„Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2025 10:31 Arnar stýrir hér æfingu landsliðsins á Spáni á dögunum. Mynd: KSÍ Spenningurinn hefur gert rækilega var um sig hjá landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni sem stýrir sínum fyrsta leik með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í kvöld í fyrri leik liðsins gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Undirbúningurinn fyrir þennan fyrsta leik hefur verið knappur. Íslenska landsliðið heimsækir Kósovó í Pristina í kvöld og það er uppselt á leikinn og um fjórtán þúsund Kósóvar sem munu styðja heimamenn áfram. Það er í kvöld sem vegferð íslenska landsliðsins hefst formlega undir stjórn Arnars sem hefur haft í nægu að snúast með liðið á Spáni undanfarna daga því tíminn sem liðið hefur saman fram að fyrsta leik hefur verið knappur. Klippa: Viðtal við Arnar landsliðsþjálfara „Fiðringurinn er kominn, sérstaklega núna þegar að við erum lentir í Kósovó, mættir hingað á völlinn og búnir að kíkja á grasið. Það er óneitanlega kominn mikill spenningur í bæði mig og hópinn. Undirbúningurinn hefur verið góður, ég er mjög ánægður með þessa tvo til þrjá daga sem við höfum haft saman. Mikið af upplýsingum, langir fundir og góðar æfingar. Það er allt klárt.“ Þetta eru aðeins nokkrir dagar sem þið hafið saman fram að þessum fyrsta leik. Hverju hefurðu þurft að koma á framfæri á þessum dögum, hverjar eru áherslurnar? „Ég þarf bara að koma öllu frá mér. Reyni að koma inn fimm árum af upplýsingum í þrjá fundi og tvær æfingar. Strákarnir hafa verið frábærir í þessari stöðu. Það er erfitt að hafa svona knappan tíma til að koma inn miklum upplýsingum en við verðum einhvers staðar að byrja. Þetta er núllpunktur núna. Við byrjum á þessu. Menn gera fullt af mistökum í leiknum gegn Kósovó í kvöld og læra af því, við höldum svo áfram og munum gera mistök í júní glugganum en svo verðum við klárir í september þegar að undankeppni HM hefst.“ En hvað vill Arnar sjá í leik liðsins í kvöld? „Ég vil sjá að það sé ljós eftir leikinn að við getum svo haldið áfram í júní gluggann, að það verði framfarir og að við höfum séð eitthvað DNA, einhverja heildarmynd og byggjum svo ofan á það. Auðvitað viljum við vinna leikinn, engin spurning. Viljum komast áfram í þessu tveggja leikja einvígi. Þetta er ekki einn leikur og svo búið. Hvað þýðir að ná í góð úrslit í í þessum fyrri leik? Kannski er jafntefli góð úrslit, auðvitað vil ég vinna en ég vil samt ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir. Þá á ég við að þetta verð einhver heppnissigur og að við getum ekki tekið neitt með okkur í næsta leik. Ég er svolítið að horfa í sterka frammistöðu í þessum fyrri leik gegn Kósovó, að strákarnir séu nógu hugaðir til að reyna framfylgja því sem við höfum gert á æfingum og fundum hingað til.“ Bein útsending og opin dagskrá hefst frá leik Kósovó og Íslands á Stöð 2 Sport klukkan korter í átta í kvöld. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Er betra að vinna eða tapa í kvöld? Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega? 20. mars 2025 07:30 „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira
Íslenska landsliðið heimsækir Kósovó í Pristina í kvöld og það er uppselt á leikinn og um fjórtán þúsund Kósóvar sem munu styðja heimamenn áfram. Það er í kvöld sem vegferð íslenska landsliðsins hefst formlega undir stjórn Arnars sem hefur haft í nægu að snúast með liðið á Spáni undanfarna daga því tíminn sem liðið hefur saman fram að fyrsta leik hefur verið knappur. Klippa: Viðtal við Arnar landsliðsþjálfara „Fiðringurinn er kominn, sérstaklega núna þegar að við erum lentir í Kósovó, mættir hingað á völlinn og búnir að kíkja á grasið. Það er óneitanlega kominn mikill spenningur í bæði mig og hópinn. Undirbúningurinn hefur verið góður, ég er mjög ánægður með þessa tvo til þrjá daga sem við höfum haft saman. Mikið af upplýsingum, langir fundir og góðar æfingar. Það er allt klárt.“ Þetta eru aðeins nokkrir dagar sem þið hafið saman fram að þessum fyrsta leik. Hverju hefurðu þurft að koma á framfæri á þessum dögum, hverjar eru áherslurnar? „Ég þarf bara að koma öllu frá mér. Reyni að koma inn fimm árum af upplýsingum í þrjá fundi og tvær æfingar. Strákarnir hafa verið frábærir í þessari stöðu. Það er erfitt að hafa svona knappan tíma til að koma inn miklum upplýsingum en við verðum einhvers staðar að byrja. Þetta er núllpunktur núna. Við byrjum á þessu. Menn gera fullt af mistökum í leiknum gegn Kósovó í kvöld og læra af því, við höldum svo áfram og munum gera mistök í júní glugganum en svo verðum við klárir í september þegar að undankeppni HM hefst.“ En hvað vill Arnar sjá í leik liðsins í kvöld? „Ég vil sjá að það sé ljós eftir leikinn að við getum svo haldið áfram í júní gluggann, að það verði framfarir og að við höfum séð eitthvað DNA, einhverja heildarmynd og byggjum svo ofan á það. Auðvitað viljum við vinna leikinn, engin spurning. Viljum komast áfram í þessu tveggja leikja einvígi. Þetta er ekki einn leikur og svo búið. Hvað þýðir að ná í góð úrslit í í þessum fyrri leik? Kannski er jafntefli góð úrslit, auðvitað vil ég vinna en ég vil samt ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir. Þá á ég við að þetta verð einhver heppnissigur og að við getum ekki tekið neitt með okkur í næsta leik. Ég er svolítið að horfa í sterka frammistöðu í þessum fyrri leik gegn Kósovó, að strákarnir séu nógu hugaðir til að reyna framfylgja því sem við höfum gert á æfingum og fundum hingað til.“ Bein útsending og opin dagskrá hefst frá leik Kósovó og Íslands á Stöð 2 Sport klukkan korter í átta í kvöld.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Er betra að vinna eða tapa í kvöld? Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega? 20. mars 2025 07:30 „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira
Er betra að vinna eða tapa í kvöld? Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega? 20. mars 2025 07:30
„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19
Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40