Jólatónleikar Bartóna og Kötlu 18. desember 2012 06:00 Karlakór Kaffibarsins, Bartónar, blæs til jólatónleika í Tjarnarbíói í kvöld ásamt kvennakórnum Kötlu og Cheek Mountain Thief. Mynd/Carmel McNamara Karlakór Kaffibarsins, Bartónar, og kvennakórinn Katla blása til jólatónleika í Tjarnarbíói í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins. Þetta er í fyrsta sinn sem kórarnir sameinast á tónleikum. Kvennakórinn Katla er nýstofnaður og kemur fram í fyrsta sinn í kvöld. Kórinn Bartónar var stofnaður fyrir nokkrum misserum og hefur verið iðinn við tónleikahald víðs vegar um borgina. Bartónar hafa vakið mikla athygli fyrir líflegan flutning og glæsileika, að sögn meðlima, en prúð framkoma og herramennska eru öllum meðlimum skyldar samkvæmt siðareglum kórsins. Stjórnandi Bartóna er söngvarinn Jón Svavar Jósefsson. Stjórnendur Kötlu eru söngkonurnar Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir. Hljómsveitin Cheek Mountain Thief kemur einnig fram á tónleikunum en samstarf hennar og Bartóna hefur vakið nokkra athygli. Kórinn syngur í tveimur lögum á nýrri plötu sveitarinnar og kom fram á tónleikum hennar á Airwaves á dögunum. Búast má við miklu stuði þar sem ætlunin er að koma áhorfendum í sannkallað jólaskap. Miðar kosta 1.000 krónur og fást í Tjarnarbíói eða á Kaffibarnum. Lífið Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Karlakór Kaffibarsins, Bartónar, og kvennakórinn Katla blása til jólatónleika í Tjarnarbíói í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins. Þetta er í fyrsta sinn sem kórarnir sameinast á tónleikum. Kvennakórinn Katla er nýstofnaður og kemur fram í fyrsta sinn í kvöld. Kórinn Bartónar var stofnaður fyrir nokkrum misserum og hefur verið iðinn við tónleikahald víðs vegar um borgina. Bartónar hafa vakið mikla athygli fyrir líflegan flutning og glæsileika, að sögn meðlima, en prúð framkoma og herramennska eru öllum meðlimum skyldar samkvæmt siðareglum kórsins. Stjórnandi Bartóna er söngvarinn Jón Svavar Jósefsson. Stjórnendur Kötlu eru söngkonurnar Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir. Hljómsveitin Cheek Mountain Thief kemur einnig fram á tónleikunum en samstarf hennar og Bartóna hefur vakið nokkra athygli. Kórinn syngur í tveimur lögum á nýrri plötu sveitarinnar og kom fram á tónleikum hennar á Airwaves á dögunum. Búast má við miklu stuði þar sem ætlunin er að koma áhorfendum í sannkallað jólaskap. Miðar kosta 1.000 krónur og fást í Tjarnarbíói eða á Kaffibarnum.
Lífið Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira