Í tilkynningunni á Instagram skrifa þau að það hafi mikill sársauki fylgt sambandinu og þau hafi ekki verið tilbúin fyrir pressuna frá utanaðkomandi öflum. Það hafi komið í veg fyrir að þau geti vaxið og dafnað sem par.
Parið segist jafnframt vita að aðdáendur hafi margar spurningar um sambandsslitin.
„Kærar þakkir til allra sem studdu sambandið okkar, það var þýðingarmeira en þið munið nokkurn tímann átta ykkur á,“ skrifa þau.
Evans var fyrsta stefnumót Echard sem fór fram undir fjögur augu. Þegar hún komast að því að hann hafði sofið hjá hinum tveimur stúlkunum sem stóðu eftir í lok seríunnar ásamt Evans rifust þau heiftarlega og hún fór heim. Þau enduðu þó saman að lokum.