Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 13:39 Harpa, nýskipaður þjóðminjavörður og Lilja sem skipaði hana án auglýsingar. Það hefur valdið verulegri óánægju; bæði er Lilja talin hafa forsmáð fræðin og brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að skipa í stöðuna án auglýsingar. stjr Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna skipunarinnar. Gagnrýnin beinist ekki að Hörpu „Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram hjá fagfélögum og BHM á verklagi menningar- og viðskiptaráðuneytis við skipun þjóðminjavarðar þann 25.8.2022,“ segir í yfirlýsingunni sem er til þess að gera stutt en hana sendir fyrir hönd félagsins Ármann Guðmundsson sérfræðingur. Þar segir ennfremur: „Félagið harmar að ráðuneyti og ráðherra hafi valið að auglýsa ekki embættið til umsóknar. Verklagið lýsir metnaðarleysi ráðuneytisins í garð Þjóðminjasafns Íslands, ber vott um ógagnsæja stjórnsýslu og kastar rýrð á málaflokkinn í heild.“ Í yfirlýsingunni er tekið sérstaklega fram að hér sé um að ræða gagnrýni á verklagi, en ekki að spjótum sé beint að þeim sem skipuð var og er það í takti við aðrar yfirlýsingar sem fram hafa komið um þessa skipan: „Gagnrýnin beinist alfarið að ferli skipunarinnar en ekki að Hörpu Þórsdóttur.“ Framsókn leiði handráðningar í stöður á vegum hins opinbera Vísir hefur greint ítarlega frá þessum máli en gagnrýnin hefur ekki síst byggst á stjórnsýslulegum sjónarmiðum. Í viðtali við fréttastofu segir Lilja að Harpa sé hæf en gagnrýnin hefur ekki snúið að því heldur hvernig að málum er staðið. Haukur Arnþórsson stjórsýslufræðingur segir að með þessum handráðningum ráðherra sé verið að hverfa ár og áratugi aftur í tímann: „Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur?“ spyr Haukur í nýlegri grein um málið. Íslensk fræði Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fornminjar Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Tengdar fréttir Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna skipunarinnar. Gagnrýnin beinist ekki að Hörpu „Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram hjá fagfélögum og BHM á verklagi menningar- og viðskiptaráðuneytis við skipun þjóðminjavarðar þann 25.8.2022,“ segir í yfirlýsingunni sem er til þess að gera stutt en hana sendir fyrir hönd félagsins Ármann Guðmundsson sérfræðingur. Þar segir ennfremur: „Félagið harmar að ráðuneyti og ráðherra hafi valið að auglýsa ekki embættið til umsóknar. Verklagið lýsir metnaðarleysi ráðuneytisins í garð Þjóðminjasafns Íslands, ber vott um ógagnsæja stjórnsýslu og kastar rýrð á málaflokkinn í heild.“ Í yfirlýsingunni er tekið sérstaklega fram að hér sé um að ræða gagnrýni á verklagi, en ekki að spjótum sé beint að þeim sem skipuð var og er það í takti við aðrar yfirlýsingar sem fram hafa komið um þessa skipan: „Gagnrýnin beinist alfarið að ferli skipunarinnar en ekki að Hörpu Þórsdóttur.“ Framsókn leiði handráðningar í stöður á vegum hins opinbera Vísir hefur greint ítarlega frá þessum máli en gagnrýnin hefur ekki síst byggst á stjórnsýslulegum sjónarmiðum. Í viðtali við fréttastofu segir Lilja að Harpa sé hæf en gagnrýnin hefur ekki snúið að því heldur hvernig að málum er staðið. Haukur Arnþórsson stjórsýslufræðingur segir að með þessum handráðningum ráðherra sé verið að hverfa ár og áratugi aftur í tímann: „Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur?“ spyr Haukur í nýlegri grein um málið.
Íslensk fræði Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fornminjar Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Tengdar fréttir Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32
Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12
Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37
Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent