Lífið

Fréttamynd

Fjölskyldumaður

Söngvarinn síungi Mick Jagger fagnaði því að hafa lokið tónleikaröð í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar Rolling Stones með því að taka allsherjar fjölskyldudag í New York.

Lífið
Fréttamynd

Síðustu tónleikar Einars

Tónleikarnir Hátt í Höllinni sem verða haldnir í Laugardalshöll í kvöld með mörgum af vinsælustu flytjendum Íslands verða þeir síðustu sem Einar Bárðarson skipuleggur áður en hann tekur við starfi forstöðumanns Höfuðborgarstofu.

Lífið
Fréttamynd

Deadline hefur trú á Djúpinu

Djúpið er ein af fimmtán kvikmyndum sem bandaríska vefsíðan Deadline.com segir að sé líkleg til að komast í fimmtán mynda úrtak fyrir tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna. Tilkynnt verður um fimmtán mynda úrtakið á föstudaginn.

Menning
Fréttamynd

Hollywood bregst við harmleiknum

Hin hörmulega skotárás á Sandy Hook-grunnskólann í Newport, Connecticut í síðustu viku hefur valdið ómældri reiði og sorg um allan heim. Alls liggja 27 manns í valnum eftir hinn tvítuga árásarmann, þar af tuttugu börn, ýmist sex eða sjö ára gömul.

Lífið
Fréttamynd

Leikin heimildarmynd um æskuár Páls Óskars

Ég er með forvarnastarf í grunnskólum sem er kallað Marita-fræðslan og við framleiddum svona mynd um Jónsa 2007, vegna afstöðu hans til vímugjafanotkunar þegar hann var unglingur og barn, og nú erum við að gera svipaða mynd um Pál Óskar," segir Magnús Stefánsson um tildrög þess að myndin um Pál Óskar varð til.

Menning
Fréttamynd

Fólk ekki hrifið af litnum

Kelly Osbourne viðurkennir að fólki þyki háralitur hennar ekki fallegur. Sjónvarpsstjarnan hefur litað hárið á sér í sérstökum fjólugráum lit í nokkurn tíma.

Lífið
Fréttamynd

Alvöru Harlem-stemning í Tryggvagötunni

Mikill asi hefur verið við að umbreyta Þýska barnum í nýjan bar, Harlem, sem opnar á morgun. "Við fengum til liðs við okkur á annan tug ungra myndlistarmanna til að skreyta innviði staðarins með fjölbreyttri myndlist. Það gefur honum lifandi blæ og það er virkilega flott að sjá alla þessa ólíku stíla blandast saman,“ segir Steindór Grétar Jónsson.

Lífið
Fréttamynd

Gefa rafmagnsljósunum frí

„Við stofnuðum þennan kammerhóp þegar við komum heim frá námi og á hverju einasta ári höfum við haldið svona kertaljósatónleika. Létum sérútbúa kertastjaka og flytjum þá á milli og gefum rafmagnsljósunum alveg frí. Svo er bara rökkrið kringum áheyrendur og það ríkir mikil stemmning,“ segir Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari í Camerarctica.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert áfengi fyrir tónleikana

Hollustan er í fyrirrúmi í búningsklefa tónlistarmannsins Mika fyrir tónleika hans í Hörpu í kvöld, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Tónlist
Fréttamynd

Hér til að slaka á

„Ég er hér til þess að heimsækja vini,“ segir norski leikarinn Terje Skonseng Naudeer, en hann ákvað að skella sér í vetrarfrí til Íslands.

Lífið
Fréttamynd

"Rosalegt áhættuatriði“

„Mér líður eins og ég sé að æfa Paganini,“ segir Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari sem leikur einleik í umræddum konsert á tónleikum Kammersveitarinnar annað kvöld. Hún segir það síst orðum aukið hjá Jóhannesi að einleikskaflinn sé erfiður.

Menning
Fréttamynd

Metnaðarfyllsta verkefnið

„Þessi fjármögnunarleið er alveg glæný hér á landi og mjög spennandi. Ég tel þetta vera eitt af síðustu skrefunum í þessari þróun sem hefur verið undanfarin ár að gera myndir meira demókratískar,“ segir leikstjórinn og handritshöfundurinn Óskar Bragi Stefánsson.

Menning
Fréttamynd

21 með Adele vinsælust á iTunes

Plata ensku söngkonunnar Adele, 21, selst enn eins og heitar lummur tæpum tveimur árum eftir að hún kom út. Hún var sú mest selda hjá iTunes í Bandaríkjunum árið 2012 og sló þar við nýjum útgáfum frá hinum vinsælu Taylor Swift og Mumford & Sons.

Lífið
Fréttamynd

Martröð fræga fólksins

Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum.

Lífið
Fréttamynd

Gleymd barokkperla ómar aftur í Hörpu

Það er ekki á hverjum degi sem óþekkt tónverk eftir löngu látna meistara eru flutt í fyrsta sinn eftir aldalanga þögn á Íslandi. Það gæti þó orðið reyndin á árlegum jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Hörpu annað kvöld. Á efnisskrá er meðal annars fiðlukonsert þar sem Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari leikur einleik. Höfundur konsertsins er skráður óþekktur en grunur leikur hins vegar á að geti verið eftir sjálfan Vivaldi eða nemanda hans.

Menning
Fréttamynd

Jólatónleikar Bartóna og Kötlu

Karlakór Kaffibarsins, Bartónar, og kvennakórinn Katla blása til jólatónleika í Tjarnarbíói í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins.

Menning
Fréttamynd

Býr til myndir úr hljóðum og texta

Verkið var leiklesið hér heima hjá mér á Listahátíð í vor, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og svo vann ég það áfram fyrir þessa uppfærslu í útvarpinu,“ segir Hrafnhildur Hagalín um leikrit sitt, Opið hús, sem Útvarpsleikhúsið sendir út á jóladag. „Það breyttist töluvert í vinnslunni og við áttum í ákveðnum díalóg um þróunina, ég og Kristín leikstjóri.“

Lífið
Fréttamynd

Átján mánaða lagahöfundur

„Hann var raulandi sama stefið út í eitt í sumar, þá 18 mánaða, og það varð kveikjan að laginu. Mér fannst þetta svo jólalegt hjá honum. Ég reyndi nokkrum sinnum að raula með honum en þá hætti hann alltaf því ég gerði þetta víst ekki rétt,“ segir lagahöfundurinn og leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson.

Tónlist
Fréttamynd

Ver raddböndin í rúllukraga

Söngvarinn Unnsteinn Manuel Stefánsson kveðst mjög feginn því að rúllukraginn sé loksins kominn í tísku. Sjálfur hefur hann klæðst rúllukraga frá fermingu og á sex rúllukragapeysur í fataskápnum. Hönnuðir heimsins gefa rúllukraganum nýtt líf í fataskápum

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sökkti sér ekki niður í undirheimana

"Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa,“ segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti.

Lífið
Fréttamynd

Mætti með mömmumat í prufuna

„Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt ferli og ég hafði gaman af," segir viðskiptafræðineminn Eva Laufey Hermannsdóttir, einn af þátttakendum í raunveruleikaþættinum Masterchef sem verður frumsýndur í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Hönnunarkeppni unglinganna

„Þetta snýst um heildarútlitið á módelinu. Allt verður að passa saman og vera í samræmi við þemað, sem í ár er framtíðin,“ segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, um hönnunarkeppnina Stíl sem haldin verður í tólfta sinn á morgun.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Óttast ekki reiði kirkjunnar manna

„Ég ákvað að gera bók um hinn biblíska heimsendi og datt í hug að blanda geimverum í söguna. Þetta er svo ótrúlega súr og snarklikkaður heimsendir að mig langaði að myndskreyta hann," segir rithöfundurinn og teiknarinn Hugleikur Dagsson.

Lífið
Fréttamynd

Stofnaði Félag misfætlinga vegna viðbragða

„Ég held að ég gæti verið búin að finna spegilmynd mína. Ég ætla samt ekki að gera mér of miklar vonir því ég á eftir að hitta hana,“ segir leikkonan Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir sem opinberaði misstóra fætur sína í blaðinu í gær.

Lífið