyrirtækin sérfræðingum langt að baki en aðeins 34% sérfræðinga hefur verið boðin fræðsla eða þjálfun um gervigreind af hendi vinnuveitenda. Aðrar niðurstöður bera enn fremur vitni um sinnuleysi fyrirtækja gagnvart gervigreindinni. Margir vinnuveitendur eru sagðir neikvæðir, tortryggnir og enn fastir á handbókarstiginu. Óljóst er hvort sinnuleysi vinnuveitenda markist af meðvitaðri áhættufælni eða þeim íslenska ósið að leggja meiri áherslu á viðbragð en frumkvæði. Framtíðarhæfni starfsfólks er sameiginlegt verkefni Að mati Visku þurfa atvinnurekendur að taka skýra afstöðu til gervigreindar og marka sýn um notkun hennar til framtíðar. Fjárfesta þarf í leyfum fyrir heilu vinnustaðina og skilgreina gervigreind strax sem formlegt vinnutæki, ekki einkaverkefni starfsmannsins. Gera ætti kannanir á vinnustöðum um viðhorf og nytsemi og móta áætlun um hnitmiðaða þjálfun og fræðslu. Tilvalið er að eiga í samstarfi og samtali við starfsþróunarsjóði stéttarfélaga um leiðir til að fjármagna sameiginlega fræðslu um gervigreind og styðja við framtíðarhæfni félagsfólks. Fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði er gervigreindin enn sem komið er fyrst og fremst leið til að standa sig betur í starfi og halda í við væntingar markaðarins um aukin afköst. Fyrir fyrirtækin hefur gervigreindin þýtt aukna skilvirkni til skemmri tíma en til lengri tíma leiðir hún til lægri einingarkostnaðar og hærri arðsemi. Það er allra hagur að sérfræðingar tileinki sér réttu tólin til þess að fanga hlut í þeirri auknu arðsemi. Og það er fyrirtækjanna að greiða fyrir gervigreindina rétt eins og aðra framleiðsluþætti. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vilhjálmur Hilmarsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Um 70% sérfræðinga sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum. Óásættanlegt að starfsfólk borgi fyrir gervigreindina Séu niðurstöður Visku heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi og greiði fyrir hana sjálf eða noti frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarðurinn er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slíkt væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum. Enginn myndi búast við því að starfsfólk keypti sjálft hugbúnaðarleyfi, vinnuvélar eða hráefni í framleiðslu en þegar kemur að gervigreindinni virðist sjálfgefið að sérfræðingar borgi. Það er óásættanlegt að mati Visku. Meirihlutinn vill þjálfun en minnihluti fær hana frá vinnuveitendum Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um aukna notkun í framtíðinni. Um 60% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og um 70% eru mjög áhugasöm um að þróa hæfni sína enn frekar og þiggja fræðslu. Hér standa fyrirtækin sérfræðingum langt að baki en aðeins 34% sérfræðinga hefur verið boðin fræðsla eða þjálfun um gervigreind af hendi vinnuveitenda. Aðrar niðurstöður bera enn fremur vitni um sinnuleysi fyrirtækja gagnvart gervigreindinni. Margir vinnuveitendur eru sagðir neikvæðir, tortryggnir og enn fastir á handbókarstiginu. Óljóst er hvort sinnuleysi vinnuveitenda markist af meðvitaðri áhættufælni eða þeim íslenska ósið að leggja meiri áherslu á viðbragð en frumkvæði. Framtíðarhæfni starfsfólks er sameiginlegt verkefni Að mati Visku þurfa atvinnurekendur að taka skýra afstöðu til gervigreindar og marka sýn um notkun hennar til framtíðar. Fjárfesta þarf í leyfum fyrir heilu vinnustaðina og skilgreina gervigreind strax sem formlegt vinnutæki, ekki einkaverkefni starfsmannsins. Gera ætti kannanir á vinnustöðum um viðhorf og nytsemi og móta áætlun um hnitmiðaða þjálfun og fræðslu. Tilvalið er að eiga í samstarfi og samtali við starfsþróunarsjóði stéttarfélaga um leiðir til að fjármagna sameiginlega fræðslu um gervigreind og styðja við framtíðarhæfni félagsfólks. Fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði er gervigreindin enn sem komið er fyrst og fremst leið til að standa sig betur í starfi og halda í við væntingar markaðarins um aukin afköst. Fyrir fyrirtækin hefur gervigreindin þýtt aukna skilvirkni til skemmri tíma en til lengri tíma leiðir hún til lægri einingarkostnaðar og hærri arðsemi. Það er allra hagur að sérfræðingar tileinki sér réttu tólin til þess að fanga hlut í þeirri auknu arðsemi. Og það er fyrirtækjanna að greiða fyrir gervigreindina rétt eins og aðra framleiðsluþætti. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun