Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir og Kristín Linnet Einarsdóttir skrifa 14. nóvember 2025 08:33 Andleg heilsa er órjúfanlegur hluti af góðri blóðsykurstjórn Í tilefni af alþjóðlegum degi sykursýki 14. nóvember Ár hvert er þessi dagur tileinkaður einstaklingum sem lifa með sykursýki en hópur þeirra fer ört vaxandi. Sjúkdómurinn snertir marga og hefur mikil áhrif á tilveru þeirra sem lifa með honum. Það hefur aldrei verið mikilvægara að stuðla að aukinni vitund og fræðslu meðal almennings um sykursýki og áhrif sjúkdómsins á heilsu og lífsgæði. Sykursýki er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem hefur áhrif á hvernig líkaminn nýtir kolvetni sem orkugjafa. Hormónið insúlín, sem er framleitt í brisinu, leikur lykilhlutverk. Hjá einstaklingum með sykursýki er annað hvort lítil sem engin framleiðsla á insúlíni eða líkaminn nýtir það ekki sem skyldi en það leiðir til óæskilegrar hækkunar á sykri í blóðinu. Meginmarkmið meðferðar er að viðhalda blóðsykri innan ákveðinna marka til að fyrirbyggja fylgikvilla sjúkdómsins. Þrátt fyrir aukna þekkingu á eðli og þróun sykursýki og ný meðferðarúrræði er meðhöndlun sjúkdómsins mun flóknari og tímafrekari en oft virðist við fyrstu sýn. Einstaklingur með sykursýki ber það ekki endilega utan á sér að hann glímir við langvinnan sjúkdóm en vinnan sem fer í að viðhalda góðri blóðsykursstjórn er mjög mikil. Margir skjólstæðingar okkar lýsa því hvernig sjúkdómurinn tekur sér aldrei frí. Sykursýki krefst stöðugrar athygli allan sólarhringinn. Blóðsykurinn sveiflast og þeir sem eru háðir insúlíni þurfa sífellt að aðlaga skammta þess. Svefn, hreyfing, næring, streita, veikindi og daglegt álag hefur allt áhrif á sjúkdóminn og hvernig tiltekst að stjórna blóðsykrinum. Einstaklingur sem er insúlínháður getur ekki bara gripið sér matarbita á hlaupum án þess að hugsa út í fleiri þætti — hann þarf til dæmis að meta blóðsykurinn á sama tíma, kolvetnamagnið í fæðunni og jafnvel taka tillit til hreyfingar fyrr eða síðar um daginn áður en hann sprautar nauðsynlegum insúlínskammti undir húðina. Og hér er tekið tiltölulega einfalt dæmi úr lífi þessa einstaklings. Sykursýki hefur áhrif á einföldustu athafnir daglegs lífs. Við sem vinnum með einstaklingum með sykursýki vitum að stöðug ábyrgð og vöktun getur verið yfirþyrmandi. Margir upplifa andlegt álag og streitu tengda sjúkdómnum, oft nefnt diabetes distress í erlendum rannsóknum. Þar er átt við það tilfinningalega álag sem fylgir því að lifa með stöðugri sjúkdómsbyrði, óvissu um þróun sjúkdómsins og mögulegri hættu á fylgikvillum. Við þetta mætti svo bæta samviskubiti, ef stjórn á blóðsykri er ekki samkvæmt ráðleggingum, svo ekki sé minnst á þrýsting frá ástvinum eða óumbeðnar athugasemdir annarra. En það er mikilvægt að hafa í huga að sjúkdómsbyrðin hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sjálfan heldur á fjölskyldu og aðra aðstandendur líka. Mikil þreyta, kvíði, ótti við ákveðnar aðstæður, biturleiki og vonleysi geta verið einkenni álags og streitu tengdri sykursýki. Ástandið getur haft neikvæð áhrif á t.d. blóðsykursstjórn, dregið úr hvata til að fylgja meðferðaráætlun og mæta í eftirlit. Talið er að allt að 50–70% einstaklinga með tegund 1 sykursýki finni fyrir slíkum einkennum einhvern tíma á lífsleiðinni. Ef streitan verður langvarandi getur hún leitt til kulnunar (diabetes burnout) þar sem einstaklingurinn finnur fyrir algjörri örvæntingu eða bugun og sinnir sjúkdómnum enn síður eða alls ekki. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um áhrif sykursýki á andlega og tilfinningalega líðan. Við sem störfum með og fyrir einstaklinga með sykursýki verðum daglega vitni að þeirri byrði sem fylgir sjúkdómnum og því miður upplifa sumir einangrun eða skömm þegar meðferðarmarkmiðum er ekki náð. En þrautseigja og styrkur skjólstæðinga okkar er sannarlega eftirtektarverður. Til að draga úr sjúkdómsbyrði er mikilvægt að tryggja aðgang að þjónustu, fræðslu og stuðningi. Heilbrigðisstarfsmenn sem koma að meðferð við sykursýki þurfa að vera meðvitaðir um áhrif sjúkdómsins á daglegt líf skjólstæðinga sinna, líka tilfinningaleg og félagsleg áhrif. Sykursýki og eftirlit snýst ekki eingöngu um tölur og lyfjaskammta. Stuðnings- og jafningjahópar geta skipt miklu máli og mikilvægt er að muna að enginn nær fullkominni stjórn á blóðsykrinum öllum stundum – og það er í lagi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á göngudeild innkirtla og efnaskipta á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Andleg heilsa er órjúfanlegur hluti af góðri blóðsykurstjórn Í tilefni af alþjóðlegum degi sykursýki 14. nóvember Ár hvert er þessi dagur tileinkaður einstaklingum sem lifa með sykursýki en hópur þeirra fer ört vaxandi. Sjúkdómurinn snertir marga og hefur mikil áhrif á tilveru þeirra sem lifa með honum. Það hefur aldrei verið mikilvægara að stuðla að aukinni vitund og fræðslu meðal almennings um sykursýki og áhrif sjúkdómsins á heilsu og lífsgæði. Sykursýki er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem hefur áhrif á hvernig líkaminn nýtir kolvetni sem orkugjafa. Hormónið insúlín, sem er framleitt í brisinu, leikur lykilhlutverk. Hjá einstaklingum með sykursýki er annað hvort lítil sem engin framleiðsla á insúlíni eða líkaminn nýtir það ekki sem skyldi en það leiðir til óæskilegrar hækkunar á sykri í blóðinu. Meginmarkmið meðferðar er að viðhalda blóðsykri innan ákveðinna marka til að fyrirbyggja fylgikvilla sjúkdómsins. Þrátt fyrir aukna þekkingu á eðli og þróun sykursýki og ný meðferðarúrræði er meðhöndlun sjúkdómsins mun flóknari og tímafrekari en oft virðist við fyrstu sýn. Einstaklingur með sykursýki ber það ekki endilega utan á sér að hann glímir við langvinnan sjúkdóm en vinnan sem fer í að viðhalda góðri blóðsykursstjórn er mjög mikil. Margir skjólstæðingar okkar lýsa því hvernig sjúkdómurinn tekur sér aldrei frí. Sykursýki krefst stöðugrar athygli allan sólarhringinn. Blóðsykurinn sveiflast og þeir sem eru háðir insúlíni þurfa sífellt að aðlaga skammta þess. Svefn, hreyfing, næring, streita, veikindi og daglegt álag hefur allt áhrif á sjúkdóminn og hvernig tiltekst að stjórna blóðsykrinum. Einstaklingur sem er insúlínháður getur ekki bara gripið sér matarbita á hlaupum án þess að hugsa út í fleiri þætti — hann þarf til dæmis að meta blóðsykurinn á sama tíma, kolvetnamagnið í fæðunni og jafnvel taka tillit til hreyfingar fyrr eða síðar um daginn áður en hann sprautar nauðsynlegum insúlínskammti undir húðina. Og hér er tekið tiltölulega einfalt dæmi úr lífi þessa einstaklings. Sykursýki hefur áhrif á einföldustu athafnir daglegs lífs. Við sem vinnum með einstaklingum með sykursýki vitum að stöðug ábyrgð og vöktun getur verið yfirþyrmandi. Margir upplifa andlegt álag og streitu tengda sjúkdómnum, oft nefnt diabetes distress í erlendum rannsóknum. Þar er átt við það tilfinningalega álag sem fylgir því að lifa með stöðugri sjúkdómsbyrði, óvissu um þróun sjúkdómsins og mögulegri hættu á fylgikvillum. Við þetta mætti svo bæta samviskubiti, ef stjórn á blóðsykri er ekki samkvæmt ráðleggingum, svo ekki sé minnst á þrýsting frá ástvinum eða óumbeðnar athugasemdir annarra. En það er mikilvægt að hafa í huga að sjúkdómsbyrðin hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sjálfan heldur á fjölskyldu og aðra aðstandendur líka. Mikil þreyta, kvíði, ótti við ákveðnar aðstæður, biturleiki og vonleysi geta verið einkenni álags og streitu tengdri sykursýki. Ástandið getur haft neikvæð áhrif á t.d. blóðsykursstjórn, dregið úr hvata til að fylgja meðferðaráætlun og mæta í eftirlit. Talið er að allt að 50–70% einstaklinga með tegund 1 sykursýki finni fyrir slíkum einkennum einhvern tíma á lífsleiðinni. Ef streitan verður langvarandi getur hún leitt til kulnunar (diabetes burnout) þar sem einstaklingurinn finnur fyrir algjörri örvæntingu eða bugun og sinnir sjúkdómnum enn síður eða alls ekki. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um áhrif sykursýki á andlega og tilfinningalega líðan. Við sem störfum með og fyrir einstaklinga með sykursýki verðum daglega vitni að þeirri byrði sem fylgir sjúkdómnum og því miður upplifa sumir einangrun eða skömm þegar meðferðarmarkmiðum er ekki náð. En þrautseigja og styrkur skjólstæðinga okkar er sannarlega eftirtektarverður. Til að draga úr sjúkdómsbyrði er mikilvægt að tryggja aðgang að þjónustu, fræðslu og stuðningi. Heilbrigðisstarfsmenn sem koma að meðferð við sykursýki þurfa að vera meðvitaðir um áhrif sjúkdómsins á daglegt líf skjólstæðinga sinna, líka tilfinningaleg og félagsleg áhrif. Sykursýki og eftirlit snýst ekki eingöngu um tölur og lyfjaskammta. Stuðnings- og jafningjahópar geta skipt miklu máli og mikilvægt er að muna að enginn nær fullkominni stjórn á blóðsykrinum öllum stundum – og það er í lagi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á göngudeild innkirtla og efnaskipta á Landspítala.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun