„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2025 21:01 Sverrir segir frammistöðu mikilvægari en sigur í einvíginu. stöð 2 sport Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu. Klippa: Sverrir Ingi á æfingasvæði Íslands „Menn eru bara að ná sér eftir leikinn og ferðalagið, auðvitað var þetta mikið ferðalag í nótt en að fínt að vera kominn snemma í morgun og geta nýtt daginn í endurheimt og meðhöndlanir. Við erum bara á fínum stað, í toppaðstæðum og ekki yfir neinu að kvarta“ sagði Sverrir í spænsku sólinni á æfingasvæðinu La Finca. „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Þrátt fyrir tapið í gær var Sverrir sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í leiknum. „Sérstaklega þegar við lítum á hlutina sem þjálfarinn lagði upp með fyrir leikinn, við verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga til að kynnast því hvernig hann vill að liðið spili… Það er alveg eðlilegt að fullt af hlutum gangi upp og aðrir hlutir gangi ekki nógu vel upp“ segir Sverrir sem var á leiðinni á liðsfund til að fara betur yfir atriðin sem þarf að laga fyrir seinni leikinn. Vill frekar frammistöðu en sigur „Auðvitað er það eitthvað sem við viljum gera en við verðum líka að horfa aðeins lengra en bara á þessa leiki. Við erum að koma í fyrsta skipti saman sem hópur með þessum þjálfara. Hann leggur miklar kröfur á okkur bæði sóknarlega og varnarlega og það er eðlilegt að það muni taka lengri tíma“ sagði Sverrir og talaði um að næstu fjórir leikir Íslands verði notaðir til að fínslípa liðið fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það væru „stóru verðlaunin.“ „[Arnar] sagði við okkur að hann vill frekar að við reynum að gera hlutina rétt og reynum að gera það sem við viljum gera. Frekar en að grísa á einhverja sigra hér og þar á meðan.“ Hundrað leikja maður mættur í hópinn Ísland slapp út úr leiknum í gærkvöldi án þess að missa menn í meiðsli eða leikbönn. Jóhann Berg Guðmundsson bættist svo í hópinn og tók þátt á æfingu í dag. „Það gefur okkur mikið. Hann er að fara að spila sinn hundraðasta landsleik þannig að hann veit nákvæmlega hvað þetta snýst um. Frábært að hann sé orðinn heill heilsu og getur hjálpað okkur mikið“ sagði Sverrir um komu Jóhanns. Lyfjaprófaður í sífellu Sverrir er grunsamlegur maður, að mati eftirlitsaðila alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir leikinn í gær. Eftir því sem maður heyrir er það að gerast ansi oft, það hlýtur að vera pirrandi? „Já, þetta er eitthvað sem þú nennir ekki að standa eftir leik eins og í gær. Þar sem þú þarft að drífa þig út á flugvöll og ferðalag. Það er bara af þessu, en ég hef síðustu misseri með landsliðinu verið tekinn grunsamlega oft, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu á eftir mér eða eitthvað“ sagði Sverrir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna efst í fréttinni. Seinni leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Klippa: Sverrir Ingi á æfingasvæði Íslands „Menn eru bara að ná sér eftir leikinn og ferðalagið, auðvitað var þetta mikið ferðalag í nótt en að fínt að vera kominn snemma í morgun og geta nýtt daginn í endurheimt og meðhöndlanir. Við erum bara á fínum stað, í toppaðstæðum og ekki yfir neinu að kvarta“ sagði Sverrir í spænsku sólinni á æfingasvæðinu La Finca. „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Þrátt fyrir tapið í gær var Sverrir sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í leiknum. „Sérstaklega þegar við lítum á hlutina sem þjálfarinn lagði upp með fyrir leikinn, við verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga til að kynnast því hvernig hann vill að liðið spili… Það er alveg eðlilegt að fullt af hlutum gangi upp og aðrir hlutir gangi ekki nógu vel upp“ segir Sverrir sem var á leiðinni á liðsfund til að fara betur yfir atriðin sem þarf að laga fyrir seinni leikinn. Vill frekar frammistöðu en sigur „Auðvitað er það eitthvað sem við viljum gera en við verðum líka að horfa aðeins lengra en bara á þessa leiki. Við erum að koma í fyrsta skipti saman sem hópur með þessum þjálfara. Hann leggur miklar kröfur á okkur bæði sóknarlega og varnarlega og það er eðlilegt að það muni taka lengri tíma“ sagði Sverrir og talaði um að næstu fjórir leikir Íslands verði notaðir til að fínslípa liðið fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það væru „stóru verðlaunin.“ „[Arnar] sagði við okkur að hann vill frekar að við reynum að gera hlutina rétt og reynum að gera það sem við viljum gera. Frekar en að grísa á einhverja sigra hér og þar á meðan.“ Hundrað leikja maður mættur í hópinn Ísland slapp út úr leiknum í gærkvöldi án þess að missa menn í meiðsli eða leikbönn. Jóhann Berg Guðmundsson bættist svo í hópinn og tók þátt á æfingu í dag. „Það gefur okkur mikið. Hann er að fara að spila sinn hundraðasta landsleik þannig að hann veit nákvæmlega hvað þetta snýst um. Frábært að hann sé orðinn heill heilsu og getur hjálpað okkur mikið“ sagði Sverrir um komu Jóhanns. Lyfjaprófaður í sífellu Sverrir er grunsamlegur maður, að mati eftirlitsaðila alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir leikinn í gær. Eftir því sem maður heyrir er það að gerast ansi oft, það hlýtur að vera pirrandi? „Já, þetta er eitthvað sem þú nennir ekki að standa eftir leik eins og í gær. Þar sem þú þarft að drífa þig út á flugvöll og ferðalag. Það er bara af þessu, en ég hef síðustu misseri með landsliðinu verið tekinn grunsamlega oft, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu á eftir mér eða eitthvað“ sagði Sverrir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna efst í fréttinni. Seinni leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira