Hjólreiðar

Fréttamynd

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliða­ár opin um­ferð

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Unga hjólreiðakonan látin

Svissneska hjólreiðakonan Muriel Furrer, sem slasaðist alvarlega á höfði á heimsmeistaramóti ungmenna í Sviss, er látin, átján ára að aldri.

Sport
Fréttamynd

Er­lend glæpa­gengi fá Ís­lendinga til að ræna reiðhjólaverslanir

Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi.

Innlent
Fréttamynd

97 ára og 81 árs dömur á ísrúnti á Dal­vík

Þær eru yfir sig ánægðar með sig, 97 ára og 81 árs vinkonurnar á Dalbæ, hjúkrunarheimili á Dalvík þegar þær fara saman á ísrúnt á sérstöku hjóli þar sem þær sitja í vagni eins og prinsessur með hattana sína og sólgleraugun á nefinu.

Innlent
Fréttamynd

Hélt á lafandi fætinum í lófanum

Líf Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur tók stakkaskiptum á svipstundu þegar hún datt niður af brúnni yfir Krossá í Þórsmörk. Hún brotnaði alvarlega á hægri fæti, þar sem bæði fótleggsbeinin, sköflungur og dálkur fóru í sundur, öll liðbönd slitnuðu, og skemmdir urðu á brjóski. Hún á langa leið að fullum bata, en hlakkar til endurhæfingarinnar, þótt hún lofi hvorki miklum húmor né hressleika á leiðinni.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki vera þessi heimski ná­ungi“

Ansi sérstakt atvik átti sér stað í Tour de France hjólreiðakeppninni í dag þegar áhorfandi hljóp inn á brautina og truflaði forystusauð keppninnar á nokkuð frumlegan hátt.

Sport
Fréttamynd

Danska súperstjarnan grét

Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar undanfarin tvö ár en árið í ár hefur reynst honum mjög erfitt.

Sport
Fréttamynd

Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi

Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Snjór til vand­ræða í Ítalíuhjólreiðunum

Það eru sérstakar aðstæður fyrir keppni dagsins í Ítalíuhjólreiðunum, Giro d'Italia. Þrátt fyrir að júní nálgist óðfluga þá eru sannkallaðar vetraraðstæður í fjöllunum á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Um­ferðar­reglur og öryggi fyrir Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna hefst 8.maí og margir sem ætla að nota annan ferðamáta en bílinn til að komast í vinnuna. Átakið er hvatning til að notast við virka og umhverfisvæna ferðamáta en með því er t.d. átt við að hjóla, labba, hlaupa eða taka strætó til vinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsið er yndis­legt

Það er fátt betra fyrir manneskjuna en finna það á áþreifanlegan hátt að hún njóti frelsis. Það eru fáir hlutir sem veita þessi frelsistilfinningu betur en gott reiðhjól. Sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Að verða sjálfbær í því að komast á milli staða, skreppa í heimsókn til vinanna, fara í landkönnun um hverfið sitt og næsta nágrenni og jafnvel út í villta náttúru er líklega stærsta stökk í persónufrelsi sem ung börn geta upplifað. Á fallegum sumardegi er einfaldlega fátt betra en góður hjólatúr.

Skoðun