Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 13:30 Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í íslenska landsliðinu þurfa að vinna Kósovó á sunnudaginn, eftir 2-1 tap í gær. KSÍ Eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í Pristina í gærkvöld er ljóst að Ísland verður að vinna sigur þegar liðin mætast aftur í heimaleik Íslands á sunnudag klukkan 17, í Murcia á Spáni, til að forðast fall í C-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Ísland á í dag ekki heimavöll sem dugar til að spila í Þjóðadeild karla á þessum árstíma en það stendur þó til bóta með framkvæmdum á Laugardalsvelli. Ætla má að það að geta ekki spilað á Íslandi minnki sigurlíkur íslenska liðsins, þó að búist sé við ágætum stuðningi í Murcia á sunnudaginn. Ísland er hins vegar hærra skrifað á heimslista og situr þar í 33. sæti af Evrópuþjóðum en Kósovó í 41. sæti, eftir að hafa verið á nær stöðugri uppleið síðan liðið fór fyrst að spila opinbera landsleiki árið 2016. Áður en einvígi Kósovó og Íslands hófst taldi tölfræðiveitan Football Meets Data Ísland hafa 53% sigurlíkur. Eftir tapið í gær eru líkurnar hins vegar mun meiri hjá Kósovó sem talið er eiga 63% líkur á að fara í B-deild, gegn 37% líkum Íslands. To qualify for UNL League B (as of 20 Mar):99.7% 🇬🇪 Georgia (📈 +17%)87% 🇮🇪 Ireland (📈 +20%)63% 🇽🇰 Kosovo (📈 +16%)61% 🇸🇮 Slovenia (📈 +7%)39% 🇸🇰 Slovakia (📉 -7%)37% 🇮🇸 Iceland (📉 -16%)13% 🇧🇬 Bulgaria (📉 -20%)0.3% 🇦🇲 Armenia (📉 -17%)— Football Meets Data (@fmeetsdata) March 20, 2025 Hafa ber í huga að ef að Ísland vinnur eins marks sigur á sunnudaginn þá verður gripið til 2x15 mínútna framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef staðan í einvíginu verður enn jöfn að henni lokinni. Heimir í góðum málum Samkvæmt FMD eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu mjög líklegir til að klára sitt einvígi gegn Búlgaríu, eftir 2-1 útisigur í gær. Sigurlíkur Íra í einvíginu eru nú metnar 87%. Georgía virðist nánast búin að tryggja sér sæti í B-deild, með 3-0 útisigri gegn Armeníu, en mesta spennan er talin í einvígi Slóvakíu og Slóveníu sem gerðu markalaust jafntefli í heimaleik Slóvakíu í gær. Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar í nótt, með fulltrúa Vísis og Stöðvar 2 í för. Hitað verður vandlega upp fyrir seinni leikinn sem verður svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Þar hefst upphitun klukkan 16:30 en leikurinn sjálfur klukkan 17 að íslenskum tíma. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Ísland á í dag ekki heimavöll sem dugar til að spila í Þjóðadeild karla á þessum árstíma en það stendur þó til bóta með framkvæmdum á Laugardalsvelli. Ætla má að það að geta ekki spilað á Íslandi minnki sigurlíkur íslenska liðsins, þó að búist sé við ágætum stuðningi í Murcia á sunnudaginn. Ísland er hins vegar hærra skrifað á heimslista og situr þar í 33. sæti af Evrópuþjóðum en Kósovó í 41. sæti, eftir að hafa verið á nær stöðugri uppleið síðan liðið fór fyrst að spila opinbera landsleiki árið 2016. Áður en einvígi Kósovó og Íslands hófst taldi tölfræðiveitan Football Meets Data Ísland hafa 53% sigurlíkur. Eftir tapið í gær eru líkurnar hins vegar mun meiri hjá Kósovó sem talið er eiga 63% líkur á að fara í B-deild, gegn 37% líkum Íslands. To qualify for UNL League B (as of 20 Mar):99.7% 🇬🇪 Georgia (📈 +17%)87% 🇮🇪 Ireland (📈 +20%)63% 🇽🇰 Kosovo (📈 +16%)61% 🇸🇮 Slovenia (📈 +7%)39% 🇸🇰 Slovakia (📉 -7%)37% 🇮🇸 Iceland (📉 -16%)13% 🇧🇬 Bulgaria (📉 -20%)0.3% 🇦🇲 Armenia (📉 -17%)— Football Meets Data (@fmeetsdata) March 20, 2025 Hafa ber í huga að ef að Ísland vinnur eins marks sigur á sunnudaginn þá verður gripið til 2x15 mínútna framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef staðan í einvíginu verður enn jöfn að henni lokinni. Heimir í góðum málum Samkvæmt FMD eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu mjög líklegir til að klára sitt einvígi gegn Búlgaríu, eftir 2-1 útisigur í gær. Sigurlíkur Íra í einvíginu eru nú metnar 87%. Georgía virðist nánast búin að tryggja sér sæti í B-deild, með 3-0 útisigri gegn Armeníu, en mesta spennan er talin í einvígi Slóvakíu og Slóveníu sem gerðu markalaust jafntefli í heimaleik Slóvakíu í gær. Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar í nótt, með fulltrúa Vísis og Stöðvar 2 í för. Hitað verður vandlega upp fyrir seinni leikinn sem verður svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Þar hefst upphitun klukkan 16:30 en leikurinn sjálfur klukkan 17 að íslenskum tíma.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira