Ástin og lífið

Fréttamynd

Flestir vilja daðra í sambandinu sínu

Daður er oft á tíðum eitthvað sem fólk tengir meira við tilhugalífið heldur en hversdagslífið. Fólk sullar út sjarmanum og skreytir fjaðrirnar sínar þegar það vill vekja áhuga fólks og sömuleiðis sýna hann. 

Makamál
Fréttamynd

Edda Falak: „Ég vil eiga kærasta sem er bara stoltur af mér“

„Eins og ég geti ekki verið framakona og samt birt kynþokkafulla mynd af mér á samfélagsmiðlum. Af hverju finnst fólki ég lítillækka mig með því að birta sexí mynd? Eins og konur sem birti mynd af sér á bikiní geti ekki verið klárar. Þetta fer mjög mikið í taugarnar á mér,“ segir CrossFit stjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak í viðtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

Spurning vikunnar: Af hverju hélst þú framhjá?

Flestir myndu telja framhjáhöld þau svik sem rista hvað dýpst í samböndum. Þegar fólk svíkur maka sinn á þennan hátt er oftar en ekki mikil vanlíðan og sorg sem fylgir í kjölfarið. Sum sambönd ná að vinna sig út úr þessum svikum en önnur ekki. 

Makamál
Fréttamynd

Bíómyndabónorð við gosið sem heppnaðist fullkomlega

„Ég var alltaf með einhverja svona bíómyndasenu í huga og þetta var búið að vera á planinu í smá tíma, ég hafði bara aldrei fundið rétta tímann. Svo byrjaði bara að gjósa,“ segir hinn nýtrúlofaði Ásmundur Þór Kristmundsson í samtali við Vísi.

Makamál
Fréttamynd

Alma Möller orðin amma

Alma Möller hefur fengið nýtt hlutverk en fyrir viku síðan eignaðist hún sín fyrstu barnabörn. Jónas Már Torfason sonur Ölmu eignaðist tvíburadætur með kærustu sinni Andreu Gestsdóttur.

Lífið
Fréttamynd

Biðin eftir bón­orðinu endaði við gos­stöðvarnar

Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal.

Lífið
Fréttamynd

Spurning vikunnar: Daðrar þú við makann þinn?

Í byrjun sambands þegar fiðrildin flúga hömlulaust í maganum eigum við fullt í fangi með það að heilla maka okkar, hrósa honum og sömuleiðis taka við hrósum. Við döðrum eins og enginn sé morgundagurinn.

Makamál
Fréttamynd

Guðmundur og Guðlaug nýtt par

Guðmundur Hafsteinsson fjárfestir sem oft er kenndur við Google og Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, forstjóri Stekks fjárfestingafélags, eru nýtt par. 

Lífið
Fréttamynd

Föðurland: „Gleymi leiknum strax þegar ég hitti dætur mínar“

„Eftir að stelpurnar komu í heiminn þá lít ég allt öðrum augum á körfuna. Ég er ennþá mjög kappsamur og þoli ekki að tapa en þegar ég kem heim eftir erfiðan leik eða æfingu þá gleymi ég leiknum strax þegar ég hitti dætur mínar,“ segir körfuboltamaðurinn Finnur Atli Magnússon í viðtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

„Fékk skilaboð frá honum um að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig“

„Ég og Gummi vorum áður miklir og góðir vinir en hann var einnig búinn að vera kírópraktorinn minn í einhvern tíma. Síðan fékk ég skilaboð frá honum að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig og vildi endilega fá að bjóða mér á deit. Ég tók því bara fagnandi því nokkrum vikum áður var ég sjálf byrjuð að hugsa mikið til hans og við vorum greinilega bæði farin að laðast að hvoru öðru,“ segir Lína Birgitta í viðtali við Makamál. 

Lífið
Fréttamynd

Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu

„Það voru sumir sem voru hissa að ég hafi tekið þrjá mánuði í fæðingarorlof. Einnig heyrði maður suma tala um að pabbarnir væru ekki í stóru hlutverki fyrstu mánuðina, ég upplifði það alls ekki þannig,“ segir Þorgeir Logason í viðtalsliðnum Föðurland.

Makamál
Fréttamynd

„Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“

„Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 

Lífið
Fréttamynd

Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka?

Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi.

Makamál