
Landslið karla í fótbolta

Hefur fundað mikið með forvera sínum
„Þetta leggst mjög vel í mig og kærkomið að fá heimaleik. Það er orðið ár síðan við spiluðum hérna á heimavelli. Þetta er bara spennandi,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta, um leik dagsins við Dani.

Jóhann Berg: Getum vonandi skemmt áhorfendum í kvöld
„Ég tel að við séum á góðri vegferð og vonandi getum við sýnt það [í kvöld],“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fyrir leikinn við Svartfjallaland í Þjóðadeildinni í kvöld.

Þekkir nokkra í danska liðinu og ætlar að „pakka þeim saman“ í dag
Kristall Máni Ingason er kokhraustur fyrir leikinn við Danmörku í dag, í undankeppni EM U21-landsliða í fótbolta. Spilað verður í Víkinni, á gamla heimavellinum hans Kristals.

Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“
Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu.

Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði
Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026?

„Ekki byrjunin sem maður bjóst við að þjálfarinn myndi hætta eftir einn leik“
„Þetta er spennandi tækifæri til þess að byrja vel með þremur stigum á heimavelli,“ segir Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður og leikmaður enska liðsins Preston, fyrir landsleikinn gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar.

Svona var fundur KSÍ fyrir fyrsta leik í Þjóðadeildinni
Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli, daginn fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Gylfi vill halda sæti sínu í landsliðinu og mun skoða aðra kosti en Val í vetur
Gylfi Þór Sigurðsson vill halda sæti sínu í íslenska landsliðinu. Hann segist þurfa að skoða sín mál eftir tímabilið í Bestu-deildinni og þarf mögulega að reyna koma sér í annað lið utan landsteinana.

„Þurfum að þora að sýna að við eigum að vera betra liðið“
Willum Þór Willumsson hefur stimplað sig vel inn með Birmingham á Englandi og mætir fullur sjálfstrausts í leikina við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum
Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“
Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands.

Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum
Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA.

Franskur fasteignasali með flautuna á föstudag
Hinn 31 árs gamli Willy Delajod mun sjá um að dæma fyrsta leik Íslands á nýrri leiktíð í Þjóðadeild karla í fótbolta, þegar liðið tekur á móti Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“
Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér.

„Eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við“
Jón Dagur Þorsteinsson var hetja íslenska landsliðsins síðasta vor þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Englendingum á Wembley. Nú er komið að næsta verkefni landsliðsins.

Hvetur Íslendinga til að minnast Sarkic sem var í fríi með íslenskri konu
Svartfellingar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli á föstudaginn í sínum fyrsta leik eftir andlát markvarðar liðsins, Matija Sarkic, sem lést í júní 26 ára að aldri.

Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu
Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta.

Stutt gaman hjá Brynjari og Júlíus kallaður til
Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon, sem leikur með Fredrikstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.

Brynjar inn fyrir meiddan Sverri
Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður upp í landsliðshóp karla í fótbolta fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Hann tekur sæti Sverris Inga Ingasonar sem er meiddur.

„Svipað og þegar við tókum yfir liðið á sínum tíma“
Gylfi Þór Sigurðsson verður hluti af landsliðshópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta byrjun næsta mánaðar. Hann er spenntur fyrir nýrri kynslóð leikmanna í landsliðinu.

Lárus baunar á Hareide: Erfitt að lesa í skilaboðin úr norska garðskálanum
Ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, varðandi Aron Einar Gunnarsson, hittu ekki beinlínis í mark í Þorpinu á Akureyri.

Sex úr Bestu í fyrsta hópi Ólafs Inga
Ólafur Ingi Skúlason, sem í sumar var ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur valið hópinn sem mætir Danmörku og Wales nú í byrjun september. Báðir leikirnir fara fram á Víkingsvelli.

Spilar fótbolta til að vera í landsliðinu
„Á meðan ég get spilað fótbolta mun ég spila fyrir landsliðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem verður með A-landsliði karla í fótbolta í komandi leikjum í Þjóðadeildinni.

„Gef Orra ráð ef hann spyr“
Åge Hareide landsliðsþjálfari segist almennt ekki skipta sér af því hvar leikmenn spili en er aftur á móti alltaf til í að gefa góð ráð ef leikmenn biðja um það.

„Aron kemst ekki í landsliðið á meðan hann spilar fyrir Þór“
Staða fyrrum landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar, var rædd á blaðamannafundi KSÍ fyrr í dag.

Gylfi snýr aftur í landsliðið
KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið.

„Hjartað langaði að halda áfram að eilífu“
Það urðu tímamót hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar er markahrókurinn Alfreð Finnbogason tilkynnti að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna.

Biðin eftir Gylfa ætti að enda núna
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að spila síðustu átta landsleiki án Gylfa Þórs Sigurðssonar en það er von til þess að biðin eftir Gylfa endi í næsta landsliðsglugga. Hópurinn verður tilkynntur í dag.

Alfreð hættur með landsliðinu: „Ótrúlega erfitt að kveðja“
Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Þetta tilkynnti framherjinn á samfélagsmiðlum sínum í dag, mánudag.

Bjarki Steinn ekki með landsliðinu
Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia á Ítalíu, verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Bjarki er á leið í aðgerð vegna kviðslita.