Hafði áhyggjur af því að það myndi flækja málin að deyja í Balmoral Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 07:19 Elísabet hafði áhyggjur af því að hún væri að gera allt erfiðara með því að deyja í Balmoral. Getty/Chris Jackson Elísabet II Bretadrottning hafði áhyggjur af því skömmu fyrir andlát sitt að það myndi valda skipuleggjendum útfarar hennar vandræðum ef hún félli frá í Skotlandi. Frá þessu greinir Anna, dóttir Elísabetar, í nýrri heildarmynd um fyrsta ár Karls III Bretakonungs á valdastóli, sem sýnd verður á BBC á annan í jólum. Elísabet lést í Balmoral í Skotlandi 8. september í fyrra. Hún var 96 ára gömul og hafði verið drottning í 70 ár. Balmoral var uppáhalds aðsetur drottningarinnar og dvaldi hún þar öll sumur. Síðustu daga Elísabetar lýsti hún áhyggjum af því að það myndi flækja skipulagningu „Lundúnarbrúar“, aðgerðaáætluninnar sem fór af stað við andlát hennar, ef hún félli frá í Skotlandi frekar en í Lundúnum. Í heimildarmyndinni segir Anna fjölskyldu drottningarinnar hins vegar hafa freistað þess að sannfæra hana um að hún ætti ekki að láta það stjórna ákvörðunum sínum. Segist prinessan vona að móðir sín hafi orðið sátt við það að lokum. Elizabeth II Bretlandsdrottning tók á móti nöfnu sinni Mary Elizabeth Truss í Balmoral aðeins þremur dögum áður en hún lést.AP/Jane Barlow Anna segir gæfu hafa ráðið því að hún var hjá móður sinni áður en hún dó og segist hafa upplifað ákveðinn létti þegar krúnudjásnin voru fjarlægð af kistu móður hennar áður en hún var látinn síga niður í hina konunglegu grafhvelfingu að fjölskyldu Elísabetar viðstaddri. Það augnablik markaði þá stund er Karl tók við. „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er ég ekki viss um að nokkur geti verið undirbúinn fyrir þessa umbreytingu... að minnsta kosti ekki þannig að þetta sé auðvelt,“ sagði hún um það hvernig umrætt tímabil hefði verið fyrir bróður sinn. „Svo verður þessi breyting og þú segir: Ok, nú þarf ég bara að halda áfram.“ Anna hrósar Camillu drottningu einnig fyrir stuðning hennar við Karl og skilning hennar á hlutverki sínu. Þá segir hún jafnvel Karl og Camillu ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu viðamikil dagskrá drottningarinnar hefði verið en þau hefðu komist að raun um það og lært að njóta þess. Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Frá þessu greinir Anna, dóttir Elísabetar, í nýrri heildarmynd um fyrsta ár Karls III Bretakonungs á valdastóli, sem sýnd verður á BBC á annan í jólum. Elísabet lést í Balmoral í Skotlandi 8. september í fyrra. Hún var 96 ára gömul og hafði verið drottning í 70 ár. Balmoral var uppáhalds aðsetur drottningarinnar og dvaldi hún þar öll sumur. Síðustu daga Elísabetar lýsti hún áhyggjum af því að það myndi flækja skipulagningu „Lundúnarbrúar“, aðgerðaáætluninnar sem fór af stað við andlát hennar, ef hún félli frá í Skotlandi frekar en í Lundúnum. Í heimildarmyndinni segir Anna fjölskyldu drottningarinnar hins vegar hafa freistað þess að sannfæra hana um að hún ætti ekki að láta það stjórna ákvörðunum sínum. Segist prinessan vona að móðir sín hafi orðið sátt við það að lokum. Elizabeth II Bretlandsdrottning tók á móti nöfnu sinni Mary Elizabeth Truss í Balmoral aðeins þremur dögum áður en hún lést.AP/Jane Barlow Anna segir gæfu hafa ráðið því að hún var hjá móður sinni áður en hún dó og segist hafa upplifað ákveðinn létti þegar krúnudjásnin voru fjarlægð af kistu móður hennar áður en hún var látinn síga niður í hina konunglegu grafhvelfingu að fjölskyldu Elísabetar viðstaddri. Það augnablik markaði þá stund er Karl tók við. „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er ég ekki viss um að nokkur geti verið undirbúinn fyrir þessa umbreytingu... að minnsta kosti ekki þannig að þetta sé auðvelt,“ sagði hún um það hvernig umrætt tímabil hefði verið fyrir bróður sinn. „Svo verður þessi breyting og þú segir: Ok, nú þarf ég bara að halda áfram.“ Anna hrósar Camillu drottningu einnig fyrir stuðning hennar við Karl og skilning hennar á hlutverki sínu. Þá segir hún jafnvel Karl og Camillu ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu viðamikil dagskrá drottningarinnar hefði verið en þau hefðu komist að raun um það og lært að njóta þess.
Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira