Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 08:32 Í landi langvarandi skammdegis yfir vetrarmánuðina skiptir miklu máli að þétting byggðar skerði ekki birtu og lífsgæði íbúanna. Á tiltölulega skömmum tíma hefur mikil þétting átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík. Margt af því sem gert hefur verið bætir borgina og nýtir vel það rými og innviði sem fyrir eru. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur þétting byggðar sum staðar gengið of langt. Skuggavarp hefur orðið of mikið með neikvæðum afleiðingum á lífsgæði íbúa. Hljóðvist hefur einnig verið ábótavant í sumum tilvikum. Það er mikilvægt að læra af reynslunni og byggja á því sem vel hefur tekist. Ný borgarhönnunarstefna Ný borgarhönnunarstefna Reykjavíkurborgar sem samþykkt var hinn 12. nóvember markar tímamót í þessu ferli. Stefnan er faglega unnin og setur skýrari ramma um sjálfbæra uppbyggingu, gæði byggðar og borgarrými sem endurspegla fjölbreytileika borgarinnar allt frá Skerjafirði upp á Kjalarnes. Lykilatriðið er að skipulag og hönnun borgarinnar verði á forsendum íbúanna. Þótt aldrei sé hægt að gera öllum til geðs er mikilvægt að markmið Reykjavíkurborgar sé að gera enn betur. Stuðla þannig að því að sem flestir borgarbúar geti verið sáttir og stoltir af sínu hverfi og borginni í heild. Mörg þúsund nýjar íbúðir! Eftir að Flokkur fólksins tók þátt í myndun nýs meirihluta í Reykjavík hefur hann ásamt samstarfsflokkum ákveðið að brjóta land undir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þessar áætlanir kallast vel á við aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Strax á næsta ári gætu framkvæmdir hafist við uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða í Úlfarsárdal. Þessi uppbygging færi fram samkvæmt nýrri aðferðarfræði á vegum nýs innviðafélags í samstarfi borgarinnar, lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingar. Ný borgarhönnunarstefna verður lykilverkfæri í þessari uppbyggingu. Hún á að tryggja birtuflæði, hljóðvist og alla aðra þætti sem skipta máli fyrir mannvænt og gott samfélag. Við ætlum ekki bara að byggja meira heldur betur. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Borgarstjórn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Í landi langvarandi skammdegis yfir vetrarmánuðina skiptir miklu máli að þétting byggðar skerði ekki birtu og lífsgæði íbúanna. Á tiltölulega skömmum tíma hefur mikil þétting átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík. Margt af því sem gert hefur verið bætir borgina og nýtir vel það rými og innviði sem fyrir eru. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur þétting byggðar sum staðar gengið of langt. Skuggavarp hefur orðið of mikið með neikvæðum afleiðingum á lífsgæði íbúa. Hljóðvist hefur einnig verið ábótavant í sumum tilvikum. Það er mikilvægt að læra af reynslunni og byggja á því sem vel hefur tekist. Ný borgarhönnunarstefna Ný borgarhönnunarstefna Reykjavíkurborgar sem samþykkt var hinn 12. nóvember markar tímamót í þessu ferli. Stefnan er faglega unnin og setur skýrari ramma um sjálfbæra uppbyggingu, gæði byggðar og borgarrými sem endurspegla fjölbreytileika borgarinnar allt frá Skerjafirði upp á Kjalarnes. Lykilatriðið er að skipulag og hönnun borgarinnar verði á forsendum íbúanna. Þótt aldrei sé hægt að gera öllum til geðs er mikilvægt að markmið Reykjavíkurborgar sé að gera enn betur. Stuðla þannig að því að sem flestir borgarbúar geti verið sáttir og stoltir af sínu hverfi og borginni í heild. Mörg þúsund nýjar íbúðir! Eftir að Flokkur fólksins tók þátt í myndun nýs meirihluta í Reykjavík hefur hann ásamt samstarfsflokkum ákveðið að brjóta land undir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þessar áætlanir kallast vel á við aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Strax á næsta ári gætu framkvæmdir hafist við uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða í Úlfarsárdal. Þessi uppbygging færi fram samkvæmt nýrri aðferðarfræði á vegum nýs innviðafélags í samstarfi borgarinnar, lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingar. Ný borgarhönnunarstefna verður lykilverkfæri í þessari uppbyggingu. Hún á að tryggja birtuflæði, hljóðvist og alla aðra þætti sem skipta máli fyrir mannvænt og gott samfélag. Við ætlum ekki bara að byggja meira heldur betur. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun