Grín og gaman

Fréttamynd

Hvítvínskonan var gestur á neyðarfundi almannavarna

Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í þættinum Föstudagskvöldi með Gumma Ben og Sóla á Stöð 2 í gærkvöldi. Hjálmar nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum auk þess sem hann treður reglulega upp í veislum í hlutverki hvítvínskonunnar svokölluðu.

Lífið
Fréttamynd

Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“

„Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Dularfulla súlan er horfin

Hin dularfulla málmsúla sem fannst nýverið í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð. Embættismenn segjast ekki vita hver fjarlægði súluna sem talið er að hafi verið listaverk.

Erlent
Fréttamynd

Sagan af stór­slysa­stúlkunni

Það kannast eflaust margir við hugtakið meme. Það er í raun ljósmynd sem fer eins og eldur í sinu um netheima, oftar en ekki hefur texta verið komið fyrir á eða við myndina og hún svo notuð við alls kyns tilefni í netumræðu.

Lífið
Fréttamynd

Stuðningsmenn Trump „slá í gegn“

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt.

Lífið