Fótbolti

„Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur"

Aron Guðmundsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson, nýr landsliðsfyrirliði
Orri Steinn Óskarsson, nýr landsliðsfyrirliði Vísir/Getty

Orra Stein Óskars­son hefði vart geta órað fyrir því að hann fengi fyrir­liða­bandið hjá ís­lenska karla­lands­liðinu í fót­bolta. Bandið er hins vegar hans fyrir fyrstu lands­leiki Ís­lands undir stjórn Arnars Gunnlaugsonar, gegn Kó­sovó í um­spili fyrir B-deild Þjóða­deildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í kvöld.

Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó.

Upp­selt er á leik Ís­lands og Kó­sovó ytra í kvöld á leik­vangi sem tekur um fjórtán þúsund manns.

Leikurinn markar upp­hafið á nýjum kafla ís­lenska lands­liðsins undir stjórn Arnars Gunn­laugs­sonar sem hefur veðjað á nýjan fyrir­liða fyrir ís­lenska lands­liðið, Orra Stein Óskars­son, fram­herja Real Sociedad.

„Þetta er frábært augna­blik fyrir mig," segir Orri Steinn lands­liðs­fyrir­liði. Ég er mjög stoltur af því að vera orðinn fyrir­liði Ís­lands. Ég myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur því ég hafði aldrei hugsað út í það að þetta myndi gerast. Auðvitað er það samt draumur, ég er mjög stoltur og ég hlakka til að leiða strákana inn á völlinn."

Breytist eitt­hvað þegar að maður er orðinn fyrir­liði? Breytir þetta ein­hverju í þínu fari í lands­liðs­verk­efnum eða snýst þetta um að þú sért enn sami, gamli, góði Orri?

„Ég held það sé mikilvægt að breytast ekki of mikið því það voru ákveðnir hlutir sem að skiluðu mér hingað sem að skil­greina mig sem mann­eskju. En auðvitað heldur það manni aðeins á tánum og það er aðeins meiri ábyrgð og aðeins meiri pressa sem fylgir sem mér fannst margir af okkar ungu leik­mönnum til­búnir í."

Viðtali við Orra í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Bein út­sending og opin dag­skrá hefst frá leik Kósovó og Íslands á Stöð 2 Sport klukkan korter í átta í kvöld.

Klippa: Viðtal við landsliðsfyrirliðann Orra

Tengdar fréttir

Sjö leikmenn Íslands á hálum ís

Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum.

Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa?

Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×