EM kvenna í handbolta 2024

EM kvenna í handbolta 2024

Evrópumótið í handbolta kvenna fer fram 28. nóvember til 15. desember 2024 í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þórir hefur ekki á­huga

    Þórir Hergeirsson hefur ekki áhuga á því að taka við þjálfun danska kvennalandsliðinu í handbolta en hann staðfesti það í viðtali í norsku dagblaði.

    Handbolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Þórir vildi Haaland í hand­boltann

    Þórir Hergeirsson vann sinn sjötta Evróputitil með Noregi í gær á sama tíma og Erling Haaland þurfti að sætta sig við tap í Manchesterslag í ensku úrvalsdeildinni. Þórir reyndi að sannfæra Haaland um að velja handboltann framyfir fótboltann á sínum tíma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þórir kvaddi norska liðið með Evrópu­titli

    Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ís­land keppir við Ísrael um sæti á HM

    Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ef­laust fullur eftir­sjár þegar þessu lýkur“

    „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki tölu á hve margir úrslitaleikirnir eru orðnir,“ sagði Þórir Hergeirsson við NRK í gærkvöld, eftir að hafa stýrt Noregi til öruggs sigurs á Ungverjum í undanúrslitum EM kvenna í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Svíar tóku fimmta sætið

    Svíþjóð vann Holland, 33-32, í leiknum um 5. sætið á EM í handbolta kvenna í dag. Emma Lindqvist var hetja Svía en hún skoraði þrjú af síðustu fjórum þeirra, þar á meðal sigurmarkið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Það falla mörg tár á sunnu­dag“

    Reynsluboltinn Camilla Herrem og þjálfari hennar hjá norska handboltalandsliðinu, Þórir Hergeirsson, eru sammála um að það verði miklar tilfinningar í gangi á sunnudaginn. Þá er síðasti leikurinn undir stjórn Þóris sem verið hefur aðalþjálfari Noregs í 15 ár.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Greip gæsina en sökuð um ó­heiðar­leika

    Noregur vann Þýskaland af öryggi í gær og Ólympíumeistararnir hans Þóris Hergeirssonar komust því á flugi í undanúrslit EM. Eitt marka Þýskalands í leiknum þótti hins vegar skorað með afar óheiðarlegum hætti.

    Handbolti