Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2022 22:11 Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson eru bændur á Bæ 1 í Bæjarhreppi hinum forna. Einar Árnason Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Bæjarhreppur við Hrútafjörð var áður syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Eftir að hann sameinaðist Húnaþingi vestra árið 2012 spyrja menn sig hvort íbúarnir við vestanverðan Hrútafjörð teljist núna Strandamenn eða Húnvetningar. Bær í Hrútafirði sem Bæjarhreppur var kenndur við.Einar Árnason Þau Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson búa á jörðinni Bæ sem hreppurinn og íbúarnir voru kenndir við. En kalla þau sig enn Bæhreppinga? „Ekki ég,“ svarar Sigrún sem sjálf er frá höfuðbólinu Bæ. „Það er fólk á svæðinu sem notar það og talar þá um Bæjarhrepp hinn forna,“ segir Heiðar. „Ég.. - við erum bara Húnvetningar, í Húnaþingi vestra,“ segir Sigrún. -Nú! Eruð þið ekki Strandamenn frekar? „Það fer svolítið eftir því hvern þú ert að tala við hérna í sveitinni,“ svarar Sigrún og hlær. Kaldbakur er ofan Haukadals í Dýrafirði. Horft er af Gemlufallsheiði. Til vinstri sést í Sandafell en þar undir er Þingeyri.Baldur Hrafnkell Jónsson Já, Strandasýsla hefur verið talin til Vestfjarða og var áður hluti Vestfjarðakjördæmis. En tala þau aldrei um sig sem Vestfirðinga? „Jú, sérstaklega þegar við rökræðum um hæðir á fjöllum á Vestfjarðakjálkanum. Þá finnst okkur mjög gaman að minna Ísfirðinga og Bolvíkinga á það að hæsta fjall á Vestfjörðum sé Tröllakirkja,“ segir Heiðar. Og þá verður málið viðkvæmt því Vestfirðingar hafa almennt talið hinn tignarlega Kaldbak, sem rís upp úr vestfirsku ölpunum milli Arnafjarðar og Dýrafjarðar, vera hæsta fjall Vestfjarða. Kaldbakur er 998 metra hár. Tröllakirkja er hins vegar 1001 metri. Vestfjarðakjördæmi með Strandasýslu og Bæjarhreppi teygði sig upp á HoltavörðuheiðiKort/Ragnar Visage „Þetta er svolítið gaman að minna Vestfirðinga á þetta að þeir þurfa að fara alveg upp á efsta punkt á Holtavörðuheiði til að finna hæsta fjall Vestfjarða,“ segir bóndinn á Bæ og hlær. Landfræðilega hefur samt oftast verið miðað við að Vestfirðir byrji þar sem styst er á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar og þá er Kaldbakur klárlega hæsta fjall fjórðungsins. Og ef Bæjarhreppur hinn forni sé auk þess talinn Húnaþingsmegin þá getur Tröllakirkja vart talist á Vestfjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þau Sigrún og Heiðar Þór eru í hópi viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2, um samfélagið í Hrútafirði vestanverðum. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Fjallað var um Dýrafjörð og söguslóðir Gísla Súrssonar undir Kaldbaki í þessum þætti um Þingeyri árið 2014: Um land allt Húnaþing vestra Strandabyggð Ísafjarðarbær Grín og gaman Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Bæjarhreppur við Hrútafjörð var áður syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Eftir að hann sameinaðist Húnaþingi vestra árið 2012 spyrja menn sig hvort íbúarnir við vestanverðan Hrútafjörð teljist núna Strandamenn eða Húnvetningar. Bær í Hrútafirði sem Bæjarhreppur var kenndur við.Einar Árnason Þau Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson búa á jörðinni Bæ sem hreppurinn og íbúarnir voru kenndir við. En kalla þau sig enn Bæhreppinga? „Ekki ég,“ svarar Sigrún sem sjálf er frá höfuðbólinu Bæ. „Það er fólk á svæðinu sem notar það og talar þá um Bæjarhrepp hinn forna,“ segir Heiðar. „Ég.. - við erum bara Húnvetningar, í Húnaþingi vestra,“ segir Sigrún. -Nú! Eruð þið ekki Strandamenn frekar? „Það fer svolítið eftir því hvern þú ert að tala við hérna í sveitinni,“ svarar Sigrún og hlær. Kaldbakur er ofan Haukadals í Dýrafirði. Horft er af Gemlufallsheiði. Til vinstri sést í Sandafell en þar undir er Þingeyri.Baldur Hrafnkell Jónsson Já, Strandasýsla hefur verið talin til Vestfjarða og var áður hluti Vestfjarðakjördæmis. En tala þau aldrei um sig sem Vestfirðinga? „Jú, sérstaklega þegar við rökræðum um hæðir á fjöllum á Vestfjarðakjálkanum. Þá finnst okkur mjög gaman að minna Ísfirðinga og Bolvíkinga á það að hæsta fjall á Vestfjörðum sé Tröllakirkja,“ segir Heiðar. Og þá verður málið viðkvæmt því Vestfirðingar hafa almennt talið hinn tignarlega Kaldbak, sem rís upp úr vestfirsku ölpunum milli Arnafjarðar og Dýrafjarðar, vera hæsta fjall Vestfjarða. Kaldbakur er 998 metra hár. Tröllakirkja er hins vegar 1001 metri. Vestfjarðakjördæmi með Strandasýslu og Bæjarhreppi teygði sig upp á HoltavörðuheiðiKort/Ragnar Visage „Þetta er svolítið gaman að minna Vestfirðinga á þetta að þeir þurfa að fara alveg upp á efsta punkt á Holtavörðuheiði til að finna hæsta fjall Vestfjarða,“ segir bóndinn á Bæ og hlær. Landfræðilega hefur samt oftast verið miðað við að Vestfirðir byrji þar sem styst er á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar og þá er Kaldbakur klárlega hæsta fjall fjórðungsins. Og ef Bæjarhreppur hinn forni sé auk þess talinn Húnaþingsmegin þá getur Tröllakirkja vart talist á Vestfjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þau Sigrún og Heiðar Þór eru í hópi viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2, um samfélagið í Hrútafirði vestanverðum. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Fjallað var um Dýrafjörð og söguslóðir Gísla Súrssonar undir Kaldbaki í þessum þætti um Þingeyri árið 2014:
Um land allt Húnaþing vestra Strandabyggð Ísafjarðarbær Grín og gaman Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08
Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22