Söfn

Fréttamynd

„Við eigum að bera virðingu fyrir list­rænu frelsi fólks“

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra.

Innlent
Fréttamynd

Settu stolnu styttuna í geim­flaug og segja hana rasískt verk

Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim.

Innlent
Fréttamynd

54 kílóa þorskur til sýnis á Hellissandi

Sjóminjasafnið á Hellissandi er með uppstoppaðan þorsk til sýnis sem vó 54 kíló og mældist 164 sentímetrar á lengd. Þorskurinn þeirra Snæfellinga, sem veiddist í utanverðum Breiðafirði árið 1990, virðist því toppa þorskinn sem skipverjarnir á Bergey VE veiddu við Vestmannaeyjar um helgina, að minnsta kosti í þyngd en kannski ekki í lengd.

Innlent
Fréttamynd

Einstakt listaverkasafn afhent Listasafni Íslands

Listasafn Íslands fékk í dag afhent einstakt listaverkasafn Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk. Listaverkasafnið inniheldur margar af perlum íslenskrar myndlistar.

Innlent
Fréttamynd

Safn Nínu Tryggva­dóttur í Hafnar­húsið – Takk Una Dóra!

Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný

Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns.

Innlent
Fréttamynd

Merkileg dráttarvél gefin á Hvanneyri

Ein merkilegasta dráttarvél landsins er nú komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri en það var Kristján Helgi Bjartmarsson, sem er mikill eljumaður og fagurkerri, sem færði safninu vélina að gjöf. Vélin, sem er gangfær er snúið í gang.

Innlent
Fréttamynd

Graðhestaskyr á Brúnastöðum: Skyrland opnað á Selfossi

„Við krakkarnir fengum alltaf graðhestaskyr á Brúnastöðum“, sagði Guðni Ágústsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna og fyrrverandi ráðherra þegar nýjasta upplifundarsýning, Skyrland, var opnuð á Selfossi í kvöld í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss.

Innlent
Fréttamynd

Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina

Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Mörg hundruð kýr í sumarbústað

Þeir sem eru svo heppnir að hafa komið inn í sumarbústað í Holtum í Rangárvallasýslu missa hökuna niður á bringu þegar inn er komið. Ástæðan er sú að bústaðurinn er fullur af gripum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta gjöf sem Reykja­víkur­borg hefur þegið

Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu.

Innlent
Fréttamynd

Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu.

Innlent