Handbolti

Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Þorleifsdóttir og hinar sænsku landsliðskonurnar eiga möguleika á að taka fimmta sætið á EM.
Kristín Þorleifsdóttir og hinar sænsku landsliðskonurnar eiga möguleika á að taka fimmta sætið á EM. Getty/Christian Petersen

Kristín Þorleifsdóttir og félagar hennar í sænska kvennalandsliðinu í handbolta tryggðu sér í kvöld sæti í leiknum um fimmta sætið á EM.

Svíar unnu þá eins marka sigur á Svartfjallalandi, 25-24, í úrslitaleik um þriðja sætið í milliriðli eitt.

Liðin enda jöfn að stigum en þær sænsku eru ofar á innbyrðis viðureignum.

Sænska liðið var skrefinu á undan en jafnt var í hálfleik, 14-14, eftir að Svartfellingar skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins.

Sænska liðið var um tíma þremur mörkum yfir í seinni hálfleiknum en aftur tókst Svartfellingum að jafna.

Jamina Roberts tryggði Svíum sigurinn en hún skoraði fimm mörk eins og Clara Lerby. Nathalie Hagman var markahæst með sex mörk. Hin sænsk-íslenska Kristín náði ekki að skora í leiknum en hún spilar aðallega í vörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×