Vilhjálmur „sínaði“ Harry nokkrum tímum fyrir andlát drottningar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 16:03 Vilhjálmur prins (t.v.) hafði engan áhuga á að svara skilaboðum frá bróður sínum Harry (t.h.) þegar amma þeir var veik. Getty/Mark Cuthbert Vilhjálmur krónprins Bretlands „seenaði“ skilaboð frá yngri bróður sínum Harry nokkrum klukkutímum áður en amma þeirra Elísabet drottning lést. Harry hafði verið að reyna að skipuleggja ferð sína til Skotlands þar sem Vilhjálmur dvaldi ásamt ömmu þeirra. Þetta kemur fram í nýrri bók blaðamannsins Omid Scobie en hann sérhæfir sig í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar. Bókin heitir Endgame: Inside the Royal Family and the Monarchy’s Fight for Survival. Las skilaboðin en svaraði ekki Elísabet drottning hafði verið veik í nokkra daga fram að andlátinu. Hún varð mikið veik þann 8. september og var öll fjölskyldan kölluð til hennar í Balmoral-kastala í Skotlandi þar sem hún var undir eftirliti lækna. Karl þá prinsinn af Wales, sonur Elísabetar, var staddur í kastalanum ásamt eiginkonu sinni Kamillu. Saman í flugvél mættu Andrés prins og Játvarður prins, yngri synir drottningarinnar, ásamt Vilhjálmi, eldri syni Karls. Hins vegar var Harry ekki með og kom seinna en hinir. Hann náði ekki að kveðja drottninguna áður en hún lést. Harry reyndi að ræða við bróður sinn um hvernig hann ætlaði að ferðast til Skotlands en báðir voru þeir staddir í London. Vilhjálmur ákvað hins vegar að „seena“ skilaboðin frá bróður sínum, það er að hann las þau en ákvað að svara þeim ekki. Frétti af andlátinu þegar hann lenti Það að Harry fékk ekki svar olli því að hann þurfti að fljúga síðar en drottningin lést skömmu áður en flugvél hans fór á loft. Hann fékk þó ekki upplýsingar um andlátið fyrr en að hann var lentur í Skotlandi. „Þau hefðu getað beðið aðeins lengur, það hefði ekki breytt neinu í stóra samhenginu, en það var enginn sem ákvað að gera það,“ er haft eftir heimildamanni Scobie í bókinni. Sá hinn sami sagði Scobie að Harry hafi verið eyðilagður þegar hann frétti af andlátinu. Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland England Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. 8. mars 2023 15:05 Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. 11. janúar 2023 23:28 Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri bók blaðamannsins Omid Scobie en hann sérhæfir sig í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar. Bókin heitir Endgame: Inside the Royal Family and the Monarchy’s Fight for Survival. Las skilaboðin en svaraði ekki Elísabet drottning hafði verið veik í nokkra daga fram að andlátinu. Hún varð mikið veik þann 8. september og var öll fjölskyldan kölluð til hennar í Balmoral-kastala í Skotlandi þar sem hún var undir eftirliti lækna. Karl þá prinsinn af Wales, sonur Elísabetar, var staddur í kastalanum ásamt eiginkonu sinni Kamillu. Saman í flugvél mættu Andrés prins og Játvarður prins, yngri synir drottningarinnar, ásamt Vilhjálmi, eldri syni Karls. Hins vegar var Harry ekki með og kom seinna en hinir. Hann náði ekki að kveðja drottninguna áður en hún lést. Harry reyndi að ræða við bróður sinn um hvernig hann ætlaði að ferðast til Skotlands en báðir voru þeir staddir í London. Vilhjálmur ákvað hins vegar að „seena“ skilaboðin frá bróður sínum, það er að hann las þau en ákvað að svara þeim ekki. Frétti af andlátinu þegar hann lenti Það að Harry fékk ekki svar olli því að hann þurfti að fljúga síðar en drottningin lést skömmu áður en flugvél hans fór á loft. Hann fékk þó ekki upplýsingar um andlátið fyrr en að hann var lentur í Skotlandi. „Þau hefðu getað beðið aðeins lengur, það hefði ekki breytt neinu í stóra samhenginu, en það var enginn sem ákvað að gera það,“ er haft eftir heimildamanni Scobie í bókinni. Sá hinn sami sagði Scobie að Harry hafi verið eyðilagður þegar hann frétti af andlátinu.
Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland England Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. 8. mars 2023 15:05 Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. 11. janúar 2023 23:28 Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Sjá meira
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14
Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. 8. mars 2023 15:05
Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. 11. janúar 2023 23:28