Myndasafni Bærings í Grundarfirði komið á stafrænt form Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2023 21:05 Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Magnús Hlynur Hreiðarsson Myndasafn og myndavélar Bærings Cecilssonar í Grundarfirði vekja alltaf jafn mikla athygli en safnið og búnaðurinn er til sýnis í „Bæringsstofu“ í sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var fréttaritari í Grundarfirði til fjölda ára. Nú er unnið að því að koma öllum ljósmyndum Bærings á starfrænt form. Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Ættingjar hans færðu Grundafjarðarbæ allt myndasafnið og allar myndavélar og annan búnað, sem hann átti, sem er til sýnis í sérstöku rými í Sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar 1997. Hann var mikils metin í bæjarfélaginu og þótt því vel við hæfi að koma upp „Bæringsstofu“ honum til heiðurs. Nokkrir bæjarbúar úr félagi eldri borgara koma reglulega saman til að fara yfir myndasafns Bærings og eru myndirnar í kjölfarið skannaðar og settar á tölvutækt form. Meðal þeirra er Ingi Hans Jónsson, hress og skemmtilegur maður. „Það sem liggur okkur næst á þessum miðvikudögum er að við erum að fara svolítið mikið í myndirnar hans Bærings. Við erum með sérstaka stofu, Bæringsstofu, sem við byggðum í minningu Bærings Cecilssonar, sem að var hérna ljósmyndari og fréttamaður sjónvarps og Morgunblaðsins og reyndar fyrir alla, sem það vildu og við erum að fara svolítið í gegnum þessar myndir. Hún Olga, sem er starfsmaður er í því að skanna myndir, auk þess sem hún er að sjá um þessa daga og aðstoða félag eldri borgara og þetta er rosalega gott og þarft verk,“ segir Ingi Hans. Ingi Hans Jónsson, sem er allt í öllu varðandi “Bæringsstofuna” í Grundarfirði og öðru, sem tengist ljósmyndunum og safni Bærings heitins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæring Cecilsson var fæddur að Búðum í Eyrarsveit, við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ógrynni ljósmynda af náttúru og mannlífi í Eyarsveit og víðar. Hann hafði líka gaman af því að taka kvikmyndir. Góður hluti af myndasafni Bærings hefur verið skannaður en mikið er þó enn eftir og er ætlunin að vinna markvisst að því að koma myndunum á stafrænt form og til opinberrar geymslu, sem fyrst. Gjafabréfið til Grundarfjarðarbæjar á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundarfjörður Menning Söfn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Bæring var öflugur fréttaritari, bæði fyrir sjónvarpið, Morgunblaðið og DV í Grundarfirði til fjölda ára en hann lést 2002. Ættingjar hans færðu Grundafjarðarbæ allt myndasafnið og allar myndavélar og annan búnað, sem hann átti, sem er til sýnis í sérstöku rými í Sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar 1997. Hann var mikils metin í bæjarfélaginu og þótt því vel við hæfi að koma upp „Bæringsstofu“ honum til heiðurs. Nokkrir bæjarbúar úr félagi eldri borgara koma reglulega saman til að fara yfir myndasafns Bærings og eru myndirnar í kjölfarið skannaðar og settar á tölvutækt form. Meðal þeirra er Ingi Hans Jónsson, hress og skemmtilegur maður. „Það sem liggur okkur næst á þessum miðvikudögum er að við erum að fara svolítið mikið í myndirnar hans Bærings. Við erum með sérstaka stofu, Bæringsstofu, sem við byggðum í minningu Bærings Cecilssonar, sem að var hérna ljósmyndari og fréttamaður sjónvarps og Morgunblaðsins og reyndar fyrir alla, sem það vildu og við erum að fara svolítið í gegnum þessar myndir. Hún Olga, sem er starfsmaður er í því að skanna myndir, auk þess sem hún er að sjá um þessa daga og aðstoða félag eldri borgara og þetta er rosalega gott og þarft verk,“ segir Ingi Hans. Ingi Hans Jónsson, sem er allt í öllu varðandi “Bæringsstofuna” í Grundarfirði og öðru, sem tengist ljósmyndunum og safni Bærings heitins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæring Cecilsson var fæddur að Búðum í Eyrarsveit, við norðanvert Kirkjufell. Bæring tók ógrynni ljósmynda af náttúru og mannlífi í Eyarsveit og víðar. Hann hafði líka gaman af því að taka kvikmyndir. Góður hluti af myndasafni Bærings hefur verið skannaður en mikið er þó enn eftir og er ætlunin að vinna markvisst að því að koma myndunum á stafrænt form og til opinberrar geymslu, sem fyrst. Gjafabréfið til Grundarfjarðarbæjar á sínum tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grundarfjörður Menning Söfn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira