Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 15:03 Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska liðsins á sunnudag, þegar Noregur vann ellefta stórmótið undir hans stjórn. EPA/Liselotte Sabroe Eftir fullkomið lokaár sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta er Þórir Hergeirsson að sjálfsögðu tilnefndur sem þjálfari ársins í norsku íþróttalífi. Norðmenn heiðra sitt besta íþróttafólk á verðlaunahófinu Idrettsgallaen í Þrándheimi 4. janúar, sama kvöld og Samtök íþróttafréttamanna heiðra besta íslenska íþróttafólkið á sínu árlega hófi. Þórir er einn af sex kostum sem koma til greina í valinu á þjálfara ársins í Noregi, en gæti einnig unnið verðlaunin hér á landi. Tilkynnt verður um tilnefningarnar á Íslandi á Þorláksmessu, að vanda, en kostirnir í Noregi eru: Siegfried Mazet / Egil Kristiansen, skíðaskotfimi Espen Rooth, frjálsar íþróttir Þórir Hergeirsson, handbolti Arild Monsen / Eirik Myhr Nossum, skíðaganga Stian Grimseth, lyftingar Kjetil Knutsen, fótbolti Með Þóri sem aðalþjálfara hefur norska kvennalandsliðið í handbolta unnið ellefu verðlaun á fimmtán árum, og þetta er því alls ekki í fyrsta sinn sem Þórir er tilnefndur sem þjálfari ársins. Hann vann verðlaunin í fyrsta og eina sinn fyrir tveimur árum, en hafði áður verið tilnefndur sex sinnum. Þegar Þórir vann verðlaunin fyrir tveimur árum var hann, líkt og nú, nýbúinn að stýra Noregi til Evrópumeistaratitils. Í þetta sinn hefur hann einnig gert liðið að Ólympíumeistara, í París í sumar. Frá því að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi fóru að velja þjálfara ársins, árið 2012, hefur Þórir hlotið nafnbótina tvisvar, fyrir árin 2021 og 2022, og alls verið meðal þriggja efstu sex sinnum. Enginn Ödegaard á lista Norskir fjölmiðlar fjalla um það í dag að Arsenal-maðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði norska landsliðsins í fótbolta, sé ekki á meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru sem íþróttakarl ársins. Norðmenn eiga íþróttafólk í fremstu röð í mörgum greinum en Erling Haaland er eini fótboltakarlinn sem er tilnefndur og Caroline Graham Hansen eina fótboltakonan. Á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem íþróttakona ársins eru einnig tvær úr handboltalandsliði Þóris, þær Stine Oftedal Dahmke, sem reyndar lagði skóna á hilluna eftir Ólympíumeistaratitilinn, og Henny Reistad. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Norðmenn heiðra sitt besta íþróttafólk á verðlaunahófinu Idrettsgallaen í Þrándheimi 4. janúar, sama kvöld og Samtök íþróttafréttamanna heiðra besta íslenska íþróttafólkið á sínu árlega hófi. Þórir er einn af sex kostum sem koma til greina í valinu á þjálfara ársins í Noregi, en gæti einnig unnið verðlaunin hér á landi. Tilkynnt verður um tilnefningarnar á Íslandi á Þorláksmessu, að vanda, en kostirnir í Noregi eru: Siegfried Mazet / Egil Kristiansen, skíðaskotfimi Espen Rooth, frjálsar íþróttir Þórir Hergeirsson, handbolti Arild Monsen / Eirik Myhr Nossum, skíðaganga Stian Grimseth, lyftingar Kjetil Knutsen, fótbolti Með Þóri sem aðalþjálfara hefur norska kvennalandsliðið í handbolta unnið ellefu verðlaun á fimmtán árum, og þetta er því alls ekki í fyrsta sinn sem Þórir er tilnefndur sem þjálfari ársins. Hann vann verðlaunin í fyrsta og eina sinn fyrir tveimur árum, en hafði áður verið tilnefndur sex sinnum. Þegar Þórir vann verðlaunin fyrir tveimur árum var hann, líkt og nú, nýbúinn að stýra Noregi til Evrópumeistaratitils. Í þetta sinn hefur hann einnig gert liðið að Ólympíumeistara, í París í sumar. Frá því að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi fóru að velja þjálfara ársins, árið 2012, hefur Þórir hlotið nafnbótina tvisvar, fyrir árin 2021 og 2022, og alls verið meðal þriggja efstu sex sinnum. Enginn Ödegaard á lista Norskir fjölmiðlar fjalla um það í dag að Arsenal-maðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði norska landsliðsins í fótbolta, sé ekki á meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru sem íþróttakarl ársins. Norðmenn eiga íþróttafólk í fremstu röð í mörgum greinum en Erling Haaland er eini fótboltakarlinn sem er tilnefndur og Caroline Graham Hansen eina fótboltakonan. Á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem íþróttakona ársins eru einnig tvær úr handboltalandsliði Þóris, þær Stine Oftedal Dahmke, sem reyndar lagði skóna á hilluna eftir Ólympíumeistaratitilinn, og Henny Reistad.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira