Skoða betur í hverju gagnrýni fyrrverandi starfsmanna felst Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. september 2022 11:40 Lilja telur ótímabært að tjá sig um lýsingar fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands á stjórnarháttum Hörpu. Ráðuneytið verði að fá að kanna í hverju óánægja þeirra felst. Vísir/Vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra segir að ráðuneyti sitt kanni nú í hverju óánægja nokkurra fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands með stjórnunarstíl Hörpu Þórsdóttur, sem ráðherrann réð án auglýsingar í stöðu þjóðminjavarðar, felst. Fréttastofa greindi frá því í upphafi mánaðar að nokkrir fyrrverandi starfsmenn listasafnsins, sem Harpa stýrði frá árinu 2017, hafi lýst afar ófaglegum stjórnunarstíl hennar. Á stuttum tíma eftir að Harpa tók við starfi safnstjórans hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur ekki viljað veita viðtal vegna málsins og segir ráðuneytið vera að skoða það nánar. Hún vilji ekki ræða það fyrr en hún hafi betri upplýsingar innan úr listasafninu. Skipun Lilju á Hörpu í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið talsvert gagnrýnd af ýmsum fagfélögum, BHM og sjálfum starfsmönnum Þjóðminjasafnsins. Gagnrýni þeirra hefur ekki snúið að Hörpu sjálfri heldur þeirri ákvörðun ráðherrans að auglýsa stöðuna ekki, líkt og almenna reglan er með opinberar stöður. Ráðherrar hafa heimild til að víkja frá þeirri reglu ef rökstuðningur fyrir því er fyrir hendi. Þessi leið hefur verið farin oft áður en gagnrýnin á skipan Hörpu í stöðu þjóðminjavarðar felst einna helst í því hve rökstuðningur ráðherrans hefur verið dræmur. Lilja hefur rökstutt ráðninguna með þeim rökum að Harpa sé einfaldlega mjög hæfur stjórnandi. Söfn Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í upphafi mánaðar að nokkrir fyrrverandi starfsmenn listasafnsins, sem Harpa stýrði frá árinu 2017, hafi lýst afar ófaglegum stjórnunarstíl hennar. Á stuttum tíma eftir að Harpa tók við starfi safnstjórans hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur ekki viljað veita viðtal vegna málsins og segir ráðuneytið vera að skoða það nánar. Hún vilji ekki ræða það fyrr en hún hafi betri upplýsingar innan úr listasafninu. Skipun Lilju á Hörpu í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið talsvert gagnrýnd af ýmsum fagfélögum, BHM og sjálfum starfsmönnum Þjóðminjasafnsins. Gagnrýni þeirra hefur ekki snúið að Hörpu sjálfri heldur þeirri ákvörðun ráðherrans að auglýsa stöðuna ekki, líkt og almenna reglan er með opinberar stöður. Ráðherrar hafa heimild til að víkja frá þeirri reglu ef rökstuðningur fyrir því er fyrir hendi. Þessi leið hefur verið farin oft áður en gagnrýnin á skipan Hörpu í stöðu þjóðminjavarðar felst einna helst í því hve rökstuðningur ráðherrans hefur verið dræmur. Lilja hefur rökstutt ráðninguna með þeim rökum að Harpa sé einfaldlega mjög hæfur stjórnandi.
Söfn Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira