Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar 15. nóvember 2025 09:02 Í skrifum mínum hef ég oft vísað í orðin „að vera nóg“. Þessi orð eru orðin að einhvers konar leiðarstjörnu í samtölum mínum við nemendur, foreldra og sjálfan mig. En þau eru einnig bara nokkur orð sem auðvelt er að segja, en erfitt að útskýra og skilja. Hvað þýðir það í raun að vera nóg? Fyrir mér eru þau ekki frasi, heldur afrakstur af áratuga vinnu með sjálfan mig þar sem ég hef þurft að takast á við eigin raddir sem hafa hvíslað hinu gagnstæða, „Þú ert ekki nóg“. Þessi rödd sem hvíslar, er mild og jafnvel vinaleg en hún hefur vald. Hún birtist sem efi þegar maður ætlar að stíga fram, sem hik þegar maður vill tjá sig og sem varfærni þegar hjartað kallar á nærveru. Hún er eins og þunn þoka sem leggst yfir sjálfsmyndina og gerir allt aðeins óskýrara. Þessi tilfinning að vera ekki nóg hefur fylgt mér lengi. Hún er ekki einstök undir þeim formerkjum að eingöngu ég upplifi þessa tilfinningu, þvert á móti tel ég að margir, börn og fullorðnir, þekki hana jafn vel en vanti stundum orð til að lýsa henni. Það sem ég hef lært er að þessi tilfinning er ekki rökrétt. Hún byggir ekki á staðreyndum heldur á mynstri sem myndaðist snemma í lífinu. Það byrjar allt þegar barn upplifir sterkar tilfinningar eins og reiði, geðshræringu, vanlíðan, depurð eða ótta og fær ekki að ljúka þeim, þ.e.a.s. að ganga í gegnum reiðiskastið eða geðshræringuna. Þegar barnið mætir kaldri, beittri eða gagnrýninni rödd eða köldu augnaráði sem segir: „Hættu þessu væli, hættu þessu drama“, þá lærir það að bæla þær niður. Það lærir að hætta að gráta áður en tárin koma, að kyngja reiðinni áður en hún nær að tjá sig og að hverfa inn í sig áður en einhver sér. Barnið lærir að öryggi felist í því að vera „ekki of mikið“, að halda aftur af eigin tilfinningum til að forðast gagnrýni eða höfnun. Þannig verður bæling að vana og vaninn verður hluti af sjálfsmyndinni. Barnið lærir því að stilla sig inn á aðra fremur en sjálft sig. Það þróar með sér næmni eins og t.d. að finna stemninguna í rýminu, greina svipbrigði og stillir sig af til að halda friðinn. Þetta er oft misskilið og verið talinn vera ákveðinn hæfileiki, en til lengri tíma litið er þetta banvænt. Einstaklingar sem vinna með hjartanu í þágu annarra eins og kennarar, hjúkrunarfræðingar eða lögreglumenn bera þessa næmni oft með sér án þess að átta sig á því. En stundum er það sem virðist vera styrkur í raun afleiðing varnar og orðið bjargráð. Þegar við lærum að aðlagast öðrum til að halda tengslum, þá lærum við um leið að slökkva á eigin rödd. Það sem gerist þá er að við verðum góð í að sjá aðra, en eigum erfiðara með að sjá okkur sjálf. Við finnum hvernig við breytum okkur ósjálfrátt til að passa inn, segjum minna en við viljum eða leggjum meira á okkur en við getum. Við reynum að standa okkur fullkomlega, því ef við gerum það þá finnst okkur við einhvers virði. En jafnvel þegar við náum árangri þá sekkur tómið aðeins dýpra því enginn afreksárangur getur fyllt skarð sem varð til þegar barnið kenndi sér að bæla niður tilfinningarnar sínar og þetta verður að tómarúmi í hjartanu, meira að segja afreksfólk segir við sjálft sig „ég er ekki nóg“. Sem kennari hef ég séð ýmsar birtingarmyndir af þessu hjá börnum, t.d. barnið sem þorir ekki að gera mistök, barnið sem biður stöðugt um leyfi, barnið sem brosir þegar það er í raun leitt. Þetta eru ekki skapgerðareinkenni heldur varnareinkenni. Þau læra snemma að tilfinningar séu hættulegar og að besta leiðin til að fá ást sé að vera „þægilegt“ barn. En þægilegt er ekki það sama og heilbrigði, það er stundum bara annar hluti bælingar. Það sem ég hef þurft að læra og það sem ég reyni að kenna börnunum mínum bæði í skólastofunni og í lífinu, er að tilfinningar eru ekki ógn heldur brú. Þegar við leyfum okkur að upplifa þá lærum við að lifa. Það er ekki hættulegt að gráta. Það er ekki veikleiki að viðurkenna reiði og það er ekki of mikið að sýna gleði. Þegar við segjum við barnið „þú ert í lagi“, þá kennum við því ekki bara tilfinningastjórnun heldur sjálfsvirðingu. Það lærir að það má vera til….. alveg til enda. Þetta gildir líka um okkur fullorðna fólkið. Að lækna tilfinninguna að vera ekki nóg snýst ekki um að bæta sig eða ná einhverjum andlegum toppi. Það snýst um að ljúka því sem áður var stoppað. Að leyfa sorginni að gráta sig niður, reiðinni að fá útrás, gleðinni að springa út án þess að skömm fylgi. Þá byrjar líkaminn að treysta aftur. Þá byrjar rödd barnsins að þagna, ekki vegna þess að það er bælt, heldur vegna þess að það fékk loksins svarið: „Hér er ég“. Eitt af barnabörnum mínum tilkynnir mér alltaf að það sé komið „afi, ég er kominn“ jafnvel þó ég sé að taka á móti því. Það er nákvæmlega þessi tilfinning sem barnið upplifir: „Ég er allur hér“ og ég tek utan um það og segi vertu hjartanlega velkomin. Þegar við förum þessa leið, þ.e.a.s. frá bælingu til samþykkis, gerist eitthvað undarlega einfalt, tilfinningin að vera ekki nóg missir vald sitt. Hún verður ekki sannleikur heldur minning. Við hættum að lifa eins og hún sé sönn og byrjum að lifa eins og við séum heil. Og við megum það. Að vera nóg þýðir því ekki að vera án galla, að vera með allt á hreinu eða að ná öllum markmiðum. Það þýðir einfaldlega að leyfa sér að vera manneskja. Að viðurkenna allt það sem er ósagt og segja: „Ég má vera hér,ég má finna til.“ Í augnablikinu þegar við hættum að dæma okkur sjálf fyrir tilfinningar okkar þá byrjum við að lifa frá hjartanu. Því það er ekki í árangri, viðurkenningu eða fullkomnun sem við finnum frið. Friðurinn kemur þegar við samþykkjum það sem við höfnuðum áður innra með okkur. Þá verður til ný tegund af ró, dásamleg ró sem byggir ekki eingöngu á því að allt sé í lagi, heldur að allt megi vera eins og það er. Og það er það sem við getum kennt börnunum okkar, að í raun höfum við alltaf verið nóg, en það getur tekið mannsævi að muna það. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í skrifum mínum hef ég oft vísað í orðin „að vera nóg“. Þessi orð eru orðin að einhvers konar leiðarstjörnu í samtölum mínum við nemendur, foreldra og sjálfan mig. En þau eru einnig bara nokkur orð sem auðvelt er að segja, en erfitt að útskýra og skilja. Hvað þýðir það í raun að vera nóg? Fyrir mér eru þau ekki frasi, heldur afrakstur af áratuga vinnu með sjálfan mig þar sem ég hef þurft að takast á við eigin raddir sem hafa hvíslað hinu gagnstæða, „Þú ert ekki nóg“. Þessi rödd sem hvíslar, er mild og jafnvel vinaleg en hún hefur vald. Hún birtist sem efi þegar maður ætlar að stíga fram, sem hik þegar maður vill tjá sig og sem varfærni þegar hjartað kallar á nærveru. Hún er eins og þunn þoka sem leggst yfir sjálfsmyndina og gerir allt aðeins óskýrara. Þessi tilfinning að vera ekki nóg hefur fylgt mér lengi. Hún er ekki einstök undir þeim formerkjum að eingöngu ég upplifi þessa tilfinningu, þvert á móti tel ég að margir, börn og fullorðnir, þekki hana jafn vel en vanti stundum orð til að lýsa henni. Það sem ég hef lært er að þessi tilfinning er ekki rökrétt. Hún byggir ekki á staðreyndum heldur á mynstri sem myndaðist snemma í lífinu. Það byrjar allt þegar barn upplifir sterkar tilfinningar eins og reiði, geðshræringu, vanlíðan, depurð eða ótta og fær ekki að ljúka þeim, þ.e.a.s. að ganga í gegnum reiðiskastið eða geðshræringuna. Þegar barnið mætir kaldri, beittri eða gagnrýninni rödd eða köldu augnaráði sem segir: „Hættu þessu væli, hættu þessu drama“, þá lærir það að bæla þær niður. Það lærir að hætta að gráta áður en tárin koma, að kyngja reiðinni áður en hún nær að tjá sig og að hverfa inn í sig áður en einhver sér. Barnið lærir að öryggi felist í því að vera „ekki of mikið“, að halda aftur af eigin tilfinningum til að forðast gagnrýni eða höfnun. Þannig verður bæling að vana og vaninn verður hluti af sjálfsmyndinni. Barnið lærir því að stilla sig inn á aðra fremur en sjálft sig. Það þróar með sér næmni eins og