Gigi Hadid gæti orðið elsta kærastan til þessa Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. september 2022 15:31 Leonardo Dicaprio og Gigi Hadid eru sögð vera að stinga saman nefjum. Getty/Taylor Hill-Dave Bennett Sá orðrómur er nú á kreiki vestanhafs að stórleikarinn Leonardo Dicaprio sé að slá sér upp með ofurfyrirsætunni Gigi Hadid, aðeins nokkrum vikum eftir að greint var frá sambandsslitum Dicaprio og leikkonunnar Camillu Morrone. Dicaprio og Hadid hafa þekkst í þó nokkur ár en sáust nýlega saman á næturlífinu í New York. Samkvæmt heimildum tímaritsins In Touch hafa þau verið að stinga saman nefjum síðan leikarinn varð einhleypur nú í sumar. „Gigi er akkúrat hans týpa; stórglæsileg og kynþokkafull en lætur ekki mikið fyrir sér fara og lætur stundum eins og hún sé ein af strákunum,“ er haft eftir heimildarmanni. Það er þó eitt sem virðist ekki alveg falla undir týpu Dicaprios og það er aldurinn. Samkvæmt grafi yfir ástarsambönd Dicaprios, sem gengið hefur um á veraldarvefnum, er Hadid aðeins of gömul fyrir leikarann. Hadid er tuttugu og sjö ára gömul og væri hún því elsta kona sem Dicaprio hefur nokkurn tímann átt í ástarsambandi við, ef orðrómurinn reynist sannur. Sjálfur er Dicaprio fjörutíu og sjö ára gamall. Áður átti Hadid í ástarsambandi við One Direction-söngvarann Zayn Malik og eiga þau saman dótturina Khai, tveggja ára. Hollywood-spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir þetta mál ásamt fleiru í Brennslutei vikunnar á FM957 í morgun. Hægt er að hlusta á innslagið í heild sinni hér að neðan. Hollywood Ástin og lífið Brennslan FM957 Tengdar fréttir Virðist yngja upp þegar kærusturnar ná 25 ára aldri Ástarmál stórleikarans Leonardo Dicaprio vekja yfirleitt töluverða athygli fólks en kappinn hefur verið í ástarsamböndum með fjölda þekktra kvenna í gegnum tíðina, yfirleitt fyrirsætum eða leikkonum. 31. ágúst 2022 14:01 Leonardo DiCaprio og Camila Morrone eru hætt saman Leikarinn, hjartaknúsarinn og aktívistinn Leonardo DiCaprio og leikkonan Camila Morrone hafa samkvæmt heimildum vestanhafs slitið sambandi sínu eftir fjögur ár saman. 31. ágúst 2022 07:54 Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi ofbeldi Zayn Malik hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn frænku barsmóður sinnar, Gigi Hadid. Malik hefur tilkynnt dómstóli að hann muni ekki mótmæla kærunni. 29. október 2021 16:31 Stúlkubarn Gigi Hadid og Zayn Malik komið í heiminn Zayn Malik greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í nótt. 24. september 2020 07:47 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Sjá meira
Dicaprio og Hadid hafa þekkst í þó nokkur ár en sáust nýlega saman á næturlífinu í New York. Samkvæmt heimildum tímaritsins In Touch hafa þau verið að stinga saman nefjum síðan leikarinn varð einhleypur nú í sumar. „Gigi er akkúrat hans týpa; stórglæsileg og kynþokkafull en lætur ekki mikið fyrir sér fara og lætur stundum eins og hún sé ein af strákunum,“ er haft eftir heimildarmanni. Það er þó eitt sem virðist ekki alveg falla undir týpu Dicaprios og það er aldurinn. Samkvæmt grafi yfir ástarsambönd Dicaprios, sem gengið hefur um á veraldarvefnum, er Hadid aðeins of gömul fyrir leikarann. Hadid er tuttugu og sjö ára gömul og væri hún því elsta kona sem Dicaprio hefur nokkurn tímann átt í ástarsambandi við, ef orðrómurinn reynist sannur. Sjálfur er Dicaprio fjörutíu og sjö ára gamall. Áður átti Hadid í ástarsambandi við One Direction-söngvarann Zayn Malik og eiga þau saman dótturina Khai, tveggja ára. Hollywood-spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir þetta mál ásamt fleiru í Brennslutei vikunnar á FM957 í morgun. Hægt er að hlusta á innslagið í heild sinni hér að neðan.
Hollywood Ástin og lífið Brennslan FM957 Tengdar fréttir Virðist yngja upp þegar kærusturnar ná 25 ára aldri Ástarmál stórleikarans Leonardo Dicaprio vekja yfirleitt töluverða athygli fólks en kappinn hefur verið í ástarsamböndum með fjölda þekktra kvenna í gegnum tíðina, yfirleitt fyrirsætum eða leikkonum. 31. ágúst 2022 14:01 Leonardo DiCaprio og Camila Morrone eru hætt saman Leikarinn, hjartaknúsarinn og aktívistinn Leonardo DiCaprio og leikkonan Camila Morrone hafa samkvæmt heimildum vestanhafs slitið sambandi sínu eftir fjögur ár saman. 31. ágúst 2022 07:54 Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi ofbeldi Zayn Malik hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn frænku barsmóður sinnar, Gigi Hadid. Malik hefur tilkynnt dómstóli að hann muni ekki mótmæla kærunni. 29. október 2021 16:31 Stúlkubarn Gigi Hadid og Zayn Malik komið í heiminn Zayn Malik greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í nótt. 24. september 2020 07:47 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Sjá meira
Virðist yngja upp þegar kærusturnar ná 25 ára aldri Ástarmál stórleikarans Leonardo Dicaprio vekja yfirleitt töluverða athygli fólks en kappinn hefur verið í ástarsamböndum með fjölda þekktra kvenna í gegnum tíðina, yfirleitt fyrirsætum eða leikkonum. 31. ágúst 2022 14:01
Leonardo DiCaprio og Camila Morrone eru hætt saman Leikarinn, hjartaknúsarinn og aktívistinn Leonardo DiCaprio og leikkonan Camila Morrone hafa samkvæmt heimildum vestanhafs slitið sambandi sínu eftir fjögur ár saman. 31. ágúst 2022 07:54
Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi ofbeldi Zayn Malik hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn frænku barsmóður sinnar, Gigi Hadid. Malik hefur tilkynnt dómstóli að hann muni ekki mótmæla kærunni. 29. október 2021 16:31
Stúlkubarn Gigi Hadid og Zayn Malik komið í heiminn Zayn Malik greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í nótt. 24. september 2020 07:47