Fótbolti

Fyrsta byrjunar­lið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslu­bolta

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson er reyndasti leikmaður Íslands í dag og spilar sinn 105. A-landsleik. Birkir Bjarnason á þó metið eftir að hafa spilað 113 A-landsleiki.
Aron Einar Gunnarsson er reyndasti leikmaður Íslands í dag og spilar sinn 105. A-landsleik. Birkir Bjarnason á þó metið eftir að hafa spilað 113 A-landsleiki. Getty/Will Palmer

Arnar Gunnlaugsson hefur nú tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, fyrir leikinn við Kósovó í kvöld í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA.

Arnar treystir á reynsluna aftast á vellinum því fyrir framan markvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson eru þeir Aron Einar Gunnarsson, sem spilar sinn 105. A-landsleik, Sverrir Ingi Ingason og Guðlaugur Victor Pálsson. Aron tekur þar með fram úr Rúnari Kristinssyni sem næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi en Birkir Bjarnason á metið, með 113 A-landsleiki.

Fyrir framan þá eru á miðjunni Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson.

Logi Tómasson og Mikael Egill Ellertsson eru vængbakverðir en fremstu menn eru Andri Lucas Guðjohnsen, Albert Guðmundsson og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson.

Valgeir Lunddal Friðriksson og Mikael Anderson missa báðir af leiknum í kvöld vegna meiðsla.

Mark: Hákon Rafn Valdimarsson.

Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Sverrir Ingi Ingason.

Miðja: Logi Tómasson, Mikael Egill Ellertsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson, Albert Guðmundsson.

Sókn: Andri Lucas Guðjohnsen, Orri Steinn Óskarsson.

Leikur Kósovó og Íslands er sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.45. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×