t.d. að finna stemninguna í rýminu, greina svipbrigði og stillir sig af til að halda friðinn. Þetta er oft misskilið og verið talinn vera ákveðinn hæfileiki, en til lengri tíma litið er þetta banvænt. Einstaklingar sem vinna með hjartanu í þágu annarra eins og kennarar, hjúkrunarfræðingar eða lögreglumenn bera þessa næmni oft með sér án þess að átta sig á því. En stundum er það sem virðist vera styrkur í raun afleiðing varnar og orðið bjargráð. Þegar við lærum að aðlagast öðrum til að halda tengslum, þá lærum við um leið að slökkva á eigin rödd. Það sem gerist þá er að við verðum góð í að sjá aðra, en eigum erfiðara með að sjá okkur sjálf. Við finnum hvernig við breytum okkur ósjálfrátt til að passa inn, segjum minna en við viljum eða leggjum meira á okkur en við getum. Við reynum að standa okkur fullkomlega, því ef við gerum það þá finnst okkur við einhvers virði. En jafnvel þegar við náum árangri þá sekkur tómið aðeins dýpra því enginn afreksárangur getur fyllt skarð sem varð til þegar barnið kenndi sér að bæla niður tilfinningarnar sínar og þetta verður að tómarúmi í hjartanu, meira að segja afreksfólk segir við sjálft sig „ég er ekki nóg“. Sem kennari hef ég séð ýmsar birtingarmyndir af þessu hjá börnum, t.d. barnið sem þorir ekki að gera mistök, barnið sem biður stöðugt um leyfi, barnið sem brosir þegar það er í raun leitt. Þetta eru ekki skapgerðareinkenni heldur varnareinkenni. Þau læra snemma að tilfinningar séu hættulegar og að besta leiðin til að fá ást sé að vera „þægilegt“ barn. En þægilegt er ekki það sama og heilbrigði, það er stundum bara annar hluti bælingar. Það sem ég hef þurft að læra og það sem ég reyni að kenna börnunum mínum bæði í skólastofunni og í lífinu, er að tilfinningar eru ekki ógn heldur brú. Þegar við leyfum okkur að upplifa þá lærum við að lifa. Það er ekki hættulegt að gráta. Það er ekki veikleiki að viðurkenna reiði og það er ekki of mikið að sýna gleði. Þegar við segjum við barnið „þú ert í lagi“, þá kennum við því ekki bara tilfinningastjórnun heldur sjálfsvirðingu. Það lærir að það má vera til….. alveg til enda. Þetta gildir líka um okkur fullorðna fólkið. Að lækna tilfinninguna að vera ekki nóg snýst ekki um að bæta sig eða ná einhverjum andlegum toppi. Það snýst um að ljúka því sem áður var stoppað. Að leyfa sorginni að gráta sig niður, reiðinni að fá útrás, gleðinni að springa út án þess að skömm fylgi. Þá byrjar líkaminn að treysta aftur. Þá byrjar rödd barnsins að þagna, ekki vegna þess að það er bælt, heldur vegna þess að það fékk loksins svarið: „Hér er ég“. Eitt af barnabörnum mínum tilkynnir mér alltaf að það sé komið „afi, ég er kominn“ jafnvel þó ég sé að taka á móti því. Það er nákvæmlega þessi tilfinning sem barnið upplifir: „Ég er allur hér“ og ég tek utan um það og segi vertu hjartanlega velkomin. Þegar við förum þessa leið, þ.e.a.s. frá bælingu til samþykkis, gerist eitthvað undarlega einfalt, tilfinningin að vera ekki nóg missir vald sitt. Hún verður ekki sannleikur heldur minning. Við hættum að lifa eins og hún sé sönn og byrjum að lifa eins og við séum heil. Og við megum það. Að vera nóg þýðir því ekki að vera án galla, að vera með allt á hreinu eða að ná öllum markmiðum. Það þýðir einfaldlega að leyfa sér að vera manneskja. Að viðurkenna allt það sem er ósagt og segja: „Ég má vera hér,ég má finna til.“ Í augnablikinu þegar við hættum að dæma okkur sjálf fyrir tilfinningar okkar þá byrjum við að lifa frá hjartanu. Því það er ekki í árangri, viðurkenningu eða fullkomnun sem við finnum frið. Friðurinn kemur þegar við samþykkjum það sem við höfnuðum áður innra með okkur. Þá verður til ný tegund af ró, dásamleg ró sem byggir ekki eingöngu á því að allt sé í lagi, heldur að allt megi vera eins og það er. Og það er það sem við getum kennt börnunum okkar, að í raun höfum við alltaf verið nóg, en það getur tekið mannsævi að muna það. Höfundur er mannvinur og kennari
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun