Ár frá andláti Elísabetar og Karli vegnar bara nokkuð vel Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 11:32 Karl og Camilla sóttu Royal Ascot í júní síðastliðnum. epa/Neil Hall Ár er liðið frá því að Karl III tók við konungstigninni af móður sinni Elísabetu II Bretadrottningu, við fráfall hennar hinn 8. september 2022. Karl virðist hafa tekist nokkuð vel að feta í fótspor móður sinnar en nýtur engu að síður töluvert minni vinsælda. Nokkur óvissa var uppi um það hvernig Karli yrði tekið sem konungi en hann hefur aldrei notið viðlíka vinsælda og móðir sín og oft á tíðum verið afar óvinsæll, meðal annars vegna sambandsins við Camillu drottningu þegar hann var kvæntur Díönu prinsessu. Þá þóttu hann og konungsfjölskyldan höndla það afar illa þegar Díana lést. Spurningar voru einnig uppi um það hvernig honum tækist að umbreyta sér úr aðgerðasinnanum sem hann var sem prinsinn af Wales en hann hefur löngum verið ötull talsmaður náttúruverndar og þekktur fyrir að rita stjórnmálamönnum bréf þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum á hinum og þessum málaflokk. Sem konungur virðist Karl ætla að halda aftur af sér hvað þetta varðar og hefur tekist ágætlega til. Hann sótti til að mynda ekki loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, COP27, en hafði áður verið vinsæll gestur hinna ýmsu viðburða tengdum loftslagsmálum. Þeir sem þekkja til segja hið mikla vinnuálag sem fylgir konungstigninni hafa komið Karli nokkuð á óvart, jafnvel þótt það hafi verið alþekkt hversu miklum tíma Elísabet varði við vinnu. Bæði við opinber skyldustörf og skriftir. Þá er þess enn beðið að hann taki af skarið og tilkynni breytingar á konungsveldinu en hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að það sé tímabært að „straumlínulaga“ stofnunina og minnka umsvif hennar. Þetta mun meðal annars fela í sér breytingar á störfum og aðstæðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Karl er einnig sagður eiga eftir að ná sáttum við son sinn Harry og bróður sinn Andrés. Þrátt fyrir að hafa tekist nokkuð fimlega að forðast gagnrýnisraddir sýna kannanir að Karl á enn nokkuð í land þegar kemur að vinsældum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun YouGov segjast 76 prósent Breta horfa Elísabetu jákvæðum augum, 67 prósent Vilhjálm prins af Wales, 63 prósent Önnu prinsessu og 62 prósent Katrínu prinsessu af Wales. Aðeins um 55 prósent segjast horfa Karl jákvæðum augum, sem þykri engu að síður nokkuð gott. Bretland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Nokkur óvissa var uppi um það hvernig Karli yrði tekið sem konungi en hann hefur aldrei notið viðlíka vinsælda og móðir sín og oft á tíðum verið afar óvinsæll, meðal annars vegna sambandsins við Camillu drottningu þegar hann var kvæntur Díönu prinsessu. Þá þóttu hann og konungsfjölskyldan höndla það afar illa þegar Díana lést. Spurningar voru einnig uppi um það hvernig honum tækist að umbreyta sér úr aðgerðasinnanum sem hann var sem prinsinn af Wales en hann hefur löngum verið ötull talsmaður náttúruverndar og þekktur fyrir að rita stjórnmálamönnum bréf þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum á hinum og þessum málaflokk. Sem konungur virðist Karl ætla að halda aftur af sér hvað þetta varðar og hefur tekist ágætlega til. Hann sótti til að mynda ekki loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, COP27, en hafði áður verið vinsæll gestur hinna ýmsu viðburða tengdum loftslagsmálum. Þeir sem þekkja til segja hið mikla vinnuálag sem fylgir konungstigninni hafa komið Karli nokkuð á óvart, jafnvel þótt það hafi verið alþekkt hversu miklum tíma Elísabet varði við vinnu. Bæði við opinber skyldustörf og skriftir. Þá er þess enn beðið að hann taki af skarið og tilkynni breytingar á konungsveldinu en hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að það sé tímabært að „straumlínulaga“ stofnunina og minnka umsvif hennar. Þetta mun meðal annars fela í sér breytingar á störfum og aðstæðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Karl er einnig sagður eiga eftir að ná sáttum við son sinn Harry og bróður sinn Andrés. Þrátt fyrir að hafa tekist nokkuð fimlega að forðast gagnrýnisraddir sýna kannanir að Karl á enn nokkuð í land þegar kemur að vinsældum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun YouGov segjast 76 prósent Breta horfa Elísabetu jákvæðum augum, 67 prósent Vilhjálm prins af Wales, 63 prósent Önnu prinsessu og 62 prósent Katrínu prinsessu af Wales. Aðeins um 55 prósent segjast horfa Karl jákvæðum augum, sem þykri engu að síður nokkuð gott.
Bretland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira