Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar einu af mörkunum sínum á Evrópumótinu í handbolta en hún var næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins. Getty/Marco Wolf Íslenski leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti fyrr í þessum mánuði en þessi snaggaralega handboltakona átti líka eitt af flottustu mörkum Evrópumóts kvenna í handbolta í ár. Mark Elínar Klöru á móti Hollendingum í fyrsta leik Íslands á mótinu varð í fimmta sæti í vali á marki mótsins en valið var opinberað á miðlum EHF. Það var líka full ástæða til að velja mark Elínar Klöru. Hún átti þá þrumuskot fyrir utan punktalínuna og í slána og inn. Algjör óverjandi fyri hollenska markvörðinn sem vissi ekki af boltanum fyrr en hann var kominn í netið fyrir aftan hana. Skotið hennar mældist á 102 kílómetra hraða og var því engin smá negla. Elín er kannski þekktari fyrir gegnumbrot sín og að skilja varnarmennina eftir í sporunum en þarna sýndi hún líka að sú getur skotið á markið. Elín skoraði alls ellefu mörk í þremur leikjum á mótinu þar af þrjú þeirra með skotum yfir utan. Hún varð næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins á EM í ár og var einnig sú sem gaf næstflestar stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá tíu flottustu mörk Evrópumótsins í ár en það flottasta skoraði Ungverjinn Viktória Györi-Lukács í leik á móti Frakklandi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=2fZQ4yRN7HU">watch on YouTube</a> EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Mark Elínar Klöru á móti Hollendingum í fyrsta leik Íslands á mótinu varð í fimmta sæti í vali á marki mótsins en valið var opinberað á miðlum EHF. Það var líka full ástæða til að velja mark Elínar Klöru. Hún átti þá þrumuskot fyrir utan punktalínuna og í slána og inn. Algjör óverjandi fyri hollenska markvörðinn sem vissi ekki af boltanum fyrr en hann var kominn í netið fyrir aftan hana. Skotið hennar mældist á 102 kílómetra hraða og var því engin smá negla. Elín er kannski þekktari fyrir gegnumbrot sín og að skilja varnarmennina eftir í sporunum en þarna sýndi hún líka að sú getur skotið á markið. Elín skoraði alls ellefu mörk í þremur leikjum á mótinu þar af þrjú þeirra með skotum yfir utan. Hún varð næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins á EM í ár og var einnig sú sem gaf næstflestar stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá tíu flottustu mörk Evrópumótsins í ár en það flottasta skoraði Ungverjinn Viktória Györi-Lukács í leik á móti Frakklandi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=2fZQ4yRN7HU">watch on YouTube</a>
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira