Gagnrýndur fyrir að syngja Bohemian Rhapsody stuttu fyrir jarðarförina Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2022 11:21 Justin Trudeau ferðaðist til Bretlands til að vera viðstaddur jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. EPA/Adam Vaughan Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur verið gagnrýndur síðustu daga fyrir að hafa sungið lag með hljómsveitinni Queen í hótelanddyri í London, tveimur dögum fyrir jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Söngurinn náðist á myndband eftir að Trudeau hafði snætt kvöldmat ásamt fylgdarliði sínu í London á laugardagskvöld. Hann var í borginni til að vera viðstaddur jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar en jarðarförin fór fram á mánudaginn. Með söngnum hafði fylgdarliðið ætlað að votta drottningunni virðingu sína og því fannst þeim við hæfi að velja lag með hljómsveitinni Queen. Trudeau var einmitt að syngja eitt þeirra allra vinsælasta lag, Bohemian Rhapsody, þegar myndbandið var tekið. Last night at the Savoy. Our PM in the UK representing Canada for the Queen s funeral. How do you say you were a drama teacher without saying you were a drama teacher. pic.twitter.com/kfRlve7pmV— Lisa Power (@LisaPow33260238) September 19, 2022 Pólitískir andstæðingar Trudeau og fleiri hafa gagnrýnt hann fyrir sönginn, þó ekki vegna slæmrar raddar, heldur hafa þeir varpað fram spurningunni hvort lagavalið hafi verið við hæfi. „Í alvörunni, hann er forsætisráðherrann, á almannafæri, stutt í jarðarför drottningarinnar og það er svona sem hann hagar sér?“ skrifaði Andrew Coyne, blaðamaður, á Twitter-síðu sína. Þá hafa andstæðingar Trudeau ýtt undir kenningu um að hann hafi verið drukkinn umrætt kvöld. Talsmaður forsætisráðherrans segir hann ekki hafa gert neitt af sér með því að syngja lagið, hann hafi einungis verið að votta drottningunni virðingu sína. Trudeau og fylgdarlið hans hafi sungið fjölda laga saman og verið alls í tvo klukkutíma við píanóið. Kanada Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Söngurinn náðist á myndband eftir að Trudeau hafði snætt kvöldmat ásamt fylgdarliði sínu í London á laugardagskvöld. Hann var í borginni til að vera viðstaddur jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar en jarðarförin fór fram á mánudaginn. Með söngnum hafði fylgdarliðið ætlað að votta drottningunni virðingu sína og því fannst þeim við hæfi að velja lag með hljómsveitinni Queen. Trudeau var einmitt að syngja eitt þeirra allra vinsælasta lag, Bohemian Rhapsody, þegar myndbandið var tekið. Last night at the Savoy. Our PM in the UK representing Canada for the Queen s funeral. How do you say you were a drama teacher without saying you were a drama teacher. pic.twitter.com/kfRlve7pmV— Lisa Power (@LisaPow33260238) September 19, 2022 Pólitískir andstæðingar Trudeau og fleiri hafa gagnrýnt hann fyrir sönginn, þó ekki vegna slæmrar raddar, heldur hafa þeir varpað fram spurningunni hvort lagavalið hafi verið við hæfi. „Í alvörunni, hann er forsætisráðherrann, á almannafæri, stutt í jarðarför drottningarinnar og það er svona sem hann hagar sér?“ skrifaði Andrew Coyne, blaðamaður, á Twitter-síðu sína. Þá hafa andstæðingar Trudeau ýtt undir kenningu um að hann hafi verið drukkinn umrætt kvöld. Talsmaður forsætisráðherrans segir hann ekki hafa gert neitt af sér með því að syngja lagið, hann hafi einungis verið að votta drottningunni virðingu sína. Trudeau og fylgdarlið hans hafi sungið fjölda laga saman og verið alls í tvo klukkutíma við píanóið.
Kanada Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira