
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar

Hafði áhyggjur af því að það myndi flækja málin að deyja í Balmoral
Elísabet II Bretadrottning hafði áhyggjur af því skömmu fyrir andlát sitt að það myndi valda skipuleggjendum útfarar hennar vandræðum ef hún félli frá í Skotlandi.

Vilhjálmur „sínaði“ Harry nokkrum tímum fyrir andlát drottningar
Vilhjálmur krónprins Bretlands „seenaði“ skilaboð frá yngri bróður sínum Harry nokkrum klukkutímum áður en amma þeirra Elísabet drottning lést. Harry hafði verið að reyna að skipuleggja ferð sína til Skotlands þar sem Vilhjálmur dvaldi ásamt ömmu þeirra.

Ár frá andláti Elísabetar og Karli vegnar bara nokkuð vel
Ár er liðið frá því að Karl III tók við konungstigninni af móður sinni Elísabetu II Bretadrottningu, við fráfall hennar hinn 8. september 2022. Karl virðist hafa tekist nokkuð vel að feta í fótspor móður sinnar en nýtur engu að síður töluvert minni vinsælda.

Jarðarför Elísabetar Bretlandsdrottningar kostaði 28 milljarða
Jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar kostaði 162 milljónir punda eða um 28,3 milljarða íslenskra króna. Talið er að mestur peningur hafi farið í löggæslu.

Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur
Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan.

Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar
Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Karl III verði krýndur næsta vor
Karl III Bretlandskonungur verður krýndur þann 6. maí næstkomandi. Hann hefur sinnt embætti konungs frá andláti móður sinnar Elísabetar II Bretlandsdrottningar í september síðastliðnum.

Nýtt útlit mynta með andliti Karls III lítur dagsins ljós
Útlit nýrra mynta sem munu bera andlit Karls III Bretlandskonungs hefur verið afhjúpað af konunglegu myntsláttunni. Karl er sagður vera hæstánægður með útkomuna á útliti eigin vangasvips. Myntin er hönnuð út frá ljósmynd af konungi.

Drottningin lést úr elli
Elísabet II. Bretlandsdrottning lést úr elli, 96 ára að aldri. Dánarvottorð hennar var gefið út í dag.

Nýtt konungsmerki Karls III afhjúpað
Nú eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar breytist ýmislegt til þess að marka komu nýs konungs. Til dæmis verða breytingar gerðar á útliti pundsins og nýtt konunglegt merki sem prýðir til dæmis póstkassa og byggingar verður tekið í notkun. Merki Karls III Bretlandskonungs var kynnt í gær.

Gagnrýndur fyrir að syngja Bohemian Rhapsody stuttu fyrir jarðarförina
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur verið gagnrýndur síðustu daga fyrir að hafa sungið lag með hljómsveitinni Queen í hótelanddyri í London, tveimur dögum fyrir jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar.

Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa.

Breska ríkisútvarpið þekkti ekki Margréti Þórhildi
Fréttakonu breska ríkisútvarpsins varð á í messunni í gær þegar hún lýsti útsendingu frá móttöku Karls Bretakonungs í tilefni útfarar Elísabetar II Bretadrottningu. Hún þekkti ekki Margréti Þórhildi Danadrottningu í sjón.

Söguleg og tilfinningaþrungin athöfn: „Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt“
Íslensku forsetahjónin segja það heiður að hafa fengið að vera viðstödd útför Elísabetar II drottningar sem fór fram í dag. Það hafi verið tilfinningaþrungið og sögulegt, sjötíu ár Elísabetar í embætti hafi einkennst af þjónustu, samviskusemi og virðingu. Um fimm hundruð fulltrúar um tvö hundruð þjóða heims voru viðstaddir. Forsetafrúin náði að kasta kveðju á gamla kunningja, bandarísku forsetahjónin Jo og Jill Biden.

Með nælu og hatt til heiðurs langömmu
Mæðgurnar Katrín prinsessa af Wales og Karlotta heiðruðu minningu Elísabetar II Bretadrottningar við útför hennar í dag með skartgripavali sínu. Útförin fór fram í Westminster Abbey í Lundúnum og var henni streymt hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Svona var dagurinn: Elísabet Bretlandsdrottning borin til grafar
Útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar fór fram í dag og var glæsileg útsending frá London sýnd á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsti því sem fyrir augu bar í útsendingunni sem stóð í sex klukkustundir.

Verið að opna Westminster Abbey fyrir hinum 2.000 sem sækja útförina
Röðinni í Westminster Hall var lokað í gærkvöldi en talið er að um 300.000 manns hafi beðið allt að 17 tíma eftir að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína.

Fengu boðskort og þurftu ekki að bíða í röð
Útför Elísabetar II Bretadrottningar verður á morgun. Hundruð þjóðarleiðtoga streyma nú til Lundúna þar sem fólk hefur beðið marga klukkutíma til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. Á meðal þeirra eru Íslendingar sem segja drottninguna hafa átt stóran sess í sínu lífi.

Hundruð þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu
Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda.

Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun
Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma.

Ákærður fyrir að reyna að grípa í líkkistuna
Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður í Bretlandi fyrir að reyna að grípa í líkkistu Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Maðurinn mun koma fram fyrir dómara á morgun.

Beraði sig við syrgjendur drottningar og stakk sér svo í ána Thames
Nítján ára karlmaður hefur verið handtekinn og sakaður um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi í röð syrgjenda sem bíða þess þolinmóðir að sjá líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar.

Beckham beið í þrettán klukkustundir til að geta vottað virðingu sína
David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, beið röð í þrettán klukkustundir til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína.

Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína
Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag.

Bretar bíða þolinmóðir í biðröð allra biðraða
Svo mikill fjöldi hefur raðað sér í röð til að votta Elísabet II Bretadrottningu virðingu sína í Lundúnum að fleiri komast ekki að í bili. Sjálfir hafa Bretar gert góðlátlegt grín að því að biðröðin sjálf sé það breskasta sem til er.

Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð
Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra.

Sendiherrann vakinn um miðja nótt
Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri.

Tímaritið Variety frestar forsíðu Meghan Markle
Variety hefur frestað forsíðu hertogaynjunnar Meghan Markle vegna andláts Elísabetar II drottningar. Meghan var valin ein þeirra kvenna sem skartar miklum kvennakrafti (e. Power of Women). Í kjölfarið átti hún að birtast á forsíðu tímaritsins líkt og hinar konurnar sem voru valdar.

Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag
Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju.

Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni
Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær.