Söfn

Fréttamynd

Bylting á skjala­söfnum

Í dag halda skjalasöfn um allan heim upp á Alþjóðlega skjaladaginn. Þetta árið er þema hans „Empowering Archives“ eða Eflum skjalasöfnin, sem á vel við í dag þar sem skjalasöfnin eru ekki áberandi í umræðunni.

Skoðun
Fréttamynd

Getur ekki tekið á móti fleiri gömlum bílum á Ystafelli

Eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík hefur ekki undan að neita fólki um gamla bíla, sem það vill gefa safninu. Á safninu í dag eru um eitt hundrað bílar, meðal annars forsetabíllinn, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Innlent
Fréttamynd

Þórður í Skógum er 100 ára í dag

Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur.

Innlent
Fréttamynd

Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga

Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Pompidou-safninu í París lokað í fjögur ár

Pompidou-safninu í frönsku höfuðborginni París verður lokað í fjögur ár til að hægt verði að ráðast í nauðsynlegar endurbætur. Menningarmálaráðherra landsins segir þá leið að loka safninu alfarið bæði vera ódýrari lausn og þannig taki endurbæturnar líka skemmri tíma.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir ljós­mynda sem týndust í aur­skriðunum fundust ó­skemmdar

Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með.

Innlent
Fréttamynd

Ferðast 114 ár aftur í tímann

Nákvæm götumynd af Aðalstræti, eins og hún leit út fyrir hundrað og fjórtán árum, var flutt á Landnámssýninguna í dag. Þar verður hægt að skyggnast inn í fortíðina og sjá hvernig fólk lifði og bjó í miðbæ Reykjavíkur á þessum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Vilja varðskipið Ægi undir snjóflóðasafn á Flateyri

Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri vill fá varpskipið Ægi undir safnið og nýta það einnig undir gisti-og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins furðar sig á því að ekkert snjóflóðasafn sé starfrækt hér á landi þrátt fyrir að snjóflóð séu mannskæðustu náttúruhamfarir Íslandssögunni.

Innlent