Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2022 10:31 Gústi og Sveppi í lauginni í gær. „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. Í gær var hundraðasti dagurinn og ákvað Gústi að því tilefni að taka Sveppadýfuna frægu sem sló í gegn síðasta sumar. Sveppi, fullu nafni Sverrir Þór Sverrisson, tók Gústa í kennslu og tóku þeir svo dýfuna saman. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með frábært fólk sem hefur verið til í að koma fram í TikTok-unum mínum en á meðal þeirra eru Herra Hnetusmjör, Steindi, Reykjavíkurdætur, Páll Óskar, Auðunn Blöndal, Sólborg Guðbrands, Siggu Kling, Örn Árnason, Björgvin Franz, Jón Gnarr, Clubdub og fullt af áhugaverðu fólki,“ segir Gústi í samtali við Lífið. „Ég hef náð öllum þeim markmiðum á TikTok sem ég lagði upp með í byrjun og nú taka önnur spennandi verkefni við í framhaldinu. Að því sögðu er ég að taka mér smá pásu og því er hundraðasta myndbandið það síðasta í þessari röð.“ Gústi og refurinn Gústi jr. Hann er þó alls ekki hættur að gera myndbönd en mun gera mun minna af þeim. „Að gera metnaðarfullt myndband á hverjum einasta degi ásamt öllum hinum verkefnunum sem ég hef verið að gera hefur tekið sinn toll. Það hefur bitnað á öðrum sviðum í mínu lífi og nú verður geggjað að fá smá hvíld og einbeita sér að öðru,“ útskýrir Gústi. „Nú fer ég aftur í það að talsetja teiknimyndir, koma fram sem plötusnúður, hjálpa fyrirtækjum að reka samfélagsmiðla og njóta lífsins. Reynslan sem öll myndbandagerðin hefur gefið mér er ómetanleg. Það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá mér og stór tilkynning væntanleg á næstu dögum,“ segir Gústi að lokum. Dýfu Sveppa og Gústa má sjá hér fyrir neðan. @gustib_1 Hundraðasti og einnig síðasti dagurinn í röðinni - takk fyrir mig original sound - Gústi B Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Í gær var hundraðasti dagurinn og ákvað Gústi að því tilefni að taka Sveppadýfuna frægu sem sló í gegn síðasta sumar. Sveppi, fullu nafni Sverrir Þór Sverrisson, tók Gústa í kennslu og tóku þeir svo dýfuna saman. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með frábært fólk sem hefur verið til í að koma fram í TikTok-unum mínum en á meðal þeirra eru Herra Hnetusmjör, Steindi, Reykjavíkurdætur, Páll Óskar, Auðunn Blöndal, Sólborg Guðbrands, Siggu Kling, Örn Árnason, Björgvin Franz, Jón Gnarr, Clubdub og fullt af áhugaverðu fólki,“ segir Gústi í samtali við Lífið. „Ég hef náð öllum þeim markmiðum á TikTok sem ég lagði upp með í byrjun og nú taka önnur spennandi verkefni við í framhaldinu. Að því sögðu er ég að taka mér smá pásu og því er hundraðasta myndbandið það síðasta í þessari röð.“ Gústi og refurinn Gústi jr. Hann er þó alls ekki hættur að gera myndbönd en mun gera mun minna af þeim. „Að gera metnaðarfullt myndband á hverjum einasta degi ásamt öllum hinum verkefnunum sem ég hef verið að gera hefur tekið sinn toll. Það hefur bitnað á öðrum sviðum í mínu lífi og nú verður geggjað að fá smá hvíld og einbeita sér að öðru,“ útskýrir Gústi. „Nú fer ég aftur í það að talsetja teiknimyndir, koma fram sem plötusnúður, hjálpa fyrirtækjum að reka samfélagsmiðla og njóta lífsins. Reynslan sem öll myndbandagerðin hefur gefið mér er ómetanleg. Það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá mér og stór tilkynning væntanleg á næstu dögum,“ segir Gústi að lokum. Dýfu Sveppa og Gústa má sjá hér fyrir neðan. @gustib_1 Hundraðasti og einnig síðasti dagurinn í röðinni - takk fyrir mig original sound - Gústi B
Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21