Eignaðist sitt níunda barn og tvö önnur á leiðinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. september 2022 11:30 Þáttastjórnandinn Nick Cannon er nú með fimm börn yngri en tveggja ára og á hann von á tveimur börnum í næsta mánuði. Alls hefur hann eignast níu börn með sex konum síðustu ellefu árin. GETTY/ BRUCE GLIKAS Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon hefur nú eignast sitt níunda barn. Þetta er hans annað barn á árinu og á hann von á tveimur börnum síðar á árinu. Í gær tilkynnti Cannon að honum hefði fæðst stúlka sem hefði hlotið nafnið Onyx Ice Cole Cannon. Stúlkan er fyrsta barnið sem hann eignast með fyrirsætunni LaNishu Cole. Alls hefur Cannon eignast níu börn með sex konum á síðustu ellefu árum. Aðeins tveir mánuðir eru síðan hann eignaðist drenginn Legendary Love með fyrirsætunni Bre Tiesi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) View this post on Instagram A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi) Fimm börn undir tveggja ára og tvö á leiðinni Þáttastjórnandinn er því nú með tvö nýfædd börn. Hann hefur eignast sex börn á síðustu tveimur árum en sonur hans Zen lést eftir baráttu við heilaæxli aðeins fimm mánaða gamall. Sjá: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Nú er Cannon því með fimm börn yngri en tveggja ára. Það mun þó fljótlega bætast í hópinn því hann á von á tveimur börnum síðar á árinu. Hann á von á barni númer tíu með fyrirsætunni Brittany Bell. Hann á tvö börn með henni fyrir, fædd 2017 og 2020. Þá er áhrifavaldurinn Abby De La Rosa ófrísk að ellefta barni Cannons. Þau eiga saman tvíburana Zion og Zillion fyrir. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Ekki einnar konu maður Cannon hefur talað opinskátt um það að hann sé ekki einnar konu maður. Hann tengi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ sagði Cannon hlaðvarpinu The Language of Love fyrir skömmu. Þrátt fyrir að Cannon aðhyllist ekki einkvæni í dag, var hann giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár og eignuðust þau tvö börn saman. Þau skildu árið 2016. Cannon stýrir þáttunum The Masked Singer en ný þáttaröð fer í loftið 21. september. Hann mun því hafa nóg að gera, bæði fyrir framan myndavélarnar og einnig í bleyjuskiptum og barnauppeldi. Börn og uppeldi Hollywood Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30 Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01 Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Í gær tilkynnti Cannon að honum hefði fæðst stúlka sem hefði hlotið nafnið Onyx Ice Cole Cannon. Stúlkan er fyrsta barnið sem hann eignast með fyrirsætunni LaNishu Cole. Alls hefur Cannon eignast níu börn með sex konum á síðustu ellefu árum. Aðeins tveir mánuðir eru síðan hann eignaðist drenginn Legendary Love með fyrirsætunni Bre Tiesi. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) View this post on Instagram A post shared by Bre Tiesi (@bre_tiesi) Fimm börn undir tveggja ára og tvö á leiðinni Þáttastjórnandinn er því nú með tvö nýfædd börn. Hann hefur eignast sex börn á síðustu tveimur árum en sonur hans Zen lést eftir baráttu við heilaæxli aðeins fimm mánaða gamall. Sjá: Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag Nú er Cannon því með fimm börn yngri en tveggja ára. Það mun þó fljótlega bætast í hópinn því hann á von á tveimur börnum síðar á árinu. Hann á von á barni númer tíu með fyrirsætunni Brittany Bell. Hann á tvö börn með henni fyrir, fædd 2017 og 2020. Þá er áhrifavaldurinn Abby De La Rosa ófrísk að ellefta barni Cannons. Þau eiga saman tvíburana Zion og Zillion fyrir. View this post on Instagram A post shared by NICK CANNON (@nickcannon) Ekki einnar konu maður Cannon hefur talað opinskátt um það að hann sé ekki einnar konu maður. Hann tengi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. „Ég tek fulla ábyrgð. Ef ég stunda óvarið kynlíf með konu þá er mögulegt að við munum eignast barn. Ég ber það mikla virðingu fyrir sjálfum mér að ef ég er kominn á þann stað með konu að taka af mér smokkinn, þá er það af því ég hef hugsað með mér að hún geti orðið barnsmóðir mín,“ sagði Cannon hlaðvarpinu The Language of Love fyrir skömmu. Þrátt fyrir að Cannon aðhyllist ekki einkvæni í dag, var hann giftur söngkonunni Mariuh Carey í átta ár og eignuðust þau tvö börn saman. Þau skildu árið 2016. Cannon stýrir þáttunum The Masked Singer en ný þáttaröð fer í loftið 21. september. Hann mun því hafa nóg að gera, bæði fyrir framan myndavélarnar og einnig í bleyjuskiptum og barnauppeldi.
Börn og uppeldi Hollywood Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30 Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01 Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Nick Cannon á von á sínu níunda og tíunda barni Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon á nú von á sínu níunda og tíunda barni. Nýjasta tilkynningin er hans þriðja barn með fyrirsætunni Brittany Bell en fyrir eiga þau börnin Golden Sagon og Powerful Queen. 25. ágúst 2022 14:30
Telur einkvæni vera óheilbrigt Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald. 17. febrúar 2022 17:01