Ástin og lífið

Fréttamynd

Kjólasaga Brooklyns loðin

Það hefur vart farið fram hjá neinum að Beckham-fjölskyldan stendur nú í sögulegum deilum sem vöktu sérstaklega mikla athygli í gær þegar Brooklyn elsti sonur Victoriu og Davids opnaði sig um áralangar erjur hans og fjölskyldu hans. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir varaþingmaður Flokks fólksins sagði brot af ævintýralega harðneskjulegu uppeldi sínu en móðir hennar „fór í Kanann“ frá fjórum börnum. Faðir hennar gat fyrirgefið framhjáhaldið en aldrei með hverjum það var.

Lífið
Fréttamynd

Fagna tíu árum af ást

Heimsfræga og stundum umdeilda ofurparið Meghan Markle og Harry Bretaprins fagna tíu árum af ást í ár. Þegar þau felldu hugi saman átti bókstaflega allt eftir að breytast í lífi þeirra en ástin virðist blómstra sem aldrei fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Krútteyjurnar Ischia og Sikil­ey: Ástu leist ekki á einnar evru húsin

Ásta Sigurðardóttir ævintýrakona fór fyrir fáeinum árum til Sikileyjar til að skoða einnar evru hús, en endaði á því að kaupa sér ekki hús á eina evru. Enda sá hún fram á að það yrði á endanum dýrara og tímafrekara að gera einnar evru hús íbúðarhæft, heldur en að kaupa dýrari eign. Sem hún gerði og hefur nú gert upp stórt hús í hjarta Salemi, sem er fjallaþorp á miðri Sikiley.

Lífið
Fréttamynd

Rosalia komin með skvísu upp á arminn

Spænska súperstjarnan Rosalia virðist hafa fundið ástina í faðmi frönsku fyrirsætunnar Loli Bahia. Skvísurnar sáust haldast í hendur í rómantískri göngu um Parísarborg á mánudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Tvö ár af ást hjá Charlie og Lauf­eyju

Laufey Lín súperstjarna mætti með sinn heittelskaða Charlie Christie á Golden Globe hátíðina í fyrradag. Hjúin, sem hafa nú verið saman í tvö ár, virtust ástfangin upp fyrir haus saman á rauða dreglinum og nutu sín í botn á þessu einstaka stefnumóti.

Lífið
Fréttamynd

„Besti tími lífs míns hingað til“

„Ef maður hóar góðu fólki saman með nóg af góðum mat og góðum drykkjum þá getur þetta ekki klikkað,“ segir hinn nýlega gifti Davíð Þorláksson. Hann og ástin hans Daniel Barrios Castilla giftu sig síðastliðið sumar á Akureyri og fögnuðu því svo með stæl í borginni Medellín í Kólumbíu.

Lífið
Fréttamynd

„Minnstur aldurs­munur á okkur af öllum pörum“

Almannatengillinn Ólöf Skaftadóttir hafði það náðugt með Magnúsi sínum Ragnarssyni, formanni Tennissambands Íslands, á Trump National Doral í Miami í Flórída yfir hátíðarnar. Rúmlega 25 ára aldursmunurinn á þeim tveimur var ekkert í líkingu við aldursmun annarra para á hótelinu.

Lífið
Fréttamynd

„Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari

Lágvaxnir karlmenn geta glaðst yfir nýjasta tískutrendi ársins 2026. Tímaritið US Weekly hefur nefnilega gefið það út að litlir kóngar (e. short kings), það er að segja lágvaxnir karlmenn, séu að trenda í ár. 

Lífið
Fréttamynd

Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein

Linda Baldvinsdóttir segir aldrei of seint að finna ástina. Linda er 65 ára og nýgift eftir að hafa verið ein meira og minna í tólf ár með stuttum ástarævintýrum inn á milli. Linda kynntist núverandi manni sínum Björgvini Gunnarssyni framkvæmdastjóra fyrir þremur árum. Í dag búa þau saman sem hjón og eru yfir sig ástfangin.

Lífið
Fréttamynd

Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki

Hópur danskra leikara hefur skráð sig á lista sem ætlað er að gera öðrum kleift að bóka leikara í það verkefni að þykjast vera kærasti eða kærasta þeirra. Hugmyndin er að fólk geti bókað leikara í tímabundin verkefni, til dæmis í fjölskylduboð og annað, til að létta fólki lífið sem er orðið þreytt á að svara spurningum um hvers vegna það er einhleypt.

Lífið
Fréttamynd

Víkingar fengu son í jóla­gjöf

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, og Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Víkinga, eignuðust son þann 20. desember 2025. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman.

Lífið
Fréttamynd

Játaði ást sína á Jenner

Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið

New England Patriots spila síðasta leik venjulega tímabilsins í NFL deildinni á sunnudag en tveir leikmenn liðsins, Christian Barmore og Stefon Diggs, hafa nýlega verið ákærðir fyrir ofbeldi. Kærasta hins síðarnefnda, poppstjarnan Cardi B, hefur komið sínum manni til varna.

Sport
Fréttamynd

Þór­dís Elva bað poppstjörnunnar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur bað kærustu sinnar, hinnar kanadísku Jann Arden. „Hún sagði já,“ skrifar Þórdís á samfélagsmiðla og birtir myndir af sér og unnustu sinni, þar sem þær tilkynna um trúlofunina.

Lífið
Fréttamynd

Giftu sig á gaml­árs­dag

Landsliðsmaðurinn og handboltamaður ársins 2025, Gísli Þorgeir Kristjánsson, gerði síðasta dag ársins 2025 einstaklega eftirminnilegan.

Handbolti
Fréttamynd

„Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“

Svavar Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Algalífi og fyrrverandi fréttamaður, er þakklátur fyrir að vera á lífi eftir alvarlega kransæðastíflu. Lífið hafi tekið stakkaskiptum og hann þakki nú fyrir hvern dag og hvert augnablik.

Innlent
Fréttamynd

Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn

Daphne Govers, fyrrverandi eiginkona pílukastarans Michael van Gerwen, á von á barni með nýjum kærasta sínum en settur fæðingardagur barnsins er í janúar, átta mánuðum eftir skilnað hennar við van Gerwen. Nýi kærastinn hefur viðurkennt að þau hafi þekkst áður en hjónin skildu og þykir honum leiðinlegt að hafa gert pílukastaranum þennan grikk.

Lífið
Fréttamynd

Frægir fjölguðu sér árið 2025

Hvað veitir okkur meiri gleði en nýtt líf? Fátt, ef eitthvað. Blessuð börnin eru það besta sem við vitum og það er alltaf gaman að lesa fréttir af barnaláni og nýjum Íslendingum.

Lífið
Fréttamynd

Cooper bað móðurina um hönd Hadid

Leikarinn Bradley Cooper er sagður hafa beðið Yolöndu Hadid um hönd dóttur hennar, ofurfyrirsætunnar Gigi Hadid. Parið hefur verið saman í rúmlega tvö ár og eiga hvort um sig eitt barn úr fyrra sambandi. 

Lífið
Fréttamynd

Brúð­kaup ársins 2025

Árið 2025 var stútfullt af ást og gleði og ófá nýgift hjón ræddu við Vísi um stærsta dag í þeirra lífi. Hér má sjá hvaða einlægu, fallegu og glæsilegu brúðkaup stóðu upp úr frá árinu. 

Lífið