Stefnumót í pottinum endaði með innbroti á Adamsklæðunum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. september 2022 14:07 Þegar hjónum býðst óvænt að eyða saman rómantísku kvöldi, án barna, er því yfirleitt tekið fagnandi. Hvað svo sem verður úr kvöldinu er svo önnur saga. Samsett mynd „Ég var orðin svo þreytt svo ég stóð upp, tók í húninn og sagði: Shit! Ég tók ekki úr lás! Þá horfði Gummi á mig og sagði: Ertu að djóka, ég var búinn að setja í lás líka hinumegin!“ segir Inga Berta Bergsdóttir í samtali við Vísi. Læst úti allsber og handklæðalaus Tíst Ingu Bertu á Twitter í gær hefur hlotið mikla athygli en þar segir hún farir þeirra hjóna ekki sléttar eftir langþráð barnlaust kvöld í heita pottinum heima. Twitter færslan: Við hjónin urðum óvænt barnlaus í gær og þá fannst mér mjög góð hugmynd að fara bara nakin í heita pottinn. Ég tók engin handklæði með út en þegar ég ætlaði að fara inn þá fattaði ég að ég gleymdi að taka úr lás. Svo við vorum læst úti allsber. Guðmundur ákvað þá að brjóta upp festinguna á þvottahúsglugganum og troða sér þar inn til að opna. Inga segir góð ráð hafa verið dýr á þessu augnabliki, bæði allsber og handklæðalaus í garðinum en í örvæntingunni hafi þeim fundist þetta besta leiðin. Þetta væri svo gott atriði í einhverjum Klovn þætti! Elska hvað ég er seinheppin. Hefði verið gott að fá lásasmið eða hlaupa nakin yfir til ömmu að fá auka lykla. Átti erfitt með að halda andliti Inga segir að sem betur fer hafi þvottahúsglugginn verið eini glugginn sem þau hafi ekki verið búin að skipta um og þess vegna hægt að brjóta læsinguna upp utan frá. Hún viðurkennir þó að hafa ekki haft mikla trú á því að eiginmaður sinn myndi komast klakklaust í gegnum gluggann þar sem hann væri pínulítill. „Nei, ég náði bara ekki að halda andlitinu,“ segir Inga og skelli hlær aðspurð hvernig tilfinning það hafi verið að fylgjast með nöktum eiginmanni sínum troða sér hetjulega í gegnum svo lítinn glugga. „Mér fannst eiginlega verst að vera ekki með símann til að taka þetta upp,“ segir Inga að lokum. Já þau eru æði misjöfn stefnumótakvöldin en vissulega er allt gott sem endar vel. Hjónin munu þó líklega muna eftir lyklunum í næsta pottapartý, þó það verði ekki endilega að lyklapartýi fyrir vikið. Grín og gaman Ástin og lífið Borgarbyggð Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Læst úti allsber og handklæðalaus Tíst Ingu Bertu á Twitter í gær hefur hlotið mikla athygli en þar segir hún farir þeirra hjóna ekki sléttar eftir langþráð barnlaust kvöld í heita pottinum heima. Twitter færslan: Við hjónin urðum óvænt barnlaus í gær og þá fannst mér mjög góð hugmynd að fara bara nakin í heita pottinn. Ég tók engin handklæði með út en þegar ég ætlaði að fara inn þá fattaði ég að ég gleymdi að taka úr lás. Svo við vorum læst úti allsber. Guðmundur ákvað þá að brjóta upp festinguna á þvottahúsglugganum og troða sér þar inn til að opna. Inga segir góð ráð hafa verið dýr á þessu augnabliki, bæði allsber og handklæðalaus í garðinum en í örvæntingunni hafi þeim fundist þetta besta leiðin. Þetta væri svo gott atriði í einhverjum Klovn þætti! Elska hvað ég er seinheppin. Hefði verið gott að fá lásasmið eða hlaupa nakin yfir til ömmu að fá auka lykla. Átti erfitt með að halda andliti Inga segir að sem betur fer hafi þvottahúsglugginn verið eini glugginn sem þau hafi ekki verið búin að skipta um og þess vegna hægt að brjóta læsinguna upp utan frá. Hún viðurkennir þó að hafa ekki haft mikla trú á því að eiginmaður sinn myndi komast klakklaust í gegnum gluggann þar sem hann væri pínulítill. „Nei, ég náði bara ekki að halda andlitinu,“ segir Inga og skelli hlær aðspurð hvernig tilfinning það hafi verið að fylgjast með nöktum eiginmanni sínum troða sér hetjulega í gegnum svo lítinn glugga. „Mér fannst eiginlega verst að vera ekki með símann til að taka þetta upp,“ segir Inga að lokum. Já þau eru æði misjöfn stefnumótakvöldin en vissulega er allt gott sem endar vel. Hjónin munu þó líklega muna eftir lyklunum í næsta pottapartý, þó það verði ekki endilega að lyklapartýi fyrir vikið.
Grín og gaman Ástin og lífið Borgarbyggð Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira