Menning

„Það að fá svona klapp á bakið er alveg ómetanlegt“

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Ingibjörg Sigurjónsdóttir myndlistakona hlaut viðurkenningu í dag.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir myndlistakona hlaut viðurkenningu í dag. Stöð 2/Steingrímur Dúi

Níutíu ára afmæli listamannsins Erró var fagnað með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur í dag. Í tilefni dagsins hlaut Ingibjörg Sigurjónsdóttir úthlutun úr Guðmundusjóði, sem styrkir framúrskarandi listakonur. 

Listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, eða Erró eins og hann er betur þekktur, er níræður í dag. Sjálfur er listamaðurinn staddur í París en dagurinn var engu að síður haldinn hátíðlegur í Hafnarhúsinu þar sem Listasafn Reykjavíkur bauð gestum og gangandi á sýninguna Sprengikraftur mynda.

Þá var sérstök afmælisúthlutun úr listasjóði sem Erró kom á fót í nafni Guðmundu móðursystur sinnar. Þetta var í 23. sinn sem styrkurinn var veittur en hann er ætlaður framúrskarandi listakonum.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. „Ég er bara djúpt snortin af þakklæti af því að þetta er ótrúlega mikil viðurkenning og hvatning, og það að fá svona klapp á bakið er alveg ómetanlegt,“ sagði hún í dag.

Að hennar sögn er myndlistin leiðin til þess að lifa af í fegurð og merkingu. Það hafi verið frábært að fá viðurkenningu sem framúrskarandi listakona.

„Það er mjög stórkostlegt. Þetta er svo einstakt tungumál sem að myndlistin er sem er hægt að nota til þess að orða hluti og skilja eitthvað sem er ómögulegt að skilja á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.