Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2023 14:14 Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. Tillaga borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafn niður var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir helgi en sökum þess að tillagan fékk mótatkvæði í ráðinu mun hún koma til afgreiðslu borgarstjórnar á morgun. Styrr hefur staðið um tillöguna, í morgun sendi Sagnfræðingafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem borgarstjórn er hvött til þess að fresta öllum ákvörðunum um framtíð safnsins uns ítarlegt samráð hafi verið haft við Borgarskjalasafn, þjóðskalasafn, sagnfræðinga, safnafólk og annað fagfólk. Á morgun mun Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggja til að tillögunni verði vísað frá. „Hún byggir á þeim grunni að sú sviðsmynd sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir krefst aðkomu ríkisins en það er ekki búið að ræða við ríkið um þá aðkomu. Og það segir sig sjálft að tillagan er langt því frá fullunnin og þar með ekki tæk eðli málsins samkvæmt.“ Í þessu máli hafi ekki verið viðhöfð vönduð vinnubrögð. „Hún er vanreifuð þessi tillaga og illa undirbúin. Auk þess hefur ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, stigið fram og talað um það að það sé farsælla að vinna málið í samvinnu við ríkið og önnur héraðsskjalasöfn.“ En í ljósi skuldastöðunnar, þarf ekki að hagræða einhvers staðar? „Það er ekki sama hvar við hagræðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á það hver hagræðingin verður nákvæmlega. Það mun falla heilmikill kostnaður við það að leggja niður safnið og að færa það til ríkisins. Það þarf væntanlega að stækka þjóðskjalasafnið og fjölga starfsmönnum þar þannig að það er ekki nægilega skýrt hver hagræðingin er,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavík Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Tillaga borgarstjóra um að leggja Borgarskjalasafn niður var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir helgi en sökum þess að tillagan fékk mótatkvæði í ráðinu mun hún koma til afgreiðslu borgarstjórnar á morgun. Styrr hefur staðið um tillöguna, í morgun sendi Sagnfræðingafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem borgarstjórn er hvött til þess að fresta öllum ákvörðunum um framtíð safnsins uns ítarlegt samráð hafi verið haft við Borgarskjalasafn, þjóðskalasafn, sagnfræðinga, safnafólk og annað fagfólk. Á morgun mun Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggja til að tillögunni verði vísað frá. „Hún byggir á þeim grunni að sú sviðsmynd sem tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir krefst aðkomu ríkisins en það er ekki búið að ræða við ríkið um þá aðkomu. Og það segir sig sjálft að tillagan er langt því frá fullunnin og þar með ekki tæk eðli málsins samkvæmt.“ Í þessu máli hafi ekki verið viðhöfð vönduð vinnubrögð. „Hún er vanreifuð þessi tillaga og illa undirbúin. Auk þess hefur ráðherra málaflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, stigið fram og talað um það að það sé farsælla að vinna málið í samvinnu við ríkið og önnur héraðsskjalasöfn.“ En í ljósi skuldastöðunnar, þarf ekki að hagræða einhvers staðar? „Það er ekki sama hvar við hagræðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á það hver hagræðingin verður nákvæmlega. Það mun falla heilmikill kostnaður við það að leggja niður safnið og að færa það til ríkisins. Það þarf væntanlega að stækka þjóðskjalasafnið og fjölga starfsmönnum þar þannig að það er ekki nægilega skýrt hver hagræðingin er,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavík Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. 3. mars 2023 12:46
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32