Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2022 18:16 Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að ná vindmyllunni niður. Vísir/Arnar Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. Ef skoðaðar eru lestrartölur Vísis fyrir beinu útsendinguna er ljóst að áhugi lesenda á vindmyllunni er mikill, og eykst raunar með hverri tilraun sem gerð er til þess að ná henni niður. Þegar þetta er skrifað hafa verið gerðar fimm tilraunir til þess að sprengja vindmylluna niður, og sú sjötta er í bígerð. Netverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja, og hafa íslenskir Twitter-notendur margir hverjir lýst ánægju sinni með festu myllunnar, sem lætur tilræði sprengjusveitarinnar ekkert á sig fá. Á sama tíma tala aðrir um mest spennandi sjónvarpsefni í heimi. Bíókvöld framundan #vindmyllan pic.twitter.com/rCo1HVVkas— 𝚁 𝙰 𝙶 𝙶 𝙰 🦋 (@raggaj89) January 4, 2022 Vindmyllan í Þykkvabæ er táknmyndin sem ég þurfti í dag.Allir lúserar landsins mættir til að fella hana og hún er bara: "EKKI Í DAG, SATAN, ÉG STEND ÞETTA AF MÉR." 😤— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) January 4, 2022 Látum ekki eins og þetta sé ekki skemmtilegasta verkefni sem þessir gæjar frá Landhelgisgæslunni hafa nokkru sinni fengið í vinnunni. Ég er bara fjölmiðlakona og myndi samt elska að eyða 6 tímum í að sprengja risastórt mastur #vindmyllan— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) January 4, 2022 Fimmta sprengingin coming up. Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu #vindmyllan— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) January 4, 2022 Vindmyllan sem stendur enn eftir tvö sprengjutilræði í dag er táknmynd íslensku þjóðarsálarinnar. Höldum áfram á hnefanum löngu eftir að við ættum að vera fallin. pic.twitter.com/5S3WjwtjXS— Sindri Geir (@sindrigeir) January 4, 2022 Ef við höfum lært eitthvað af cóvid þá er það að það munu sennilega rísa 2-3 nýjar vindmyllur þarna áður en þessum sérfræðingum tekst að ná niður þessari #vindmyllan— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) January 4, 2022 Þessi úrvinda, tvísprengda, uppbrunna vindmylla þarf skyndifriðun. Minnismerkið um íslensku þrjóskuna.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 4, 2022 „Pabbi, við erum svangir!“„Svekkjandi. Ég elda ekki örðu af mat fyrr en þessi gamla vindmylla í Þykkvabæ fellur.“— Haukur Viðar (@hvalfredsson) January 4, 2022 Ég vil láta smíða hús fyrir mig úr sama efni og þessi vindmylla! #Vindmyllan— Ásmundur Sveinsson (@asi_disko) January 4, 2022 Þetta heppnast klárlega í fyrstu tilraun eftir tilraun 12 #vindmyllan— Ulfar Thordarson (@U_goatskin) January 4, 2022 Þetta vindmyllustream er eitt mest spennandi sjónvarpsefni sem ég hef horft á lengi.— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 4, 2022 kannski er orðið tímabært að við lærum að lifa með vindmyllunni— Atli Fannar (@atlifannar) January 4, 2022 Það gerist jafn mikið í þessari vindmylluútsendingu og Ófærð 3— Katrín Atladóttir (@katrinat) January 4, 2022 Þýskar vörur eru einfaldlega yfirburðar. Siemens, AEG, Adidas, Bosch, BMW, Carl Zeiss AG, Vindmyllan...— Björn Teitsson (@bjornteits) January 4, 2022 Það er 4. jan og við erum strax komin með efni fyrir næsta skaup með þessari vindmyllu— Jóhannes Birkir (@JohannesBirkir) January 4, 2022 Erum við búin að prófa að syngja vindmylluna burt?— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 4, 2022 #vindmyllan fellur í— Halldór Jörgensson (@halldorj) January 4, 2022 Hér að neðan má finna fréttavakt og beina útsendingu frá aðgerðum á vettvangi. Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Grín og gaman Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Ef skoðaðar eru lestrartölur Vísis fyrir beinu útsendinguna er ljóst að áhugi lesenda á vindmyllunni er mikill, og eykst raunar með hverri tilraun sem gerð er til þess að ná henni niður. Þegar þetta er skrifað hafa verið gerðar fimm tilraunir til þess að sprengja vindmylluna niður, og sú sjötta er í bígerð. Netverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja, og hafa íslenskir Twitter-notendur margir hverjir lýst ánægju sinni með festu myllunnar, sem lætur tilræði sprengjusveitarinnar ekkert á sig fá. Á sama tíma tala aðrir um mest spennandi sjónvarpsefni í heimi. Bíókvöld framundan #vindmyllan pic.twitter.com/rCo1HVVkas— 𝚁 𝙰 𝙶 𝙶 𝙰 🦋 (@raggaj89) January 4, 2022 Vindmyllan í Þykkvabæ er táknmyndin sem ég þurfti í dag.Allir lúserar landsins mættir til að fella hana og hún er bara: "EKKI Í DAG, SATAN, ÉG STEND ÞETTA AF MÉR." 😤— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) January 4, 2022 Látum ekki eins og þetta sé ekki skemmtilegasta verkefni sem þessir gæjar frá Landhelgisgæslunni hafa nokkru sinni fengið í vinnunni. Ég er bara fjölmiðlakona og myndi samt elska að eyða 6 tímum í að sprengja risastórt mastur #vindmyllan— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) January 4, 2022 Fimmta sprengingin coming up. Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu #vindmyllan— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) January 4, 2022 Vindmyllan sem stendur enn eftir tvö sprengjutilræði í dag er táknmynd íslensku þjóðarsálarinnar. Höldum áfram á hnefanum löngu eftir að við ættum að vera fallin. pic.twitter.com/5S3WjwtjXS— Sindri Geir (@sindrigeir) January 4, 2022 Ef við höfum lært eitthvað af cóvid þá er það að það munu sennilega rísa 2-3 nýjar vindmyllur þarna áður en þessum sérfræðingum tekst að ná niður þessari #vindmyllan— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) January 4, 2022 Þessi úrvinda, tvísprengda, uppbrunna vindmylla þarf skyndifriðun. Minnismerkið um íslensku þrjóskuna.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 4, 2022 „Pabbi, við erum svangir!“„Svekkjandi. Ég elda ekki örðu af mat fyrr en þessi gamla vindmylla í Þykkvabæ fellur.“— Haukur Viðar (@hvalfredsson) January 4, 2022 Ég vil láta smíða hús fyrir mig úr sama efni og þessi vindmylla! #Vindmyllan— Ásmundur Sveinsson (@asi_disko) January 4, 2022 Þetta heppnast klárlega í fyrstu tilraun eftir tilraun 12 #vindmyllan— Ulfar Thordarson (@U_goatskin) January 4, 2022 Þetta vindmyllustream er eitt mest spennandi sjónvarpsefni sem ég hef horft á lengi.— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 4, 2022 kannski er orðið tímabært að við lærum að lifa með vindmyllunni— Atli Fannar (@atlifannar) January 4, 2022 Það gerist jafn mikið í þessari vindmylluútsendingu og Ófærð 3— Katrín Atladóttir (@katrinat) January 4, 2022 Þýskar vörur eru einfaldlega yfirburðar. Siemens, AEG, Adidas, Bosch, BMW, Carl Zeiss AG, Vindmyllan...— Björn Teitsson (@bjornteits) January 4, 2022 Það er 4. jan og við erum strax komin með efni fyrir næsta skaup með þessari vindmyllu— Jóhannes Birkir (@JohannesBirkir) January 4, 2022 Erum við búin að prófa að syngja vindmylluna burt?— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 4, 2022 #vindmyllan fellur í— Halldór Jörgensson (@halldorj) January 4, 2022 Hér að neðan má finna fréttavakt og beina útsendingu frá aðgerðum á vettvangi.
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Grín og gaman Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira