Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2025 20:00 Erlendur Þorsteinsson segir að bregðast þurfi við auknum fjölda slysa þar sem ekið er á gangandi og hjólandi vegfarendur. Fjöldi alvarlegra umferðarslysa, þar sem ökumenn keyra yfir á rauðu ljósi, kalla á viðbrögð, að mati talsmanns hjólreiðmanna. Hann kallar eftir samtali um ábyrgð bílstjóra og bætta umferðarmenningu. Tímaspursmál sé hvenær næsta slys verður. Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars á Suðurlandsbraut þar sem banaslys varð þegar ekið var á konu. Lögregla telur að konan hafi gengið yfir götuna á grænu gangbrautarljósi þegar keyrt var á hana. Þá hefur faðir á Kársnesi í Kópavogi áhyggjur af aksturslagi ökumanna og náði því á myndband þegar stærðarinnar rúta brunaði yfir þessa gangbraut á grænu gönguljósi. Nýjasta tilvikið var svo í Laugardal í gær þar sem strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli þar sem hún fór yfir gatnamótin á grænu gönguljósi. Dæmin fleiri Erlendur Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir nýleg dæmi þar sem ekið er á vegfarendur mun fleiri. „Og nú erum við komin út í það að það er verið að keyra á vegfarendur sem höfðu græn gönguljós og bílstjórarnir höfðu einhverskonar rautt. Mér finnst það þurfi að fara að taka samtal um það að bílar séu hættulegir, bílar séu vandmeðfarin tæki, góð tæki ef notuð rétt en núna þurfum við að fara að ræða ábyrgð bílstjóra um það hvernig þessi tæki eru notuð.“ Lögregla hefur biðlað til gangandi vegfarenda um að setja öryggið á oddinn, þeir séu gjarnan í of dökkum klæðnaði, noti ekki endurskinsmerki og noti of oft ekki gangbrautir. Erlendur segir sjálfsagt að ræða hegðun gangandi vegfarenda. „En í þessum seinustu atvikum er ekki hægt að benda á það sem orsökina. Núna þegar er hvað dimmast þá ættu rauð ljós að vera ákaflega áberandi og þá þarf að fara að ræða af hverju þau eru ekki virt.“ Nú þurfi að setjast niður Fjöldi slysa nú kalli á viðbrögð yfirvalda og vill Erlendur samtal við lögreglu og Samgöngustofu um bætta umferðarmenningu, þar sé að ýmsu að huga. „Það er ekki endilega að það sé ein ástæða heldur samverkandi ástæður og þess vegna er svo mikilvægt að skoða annað heldur en bara klæðnað vegfarenda, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi slys.“ Þú vilt taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu um þetta? „Ég vil taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu og sveitarfélögin og veghaldara um þetta, fara virkilega að setjast niður: Hvað getum við gert til þess að koma okkur á réttan stað?“ Það er bara tímaspursmál hvenær verða fleiri slys? „Já, það er mjög sorglegt að segja þetta en það er ekki spurning um ef heldur hvenær verður næsta slys.“ Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars á Suðurlandsbraut þar sem banaslys varð þegar ekið var á konu. Lögregla telur að konan hafi gengið yfir götuna á grænu gangbrautarljósi þegar keyrt var á hana. Þá hefur faðir á Kársnesi í Kópavogi áhyggjur af aksturslagi ökumanna og náði því á myndband þegar stærðarinnar rúta brunaði yfir þessa gangbraut á grænu gönguljósi. Nýjasta tilvikið var svo í Laugardal í gær þar sem strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli þar sem hún fór yfir gatnamótin á grænu gönguljósi. Dæmin fleiri Erlendur Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir nýleg dæmi þar sem ekið er á vegfarendur mun fleiri. „Og nú erum við komin út í það að það er verið að keyra á vegfarendur sem höfðu græn gönguljós og bílstjórarnir höfðu einhverskonar rautt. Mér finnst það þurfi að fara að taka samtal um það að bílar séu hættulegir, bílar séu vandmeðfarin tæki, góð tæki ef notuð rétt en núna þurfum við að fara að ræða ábyrgð bílstjóra um það hvernig þessi tæki eru notuð.“ Lögregla hefur biðlað til gangandi vegfarenda um að setja öryggið á oddinn, þeir séu gjarnan í of dökkum klæðnaði, noti ekki endurskinsmerki og noti of oft ekki gangbrautir. Erlendur segir sjálfsagt að ræða hegðun gangandi vegfarenda. „En í þessum seinustu atvikum er ekki hægt að benda á það sem orsökina. Núna þegar er hvað dimmast þá ættu rauð ljós að vera ákaflega áberandi og þá þarf að fara að ræða af hverju þau eru ekki virt.“ Nú þurfi að setjast niður Fjöldi slysa nú kalli á viðbrögð yfirvalda og vill Erlendur samtal við lögreglu og Samgöngustofu um bætta umferðarmenningu, þar sé að ýmsu að huga. „Það er ekki endilega að það sé ein ástæða heldur samverkandi ástæður og þess vegna er svo mikilvægt að skoða annað heldur en bara klæðnað vegfarenda, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi slys.“ Þú vilt taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu um þetta? „Ég vil taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu og sveitarfélögin og veghaldara um þetta, fara virkilega að setjast niður: Hvað getum við gert til þess að koma okkur á réttan stað?“ Það er bara tímaspursmál hvenær verða fleiri slys? „Já, það er mjög sorglegt að segja þetta en það er ekki spurning um ef heldur hvenær verður næsta slys.“
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira