„Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 07:01 Veronica Ewers hefur verið í fremstu röð í hjólreiðum en það hefur kostað sitt þegar kemur að líkama hennar. Getty/Dario Belingheri Hún var einu sinni einn efnilegasti hjólreiðamaður þjóðar sinnar en þarf nú að taka sér frí frá íþróttinni vegna þess að líkami hennar þurfi nú á algjörri endurstillingu að halda eftir áratuga skaða „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014. Ég hef ofboðið líkama mínum of lengi,“ sagði Veronica Ewers þegar hún tilkynnti að hún væri komin í leyfi frá atvinnumennskunni. Hin 31 árs gamla hjólreiðakona frá Idaho greindi frá því að nýleg blóðprufa hefði sýnt að hormónagildi hennar „væru enn nánast engin“ eftir margra ára alvarlega hormónabælingu og langtímaáhrif átröskunar. Ewers sagði niðurstöðurnar hafa verið átakanlegar. Hún stendur á krossgötum sem neyða hana til að velja á milli þess að halda áfram eins og ekkert sé eða einbeita sér að fullum bata og árangri síðar. Að lokum valdi hún síðari kostinn. Hún mun hvorki keppa né æfa árið 2026. View this post on Instagram A post shared by Cycling Weekly (@cyclingweeklymagazine) „Ég hef komið mér í þessa stöðu með því að ofbjóða líkama mínum of lengi. Líkaminn minn þarf á algjörri endurstillingu að halda áður en hann getur náð sínu besta. Ég er orðin þreytt á því að vera bara meðalmennskan sjálf,“ sagði Ewers. „Mikilvægast af öllu er að ég vil geta farið í gönguferðir, hjólað, hlaupið og svo framvegis þegar ég verð eldri,“ sagði Ewers. Framgangur Ewers í íþróttinni var gríðarlega hraður en á bak við velgengnina leyndist áratuga löng barátta við átröskun og lífeðlisfræðilegar afleiðingar hennar, sem hún hefur lýst ítarlega í eigin skrifum á Substack. „Keppnin endaði ekki með hjólreiðakeppninni,“ skrifaði hún. „Hún hélt áfram í eldhúsinu og við matarborðið.“ „Púkinn“ hennar, eins og hún kallar hann, kom aftur upp á yfirborðið á tímum meiðsla, einangrunar og stöðugrar þarfar til að sanna sig. Nú vinnur Ewers með sérfræðingum og einbeitir sér að því sem hún kallar að endurheimta líkamsþyngd og að takast á við þá sjálfsmyndarbreytingu sem fylgir því að stíga til hliðar úr afreksíþróttum. „Ég veit ekki hver ég er þegar ég er ekki íþróttamaður,“ viðurkenndi hún, þótt hún horfi á framtíðina með einurð: hún neitar að láta „púkann“ ná aftur tökum á sér og vonast til að byggja sig upp í heilbrigðari útgáfu af sjálfri sér, sem getur snúið aftur til keppni þegar hún er tilbúin. „Markmið mitt er að koma aftur á endanum og sýna heiminum hvers ég er megnug í heilbrigðum líkama,“ skrifar hún. View this post on Instagram A post shared by Veronica Ewers (@vkewers) Hjólreiðar Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
„Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014. Ég hef ofboðið líkama mínum of lengi,“ sagði Veronica Ewers þegar hún tilkynnti að hún væri komin í leyfi frá atvinnumennskunni. Hin 31 árs gamla hjólreiðakona frá Idaho greindi frá því að nýleg blóðprufa hefði sýnt að hormónagildi hennar „væru enn nánast engin“ eftir margra ára alvarlega hormónabælingu og langtímaáhrif átröskunar. Ewers sagði niðurstöðurnar hafa verið átakanlegar. Hún stendur á krossgötum sem neyða hana til að velja á milli þess að halda áfram eins og ekkert sé eða einbeita sér að fullum bata og árangri síðar. Að lokum valdi hún síðari kostinn. Hún mun hvorki keppa né æfa árið 2026. View this post on Instagram A post shared by Cycling Weekly (@cyclingweeklymagazine) „Ég hef komið mér í þessa stöðu með því að ofbjóða líkama mínum of lengi. Líkaminn minn þarf á algjörri endurstillingu að halda áður en hann getur náð sínu besta. Ég er orðin þreytt á því að vera bara meðalmennskan sjálf,“ sagði Ewers. „Mikilvægast af öllu er að ég vil geta farið í gönguferðir, hjólað, hlaupið og svo framvegis þegar ég verð eldri,“ sagði Ewers. Framgangur Ewers í íþróttinni var gríðarlega hraður en á bak við velgengnina leyndist áratuga löng barátta við átröskun og lífeðlisfræðilegar afleiðingar hennar, sem hún hefur lýst ítarlega í eigin skrifum á Substack. „Keppnin endaði ekki með hjólreiðakeppninni,“ skrifaði hún. „Hún hélt áfram í eldhúsinu og við matarborðið.“ „Púkinn“ hennar, eins og hún kallar hann, kom aftur upp á yfirborðið á tímum meiðsla, einangrunar og stöðugrar þarfar til að sanna sig. Nú vinnur Ewers með sérfræðingum og einbeitir sér að því sem hún kallar að endurheimta líkamsþyngd og að takast á við þá sjálfsmyndarbreytingu sem fylgir því að stíga til hliðar úr afreksíþróttum. „Ég veit ekki hver ég er þegar ég er ekki íþróttamaður,“ viðurkenndi hún, þótt hún horfi á framtíðina með einurð: hún neitar að láta „púkann“ ná aftur tökum á sér og vonast til að byggja sig upp í heilbrigðari útgáfu af sjálfri sér, sem getur snúið aftur til keppni þegar hún er tilbúin. „Markmið mitt er að koma aftur á endanum og sýna heiminum hvers ég er megnug í heilbrigðum líkama,“ skrifar hún. View this post on Instagram A post shared by Veronica Ewers (@vkewers)
Hjólreiðar Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira