Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2022 22:02 Ungir og aldnir sýna gestum Stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Logi Beck Kristinsson, 14 ára, og Einar Þorvarðarson verkfræðingur, fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. Sigurjón Ólason Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá safninu þar sem Reyðfirðingar segja sögu stríðsáranna á Íslandi. „Hvergi á landinu voru áhrif hersetunnar jafnmikil og hér á Reyðarfirði. Því að hingað komu um eittþúsund Bretar og settust hér niður og íbúarnir voru ekki nema um þrjúhundruð. Þannig að þeir næstum því bara hurfu í hermannahafið,“ segir Einar Þorvarðarson, sem af og til er leiðsögumaður um Stríðsárasafnið. Gamlir hertrukkar mæta gestum.Sigurjón Ólason Það vekur athygli okkar að eldri borgarar annast hér safnvörslu en sjálfur er Einar verkfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þetta gildir hér í öllu sveitarfélaginu; að eldri borgarar sjá um gæslu á söfnum sveitarfélagsins.“ Greiðsla frá sveitarfélaginu rennur svo til félags eldri borgara. „Ég held að það sé bara almenn ánægja með það. Við fáum þarna ákveðnar tekjur og notum þetta svona til ferðalaga og einhverskonar svona skemmtilegheita,“ segir Einar. Byssuvagninn vekur jafnan mikla athygli.Sigurjón Ólason Það er þó einn ungur sumarstarfsmaður, hinn fjórtán ára Logi Beck Kristinsson, sem segist hafa brennandi áhuga á sögu stríðsáranna. „Þannig að það passaði bara mjög vel að þetta safn væri hérna mjög nálægt mér. Ég bað bara um vinnu og fékk hana. Ég er leiðsögumaður og síðan er ég svona nógu ógnvekjandi þannig að fólk er ekkert að hamast í gripunum, líka. Það passar svona saman vel,“ segir Logi Beck, sem jafnan er klæddur í breskan hermannabúning og með hjálm á höfði. Áformað er að gömlu herbraggarnir verði gerðir upp til að hýsa hluta af safngripum.Sigurjón Ólason Safnið hóf starfsemi fyrir ofan byggðina á Reyðarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Núna er komið að því að færa út kvíarnar. „Það er búið að kaupa einkasafn suður á Reykjanesi sem er meiningin að setja hér upp. Þá stendur jafnvel til að gera upp þessa bragga og koma þessu dóti fyrir hérna,“ segir Einar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Eldri borgarar Tengdar fréttir Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá safninu þar sem Reyðfirðingar segja sögu stríðsáranna á Íslandi. „Hvergi á landinu voru áhrif hersetunnar jafnmikil og hér á Reyðarfirði. Því að hingað komu um eittþúsund Bretar og settust hér niður og íbúarnir voru ekki nema um þrjúhundruð. Þannig að þeir næstum því bara hurfu í hermannahafið,“ segir Einar Þorvarðarson, sem af og til er leiðsögumaður um Stríðsárasafnið. Gamlir hertrukkar mæta gestum.Sigurjón Ólason Það vekur athygli okkar að eldri borgarar annast hér safnvörslu en sjálfur er Einar verkfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þetta gildir hér í öllu sveitarfélaginu; að eldri borgarar sjá um gæslu á söfnum sveitarfélagsins.“ Greiðsla frá sveitarfélaginu rennur svo til félags eldri borgara. „Ég held að það sé bara almenn ánægja með það. Við fáum þarna ákveðnar tekjur og notum þetta svona til ferðalaga og einhverskonar svona skemmtilegheita,“ segir Einar. Byssuvagninn vekur jafnan mikla athygli.Sigurjón Ólason Það er þó einn ungur sumarstarfsmaður, hinn fjórtán ára Logi Beck Kristinsson, sem segist hafa brennandi áhuga á sögu stríðsáranna. „Þannig að það passaði bara mjög vel að þetta safn væri hérna mjög nálægt mér. Ég bað bara um vinnu og fékk hana. Ég er leiðsögumaður og síðan er ég svona nógu ógnvekjandi þannig að fólk er ekkert að hamast í gripunum, líka. Það passar svona saman vel,“ segir Logi Beck, sem jafnan er klæddur í breskan hermannabúning og með hjálm á höfði. Áformað er að gömlu herbraggarnir verði gerðir upp til að hýsa hluta af safngripum.Sigurjón Ólason Safnið hóf starfsemi fyrir ofan byggðina á Reyðarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Núna er komið að því að færa út kvíarnar. „Það er búið að kaupa einkasafn suður á Reykjanesi sem er meiningin að setja hér upp. Þá stendur jafnvel til að gera upp þessa bragga og koma þessu dóti fyrir hérna,“ segir Einar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Eldri borgarar Tengdar fréttir Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00
Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18